Færslur: Kynlíf

Varar við útbreiðslu apabólu í Evrópu
Umdæmisstjóri Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar í Evrópu varar við að tilfellum apabólu kunni að fjölga mjög í álfunni næstu mánuði. Vitað er að sjúkdómurinn hefur skotið sér niður í átta ríkjum.
21.05.2022 - 01:15
Kynlífsvísir norska ríkisútvarpsins vekur umtal
Kynlífsvísir norska ríkisútvarpins, NRK, hefur vakið sterk viðbrögð. Deilt er um hversu viðeigandi það sé að NRK skrifi um kynlíf.
23.06.2021 - 10:06
Viðtal
„Kynlíf er ein birtingarmynd kærleika guðs“
„Af hverju er ekki talað um kynlíf í kirkjunni, og þarf kannski að tala um kynlíf í kirkjunni?“ spyr séra Benjamín Hrafn Böðvarsson sem stýrir Kirkjucastinu ásamt séra Degi Fannari Magnússyni. Mikil og klofin umræða skapaðist í kringum nýjasta þátt hlaðvarpsins þar sem félagarnir ræða við Gerði Arinbjarnardóttur eiganda hjálpartækjaverslunarinnar Blush.
15.04.2021 - 11:55
Klukkan sex
Sex sexí hlutir sem við höfum lært um kynlíf
Í hlaðvarpsþættinum Klukkan sex hafa Indíana Rós Ægisdóttir, kynfræðingur, og Mikael Emil Kaaber rætt kynlíf frá öllum mögulegum hliðum. Þættirnir voru tíu talsins og umræðan fór um víðan völl, rætt var um einnar nætur gaman, getnaðarvarnir, sjálfsfróun, kynlífstæki, hinseginleika, fantasíur og margt fleira.
06.04.2021 - 17:01
Klukkan Sex
Allt sem nauðsynlegt er að vita um kynfærin
Í 10. þætti Klukkan sex fjalla Indíana Rós kynfræðingur og Mikael Emil um kynfæri. Þau stikla á stóru um virkni kynfæra, gera til að mynda tilraun til að útskýra tíðahringinn og sáðlát ásamt því að velta fyrir sér hvernig sæði bragðast.
03.04.2021 - 10:20
Kynþroskinn
Hvenær erum við tilbúin að stunda kynlíf?
Á kynþroskaskeiðinu breytist fleira en bara líkaminn. Tilfinningarnar verða stærri en nokkru sinni fyrr, þú gætir farið að laðast að fólki og langað að fara að prófa ýmislegt, að kyssa einhvern, stunda sjálfsfróun eða kynlíf. En það er ýmislegt sem ætti að hafa í huga áður, eins og farið er yfir í Kynþroskanum á RÚV.
30.03.2021 - 13:10
Stefnumótamenning- forritin hjálpa í heimsfaraldri
Á tímum samfélagsmiðla hefur stefnumótamenning breyst talsvert, að mati Indíönu Rósar, kynfræðings, og Mikaels Emils. Fólk kynnist á samfélagsmiðlum, á Facebook, Instagram og Twitter, en fólk notar líka smáforrit eins og Smitten og Tinder sem auðvelda fólki að kynnast öðrum til að sofa hjá, „deita“ eða jafnvel giftast.
27.03.2021 - 10:27
Viðtal
Vansvefta sofa síður hjá
Ungt fólk, fætt eftir 1985, stundar mun minna kynlíf en kynslóðirnar á undan. Ýmsar rannsóknir styðja þessar niðurstöður að því er fram kom í máli Söndru Mjallar Jónsdóttur doktors í líf- og læknavísindum í morgunútvarpi Rásar 2 í morgun.
16.03.2021 - 09:12
„Okkur var boðið kampavín, svo fóru þau úr herberginu“
Hjónin Ásrún Magnúsdóttir og Atli Bollason urðu við þeirri óvenjulegu bón frá myndlistarmanninum Ragnari Kjartanssyni að stunda kynlíf fyrir framan myndavél fyrir verk sem listamaðurinn var að setja upp í París. „Við elskuðum hvort annað svo þetta var ekki flókið.“
26.07.2020 - 09:39
Mannlegi þátturinn
„Skömmin lifir svo góðu lífi í myrkrinu“
Sársauki við kynlíf, risvandamál eða seinkað sáðlát er meðal þeirra vandamála sem Aldís Þorbjörg Ólafsdóttir sálfræðingur hjálpar skjólstæðingum sínum að vinna bug á. Hún býður nú pörum og einstaklingum upp á kynlífsráðgjöf.
14.05.2020 - 14:09
Viðtal
Sjálfsfróun ekkert til að skammast sín fyrir
Líkaminn er hannaður til að veita unað í gegnum kynfærin. Sjálfsfróun til fullnægingar er þó ekki endilega hæfileiki sem allir fæðast með heldur þarf að prófa, reyna og æfa sig.
22.04.2020 - 15:33
Gott að spara sér kynlíf með ókunnugum þessa dagana
„Covid-veiran fræga smitast ekki í gegnum sæði eða bleytu í leggöngum,“ segir Indíana Rós kynfræðingur. Hún var gestur Núllstillingar á föstudag og gaf góð ráð um kynlíf á tímum kórónaveirunnar.
30.03.2020 - 11:22
Neðanjarðarsala á smokkum í Lærða skólanum fyrir 1900
„Ég held að það sé trúnaður leggjandi á þær upplýsingar að lærðaskólapiltar hafi notað, keypt og selt smokka sín á milli. Það hafi semsagt farið fram neðanjarðarsala á smokkum í Lærða skólanum rétt fyrir aldamótin 1900,“ segir Þorsteinn Vilhjálmsson, fornfræðingur og sjálfstætt starfandi fræðimaður. Þetta er meðal þess sem kemur fram í grein hans Kaupstaðasótt og Freyjufár í nýjasta hefti Sögu - tímarits sagnfræðingafélagsins.
Viðtal
Konur mega líka tala um sjálfsfróun
Konur fróa sér rétt eins og karlar og nota ýmsar ólíkar aðferðir, óra og hjálpartæki til að fullnægja sér. Íris Stefanía Skúladóttir listakona heldur utan um reglulega lokaða söguhringi þar sem hún býður konum að ræða sjálfsfróun sína og tók saman reynslusögur þeirra í bók.
09.10.2019 - 15:53
Fjötrakynlíf virkar best í geimnum
Er líf á Mars? er spurt í dægurlagi eftir Bowie sem var samið fyrir þó nokkrum árum. Það hefur verið leitað töluvert af hugsanlegu lífi þar án árangurs. Það eru líka ýmis konar vandræði sem fylgja því fyrir mannkynið að fjölga sér á þessari fjarlægu plánetu, þó það sé langt frá því ómögulegt.
25.06.2019 - 15:19
Er kynlífssenan að hverfa í Hollywood?
Við könnumst flest við þetta. Stæltir svitaperlaðir líkamar stórstjarna sem mjakast hálfir undir laki í rökkrinu. Þú teygir þig í popppokann, svo óendanlega meðvitaður um eigin andadrátt. Þögnin er óbærileg. Foreldrar þínir humma vandræðilega „Ha… já, ha ha, þetta er bara svona.“
22.06.2019 - 10:19
Viðtal
Kvenlíkaminn sem seldist upp
Systur kynlífsdúkkunnar Kittý sem rænt var úr verslun Adam og Evu á síðasta ári seldust upp í kjölfar ránsins. Algengustu kynlífsdúkkurnar eru líkari sundboltum en alvöru fólki en með tilkomu nýrrar tækni – sílíkonholdi og gervigreind – gætu raunverulegri kynlífsdúkkur haft umtalsverð áhrif á hvernig mannfólk stundar kynlíf.
Öðruvísi nálgun á kynlíf
Sigga Dögg, kynfræðingur, stendur um þessar mundir fyrir sýningu í Kaffi Laugalæk í tilefni útgáfu bókar sinnar, kynVera.
07.11.2018 - 17:12
Ný bók um píkur
Gleðin að neðan er nýútgefin bók um píkuna, legið og allt hitt. Bókin er norsk og heitir upprunalega Gleden med skjeden en nú hefur Saga Kjartansdóttir þýtt hana. Saga og Sigga Dögg kynfræðingur kíktu í heimsókn í Núllið.
12.09.2018 - 16:28