Færslur: kynrænt sjálfræði

Fyrirspurn Sigmundar um fjölda kynja svarað
Kyn samkvæmt lögum eru ekki lengur tvö, kona og karl, heldur opnar skilgreining á hugtakinu í lögum á þann möguleika að kyn séu fleiri. Þetta kemur fram í svari Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra við fyrirspurn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns Miðflokksins.
Hæstvirtur forsætisráðherra, hvað eru mörg kyn?
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, hefur beint fyrirspurn til forsætisráðherra þar sem spurt er hve mörg kyn mannfólks eru, að mati ráðuneytisins.
Allt að 4 ára fangelsi fyrir stafrænt kynferðisofbeldi
Frumvarp Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra um kynferðislega friðhelgi var samþykkt sem lög frá Alþingi nú eftir hádegi með 49 samhljóða atkvæðum. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagðist fagna niðurstöðunni sérstaklega því ógnin í stafrænum heimi væri afar mikil. 
Tvö frumvörp um kynrænt sjálfræði samþykkt á Alþingi
Tvö af þremur frumvörpum forsætisráðherra um kynrænt sjálfræði voru samþykkt sem lög frá Alþingi í dag. Þar er annars vegar um að ræða frumvarp sem snýr að breyttu aldursviðmiði og hins vegar að breyttri kynskráningu.
16.12.2020 - 17:13
Allir nema Miðflokkur styðja mál um kynrænt sjálfræði
Mikil samstaða var á Alþingi við atkvæðagreiðslu um frumvörp forsætisráðherra um kynrænt sjálfræði að lokinni annarri umræðu. Allir flokkar á Alþingi styðja málin nema þingmenn Miðflokksins.
15.12.2020 - 15:28
„Get ímyndað mér að ég fengi möguleikana karl og karl“
Stofnanir og fyrirtæki hafa sex mánuði til að verða við kröfum laga um kynrænt sjálfræði sem nú eru orðin eins árs. Þar á meðal eru kvaðir um að bjóða upp á hlutlausa kynskráningu. Samtökin 78 og Trans Ísland hafa ráðist í átak til að leiðbeina fyrirtækjum. Þorbjörg Þorvaldsdóttir og Ugla Stefanía ræddu átakið á Morgunvaktinni á Rás 1 í morgun.
Viðtal
Ein sú áhrifamesta og Sigríður ánægð með lögin
Ein af hundrað áhrifamestu konum heims að mati BBC er íslensk og formaður Trans Íslands. Hún og Sigríður Hlynur bóndi í Þingeyjarsveit, sem enginn kallar Sigurð lengur, fagna lögum um kynrænt sjálfræði. 
20.10.2019 - 19:01
Viðtal
Enn margt ógert í málefnum transfólks
Starfshópar um málefni transfólks verða skipaðir á vegum forsætisráðuneytisins til þess að taka á réttarstöðu barna sem fæðast með ódæmigerð kyneinkenni. Heilbrigðisráðherra segir að þrátt fyrir réttarbót með nýjum lögum um kynrænt sjálfræði, hafi þessi hópur setið eftir.
14.09.2019 - 17:42
Fær loksins að heita Sigríður
Sigríður Hlynur, bóndi á Öndólfsstöðum í Reykjadal, hefur fengið nafni sínu breytt hjá Þjóðskrá Íslands á grundvelli nýrra laga um kynrænt sjálfræði. Sigríður, að skírnarnafni Sigurður Hlynur Snæbjörnsson, heitir nú Sigríður Hlynur Helguson Snæbjörnsson. Mál hans hefur vakið athygli að undanförnu.
10.07.2019 - 12:23
Einn sótt um að breyta kyni nafns
Ein umsókn um breytingu á nafni í kjölfar nýrra laga um kynrænt sjálfræði hefur borist Þjóðskrá í dag. Lögin tóku gildi við birtingu í Stjórnartíðindum á föstudag. Margrét Hauksdóttir, forstjóri Þjóðskrár, segir að mjög rólegt hafi verið í dag í þjónustuveri í þessum málaflokki. Sigurður Hlynur Snæbjörnsson bóndi segist bíða spenntur eftir að fá að heita í höfuðið á Sigríði ömmu sinni.
08.07.2019 - 16:19
Viðtal
Áfram löglegt að breyta líkömum barna
Frumvarp til laga um kynrænt sjálfræði sem nú liggur fyrir Alþingi inniheldur ekki ákvæði um vernd barna með ódæmigerð kyneinkenni. Kitty Andersson segir tímabært að Alþingi viðurkenni óþörf inngrip í líkama barna sem mannréttindabrot. „Við þurfum að hætta að horfa á líkama sem eru með einhverju móti öðruvísi sem einhverskonar sjúklegt ástand.”