Færslur: Kynferðisbrot

Krefjast rannsóknar á ofbeldi gegn andófskonum
Mannréttindasamtökin Amnesty International krefja stjórnvöld í Marokkó um að rannsaka umsvifalaust ásakanir fimm andófskvenna um ofbeldi öryggissveita ríkisins gegn þeim. Tvær þeirra segja að brotið hafi verið á þeim kynferðislega.
Börn 61% brotaþola í kynferðisbrotamálum
Samkvæmt tölfræði lögreglunnar eru börn meirihluti brotaþola í kynferðisbrotamálum, eða 61 prósent. Hlutfallið hækkar síðan í 70 prósent þegar horft er til kynferðislegrar áreitni, brota gegn kynferðislegri friðhelgi og blygðunarsemisbrota.
Tæplega áttræður dauðadeildarfangi líflátinn í Texas
Tæplega áttræður fangi á dauðadeild í Texas í Bandaríkjunum var tekinn af lífi í gær. Carl Buntion var dæmdur til dauða fyrir að myrða lögreglumann við hefðbundið vegaeftirlit í Houston-borg fyrir rúmum 30 árum.
22.04.2022 - 03:10
Þýskur maður ákærður vegna hvarfs Madeleine McCann
Karlmaður hefur verið ákærður í Þýskalandi að beiðni portúgalskra yfirvalda í tengslum við hvarf Madeleine McCann. Hún var þriggja ára þegar hún hvarf, 3. maí 2007, á ferðalagi með foreldrum sínum í Praia da Luz.
21.04.2022 - 22:28
Ástralir leggjast ekki gegn framsali Assanges
Áströlsk stjórnvöld leggjast ekki gegn því að Julian Assange, stofnandi Wikileaks, verði framseldur til Bandaríkjanna. Fjármálaráðherra Ástralíu kveðst hafa fulla trú á bresku réttarkerfi.
Ghislaine Maxwell neitað um ný réttarhöld
Ghislaine Maxwell, fyrrverandi sambýliskonu barnaníðingsins Jeffrey Epstein, hefur verið neitað um ný réttarhöld í New York ríki í Bandaríkjunum. Maxwell var sakfelld í fimm ákæruliðum á síðasta ári, þegar hún var fundin sek um barnamansal og að hafa aðstoðað kærasta sinn við glæpi sína.
Segir ástandið óþolandi og boðar bætta stöðu þolenda
Það tekur lögregluna að meðaltali fjórtán mánuði að rannsaka nauðgunarmál. Þá eiga málin eftir að fara á borð héraðssaksóknara og fyrir dómstóla, sem getur tekið marga mánuði til viðbótar. Dómsmálaráðherra segir þetta ástand óþolandi og boðar gjörbreytta og bætta stöðu brotaþola.
29.03.2022 - 19:10
Félagi Jeffrey Epsteins fannst látinn í fangaklefa
Fyrrum samstarfsmaður og félagi Jeffreys Epstein, Frakkinn Jean-Luc Brunel, fannst í gær látinn í fangaklefa sínum í París. Talið er að hann hafi svipt sig lífi. Epstein svipti sig lífi í fangaklefa sínum síðsumars 2019, þar sem hann beið réttarhalda vegna mansals og fjölda grófra kynferðisbrota gegn ólögráða stúlkum.
20.02.2022 - 06:32
Jolie styður framgang laga gegn heimilisofbeldi
Bandaríska leikkonan Angelina Jolie ræddi í gær við þingmenn beggja flokka á Bandaríkjaþingi um mikilvægi þess að tryggja framgang frumvarps til laga sem ætlað er að styðja fórnarlömb heimilisofbeldis. Það hillir undir að greidd verði atkvæði um frumvarpið og Bandaríkjaforseti staðfesti lögin.
Höfða mál gegn Harvard vegna hegðunar prófessors
Þrír doktorsnemar hafa höfðað mál gegn Harvard-háskóla í Bandaríkjunum fyrir að bregðast ekki við þegar virtur prófessor við skólann var sakaður um kynferðislega áreitni. Nemarnir segja manninn hafa komist upp með brotin um árabil.
Spánn: Nefnd rannsakar misnotkun í kaþólsku kirkjunni
Pedro Sanchez forsætisráðherra Spánar óskaði eftir því við spænska þingið í dag að sérfræðinganefnd yrði skipuð til að rannsaka kynferðislega misnotkun á börnum innan kaþólsku kirkjunnar.
07.02.2022 - 14:08
Viðtal
Þolandi kynferðisofbeldis fái meiri aðstoð
Ráðist verður í forvarnir og vitundarvakningu gegn kynferðisbrotum og kynbundnu ofbeldi og áreitni. „Við heyrum mikla óánægju frá þolendum kynferðisbrota og viljum reyna að horfa dálítið heildstætt á þetta, þróa áfram lausnir og íbúar sitji við sama borð. Að við séum að hlusta á okkar viðskiptafólk, finna út úr hvað við getum gert betur og öðru vísi.“
Neitar náinni vináttu við Maxwell
Andrés prins neitar að hafa verið náinn vinur Ghislaine Maxwell, samstarfskonu og fyrrum kærustu barnaníðingsins Jeffrey Epstein. BBC greinir frá. Lögmenn prinsins óska jafnframt eftir að mál Virginiu Giuffre gegn honum verði tekið fyrir að viðstöddum kviðdómi.
Sjónvarpsfrétt
Stjórn SÁÁ fordæmir hegðun fráfarandi formanns
Framkvæmdastjórn SÁÁ segist í yfirlýsingu fordæma hegðun fyrrum formanns samtakanna, Einars Hermannssonar, sem keypti sér aðgang að líkama skjólstæðings samtakanna. Umfram allt stöndum við með þolendum, segir í yfirlýsingu SÁÁ.
25.01.2022 - 21:07
Þolendum ekki gert að þegja um sannleikann með dómi
Héraðsdómur Norðurlands eystra komst að þeirri niðurstöðu að stúlku, sem sakaði skólabróður sinn um kynferðisbrot í skilaboðum á samfélagsmiðli, hefði verið heimilt að tjá sína upplifun. Í dóminum segir orðrétt: „Þolendum verður ekki með dómi gert að þegja um sannleikann.“ 
Refsing Ghislaine Maxell ákveðin í júní
Dómari ákveður refsingu Ghislaine Maxwell 28. júní næstkomandi en hún var sakfelld skömmu fyrir áramót fyrir mansal og að hafa tælt stúlkur undir lögaldri til fylgilags við Jeffrey Epstein.
Margir bændur ósáttir við viðbrögð stjórnar Íseyjar
Skiptar skoðanir eru meðal kúabænda um viðbrögð stjórnar Íseyjar við ásökunum ungrar konu á hendur fyrrum framkvæmdastjóra fyrirtækisins, sumum finnst að stjórnin hefði mátt bregðast fyrr við, þar á meðal er Guðný Helga Björnsdóttir, bóndi á Bessastöðum við Hrútafjörð. Óskað verði eftir skýringum á næsta aðalfundi Auðhumlu.
11.01.2022 - 13:34
Sjónvarpsfrétt
Kallar eftir stórum og hröðum skrefum í þágu þolenda
Dómsmálaráðherra segir óásættanlegt hvað fá kynferðisafbrotamál komi upp á yfirborðið. Frumvarp með það að markmiði að bæta réttarstöðu brotaþola verði lagt fram í mánuðinum. Talskona Stígamóta segir að það þurfi að taka stór og hröð skref í þessum efnum, til að réttarkerfið haldi í við Metoo byltinguna.
10.01.2022 - 19:36
Sjónvarpsfrétt
Mál Vítalíu með þeim mikilvægustu síðustu áratugi
Prófessor í félagsfræði segir að framvindan í máli Vítalíu Lazarevu sé eitt það mikilvægasta sem gerst hefur varðandi stöðu karla og kvenna á Íslandi síðustu áratugi. #metoo-hreyfingin hafi ýtt undir samfélagsbreytingar.
09.01.2022 - 19:48
Vikulokin
Rangt að bregðast ekki við nema mál rati í fjölmiðla
Það er röng nálgun að bíða þar til ásakanir um kynferðisbrot komast í hámæli, áður en meintum gerendum sé gert að stíga til hliðar úr valdastöðum í viðskiptalífinu. Þetta segir Ingunn Agnes Kro, sem situr í stjórn Sjóvár, HS Orku og Iceland Seafood. Hún telur að í tilfellum fimm manna sem nýlega voru sakaðir um kynferðisbrot, hafi verið ákveðið fyrirfram að víkja þeim úr starfi ef málin næðu upp á yfirborðið.
Beittu stöðu sinni til að grafa undan frásögn Vítalíu
Mennirnir fimm sem sakaðir hafa verið um kynferðisbrot gegn ungri konu, beittu stöðu sinni til þess að grafa undan frásögn meints þolanda. Þetta segir stjórn Íslandsdeildar alþjóðasamtökanna Transparency International, samtaka gegn spillingu, í yfirlýsingu um málið.
07.01.2022 - 22:57
Greitt fyrir að kæra hvorki Epstein né Bretaprins
Virginia Giuffre, sem hefur höfðað mál á hendur Andrési Bretaprins fyrir kynferðisbrot fyrir milligöngu afhafnamannsins Jeffrey Epstein, fékk greiðslu fyrir tólf árum gegn því að höfða ekki mál gegnum neinum tengdum honum.
03.01.2022 - 22:01
Ákærur gegn fangavörðum Epsteins felldar niður
Saksóknarar hafa ákveðið að láta frekari málsókn falla niður á hendur tveimur fangavörðum sem voru á vakt þegar auðmaðurinn og barnaníðingurinn Jeffrey Epstein dó í klefa sínum í New York árið 2019.
Umfjöllun um landsliðsskandala ein sú besta á Athletic
Ítarleg umfjöllun um kynferðisbrotamál tengd íslenska landsliðinu í fótbolta er meðal þess besta sem vefmiðillinn The Athletic bauð upp á á árinu að mati þeirra eigin fréttaritara. Umfjöllunin var meðal þeirra fimm bestu í flokki greina frá blaðamönnum þeirra í Bretlandi. 
Sáttagerð Epsteins og Guiffre opinberuð í næstu viku
Sáttagerð frá árinu 2009 milli bandaríska fjármálamannsins og barnaníðingsins Jeffreys Epstein og Virginiu Giuffre verður gerð opinber á næstu dögum. Guiffre hefur sakað Andrés hertoga af Jórvík um að hafa beitt sig kynferðisofbeldi fyrir tuttugu árum.