Færslur: Kynferðisleg friðhelgi

Viðtal
Fékk nektarmyndir af dóttur sinni inn um lúguna
Tinna Ingólfsdóttir var aðeins 13 ára þegar hún var beitt stafrænu kynferðisofbeldi. Hún sendi manni sem hún treysti nektarmynd af sér sem fór í mikla dreifingu á netinu. Í Kastljósi í kvöld segir Inga Vala sögu Tinnu sem lést aðeins 22 ára að aldri.
Styðja að stafrænt kynferðisofbeldi verði refsivert
Mikill stuðningur er við frumvarp um stafrænt kynferðisofbeldi samkvæmt umsögnum sem borist hafa Alþingi. Slík háttsemi verður refsiverð samkvæmt frumvarpi um breytingar á almennum hegningarlögum er varða kynferðislega friðhelgi.
Fangelsisvist fyrir að dreifa kynferðislegu myndefni
Sá sem í heimildarleysi dreifir ljósmynd um nekt eða kynferðislega háttsemi annars skal sæta sektum eða fangelsi í allt að tvö ár, og fjögur ár sé brotið stórfellt. Þetta er meðal þess sem Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra leggur til í nýju frumvarpi um breytingu á almennum hegningarlögum, sem hún lagði fram í dag.
Þörf á löggjöf um kynferðislega friðhelgi
Það þarf að breyta lögum til að tryggja vernd þeirra sem verða fyrir stafrænu kynferðisofbeldi. Þetta kemur fram í greinargerð sem María Rún Bjarnadóttir lögfræðingur vann fyrir ríkisstjórnina.