Færslur: Kynferðisofbeldi

Harmar að hafa unnið með Woody Allen
Leikkonan og leikstjórinn Greta Gerwig segist sjá eftir því að hafa unnið með kvikmyndaleikstjóranum Woody Allen í kvikmynd hans „Ástfangin í Róm“, sem gerð var 2012. Hún segir að það hafi haft mikil áhrif á sig að lesa frásögn ættleiddrar dóttur Allens sem birt var í opnu bréfi um hvernig hannbeitti hana kynferðislegu ofbeldi.
11.01.2018 - 09:43
Mikill kostnaður brotaþola heimilisofbeldis
Hanna Kristín Skaftadóttir skrifaði opið bréf til Sigríðar Andersen dómsmálaráðherra á Facebook þar sem hún leggur til að brotaþolar í kynferðis- og heimilisofbeldismálum fái gjafsókn þegar þörf er á að sækja einkamál.
Egyptaland
Dómur fyrir að hvetja til nauðgana
Karlmaður í Egyptalandi var í dag dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir ummæli sín um að nauðga ætti konum sem ganga í rifnum gallabuxum. AFP fréttaveitan greinir frá þessu.
02.12.2017 - 16:23
Fréttaskýring
Sænskar konur hafa fengið nóg
Segja má að konur um allan hinn vestræna heim hafi gert uppreisn gegn niðurlægjandi og ofbeldisfullri framkomu karla eftir að mál bandaríska kvikmyndaframleiðandans Harveys Weinsteins komst í hámæli í síðasta mánuði. Þetta á ekki síst við í Svíþjóð þar sem tæplega sjö hundruð leikkonur skýrðu frá kynferðislegu ofbeldi sem þær hefðu mátt þola. Þá var eins og flóðgáttir opnuðust.  
Þúsundir ganga undir merkjum #MeToo
Þúsundir gengu til stuðnings fórnarlömbum kynferðisofbeldis í Los Angeles í gær, sunnudag, undir merkjum #MeToo myllumerkisins. Herferð undir sömu formerkjum hefur farið eins og eldur um sinu á samfélagsmiðlum til að sýna fram á algengni kynferðisbrota og ljá þolendum rödd. „Já þýðir já og nei þýðir nei,“ var kallað á götum Los Angeles. „Sama í hverju við erum, sama hvert við förum.“
Tuttugu áberandi karlar sakaðir um áreitni
Fjöldi kvenna hefur nýlega stigið fram og lýst sinni reynslu af valdaójafnvægi og ofbeldismenningu í kvikmyndageiranum og víðar. Margar þeirra sögðu frá sinni reynslu í kjölfar þess að kvikmyndaframleiðandinn Harvey Weinstein var snemma í október sakaður um kynferðislega áreitni gegn tugum kvenna á þrjátíu ára tímabili í kvikmyndabransanum, og hafa að minnsta kosti tuttugu hátt settir karlar í hinum ýmsu geirum í Bandaríkjunum verið sakaðir um kynferðislega áreitni eða ofbeldi í kjölfarið.
Segir barnaníðshring starfræktan í Hollywood
Lögreglan í Los Angeles tók til skoðunar í vikunni hvort eitthvað er hæft í ásökunum um að barnaníðshringur sé starfræktur í Hollywood. Rannsóknarlögreglumaður staðfesti þetta við tímaritið Hollywood Reporter í fyrradag. 
Konur í Egyptalandi tjá sig um áreitni
Herferðin #MeToo gegn kynferðislegri áreitni teygir sig víða um heim, þar á meðal til Egyptalands. Þar hafa margar konur hafa deilt reynslu sinni á samfélagsmiðlum. Margar lýsa daglegu lífi í landinu sem stöðugri baráttu gegn áreitni og ofbeldi.
07.11.2017 - 18:17
Umburðarlyndi gagnvart ofbeldi liðin tíð
Tímamót áttu sér stað í íslensku samfélagi í gærkvöld þegar ríkisstjórnarsamstarfi var slitið, ekki vegna peninga eða ágreinings stjórnmálamanna, heldur vegna þess að konur höfðu hátt. Þetta kemur fram í tilkynningu sem Kvenréttindafélag Íslands sendi frá sér í dag.
15.09.2017 - 13:55
Nektarmyndir eðlileg kynferðisleg tjáning
Það er ekkert nýtt að senda nektarmyndir en með tilkomu samfélagsmiðla er mun auðveldara að brjóta á fólki. Þetta segir Helga Lind Mar, talsmaður Druslugöngunnar, í samtali við Síðdegisútvarpið í dag. Druslugangan verður í sjöunda skipti á morgun til að skila skömminni frá þolendum ofbeldis til gerenda og stafrænt kynferðisofbeldi verður sett í forgrunn í ár. Björn Árni Jóhannsson er einnig gestur í þættinum og ræðir ofbeldið sem hann varð fyrir sem barn.
28.07.2017 - 20:18
Nær víst að hlutur geðlæknis verði rannsakaður
Nær öruggt er að embætti landlæknis taki til rannsóknar hvort barnageðlæknir hafi látið hjá líða að tilkynna grun um alvarlegt kynferðisofbeldi gegn barni. Í dómi yfir manni sem var sakfelldur fyrir kynferðisbrot gegn barnabörnum sínum nýlega, kemur fram að barnageðlæknir hafi haft rökstuddan grun um alvarleg brot gegn einu barnanna.
Tónlistarhátíð aflýst vegna kynferðisbrota
Fjöldi kynferðisbrota var framinn á Bråvalla, stærstu tónlistarhátíðar Svíþjóðar, sem fram fór um helgina. Aðstandendur tónlistarhátíðarinnar harma þetta og hafa tilkynnt að hún verður ekki haldin næsta sumar. 
03.07.2017 - 13:27
Dæmdir til dauða fyrir hrottafulla nauðgun
Hæstiréttur á Indlandi hefur staðfest dauðadóm yfir fjórum mönnum sem nauðguðu 23ja ára konu í rútu í Delhi árið 2012. Konan lést hálfum mánuði síðar af sárum sínum.
05.05.2017 - 19:30
Skiptast á nektarmyndum af kvenkyns kollegum
Fjöldi karlkyns hermanna í Bandaríkjaher hefur sent öðrum hermönnum nektarmyndir af konum, meðal annars kvenkyns kollegum sínum. Rannsókn er hafin á málinu innan fjögurra deilda hersins - sjóhers, landshers, flughers og landgönguliðs.
10.03.2017 - 14:07
Hrina kynferðisbrota á sænskum útihátíðum
Hrina kynferðisbrota skekur sænskar útihátíðir og stjórnendur þeirra hafa sætt gagnrýni fyrir að taka brotin ekki nógu alvarlega. Hátt í þrjátíu tilkynningar um kynferðisbrot bárust lögreglunni í Karlstad í tengslum við hátíð sem þar fór fram um helgina, Putte i Parken. Sömuleiðis barst fjöldi tilkynninga um kynferðisbrot á Bråvallfestivalen sem fram fór utan við Norrköping.
04.07.2016 - 18:09
  •