Færslur: Kynjahlutföll

Konur gætu náð meirihluta á Alþingi í fyrsta sinn
Næstu alþingiskosningar gætu orðið sögulegar hvað varðar hlutfall kynja á Alþingi. Í fyrsta sinn gæti það gerst að konur yrðu í meirihluta.
22.06.2021 - 22:05
Alþingi skylt að jafna kynjahlutföll
Alþingi getur ekki lengur skipað fólk í stjórnir og nefndir án þess að huga að sem jöfnustum kynjahlutföllum. Ný lög um þingsköp banna það. 
15.05.2021 - 18:05
Myndskeið
Vill jafna stöðu kynja í stjórnir sem Alþingi kýs
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir ekki boðlegt að ekki sé kveðið á um sem jöfnust kynjahlutföll í stjórnum á vegum Alþingis. Að hennar tilhlutan lagði forsætisnefnd fram frumvarp í október til að bæta úr því. Síðan hefur ekkert gerst.
Viðtal
Segja atvinnulífið bera ábyrgð á kynjahlutfalli
Allir forstjórar fyrirtækja sem skráð eru í Kauphöll Íslands eru karlkyns. Þeim hefur fjölgað undanfarin ár en hlutfallið er áfram það sama. Hluthafar með mikinn eignahluta í fyrirtækjum gætu breytt þessu að mati Stefaníu Guðrúnu Halldórsdóttur, framkvæmdastjóra hjá Eyri Venture Management.
Japanir setja kynjakvóta í pólitík og atvinnulífi
Stjórnvöld í Japan hyggjast innleiða kynjakvóta á framboðslistum flokka í þing- og sveitarstjórnakosningum í landinu, fyrir árið 2025, til að tryggja að minnst 35 prósent frambjóðenda verði konur. Vonast stjórnvöld til að auka jafnrétti kynjanna í stjórnmálum landsins með því að setja skýr og lögbundin markmið sem þessi.
29.11.2020 - 07:27
Erum ekki að beita viðskiptaþvingunum
Bankastjóri Íslandsbanka segir það af og frá að í nýrri markaðsstefnu bankans, þar sem meðal annars verður horft til kynjahlutfalls innan fjölmiðla við auglýsingakaup, felist viðskiptaþvinganir. Hún viðurkennir þó að bankinn hefði mátt skýra málið betur.
26.10.2019 - 12:03
Myndskeið
Ekki megi ganga á sjálfstæði fjölmiðla
Fjölga þarf konum í stjórnum fyrirtækja og hjá fjölmiðlum án þess þó að ganga á ritstjórnarlegt sjálfstæði fjölmiðla, segir forsætisráðherra. Það sé jákvætt að Íslandsbanki hugi að jafnréttismálum. Þó verði að fara með aðgát þegar kemur að samspili stórfyrirtækja og fjölmiðla og horfa til sérstöðu fjölmiðla sem fjórða valdsins í samfélaginu.
25.10.2019 - 19:35