Færslur: Kynferðisbrot

Framkvæmdastjóri KSÍ snúinn aftur til starfa
Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri Knattspyrnusambands Íslands, KSÍ, er komin aftur til starfa eftir að hafa farið í leyfi í kjölfar ásakana um að sambandið hafi hylmt yfir kynferðis- og ofbeldisbrot liðsmanna karlalandsliðsins.
21.09.2021 - 19:51
Sautján ára brotaþola gert að mæta fyrir dóm
Landsréttur staðfesti í gær dóm héraðsdóms um að brotaþoli í kynferðisbrotamáli þurfi að bera vitni í aðalmeðferð málsins. Brotaþoli var þrettán ára þegar meint brot áttu sér stað og hafði þegar gefið tvær skýrslur fyrir dómi um brotin, sem teknar voru upp á myndband. Hún vísaði í meginreglu um að hlífa börnum við óþarfa upprifjun á atburði sem geti valdið þeim þjáningum. Réttargæslumaður brotaþola sagði að krafan um að mæta aftur fyrir dóm myndi tefja fyrir bata hennar og væri mjög þungbær.
Viðtal
Forsetinn segir: Ekki vera fáviti
Brýnt er að bæði sé hægt að styðja fulltrúa Íslands í íþróttum og þolendur ofbeldis. Þetta segir Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands. Mikill heiður sé að vera fulltrúi Íslands í fótbolta en þeim heiðri fylgi ábyrgð og sú skylda að vera ekki fáviti. Hann segir að sér hafi orðið illa við þegar hann heyrði af ásökunum um ofbeldis- og kynferðisbrot landsliðsmanna í fótbolta. Hann segir það vonbrigði hvernig málin þróuðust hjá KSÍ.
Viðtal
Mikilvægt að uppræta nauðgunarmenningu
Þórhildur Gyða Arnarsdóttir, sem gagnrýndi á föstudag formann KSÍ fyrir að segja í Kastljósi að engar tilkynningar hefðu borist um kynferðisbrot landsliðsmanna, tók þátt í samstöðufundi fyrir utan höfuðstöðvar KSÍ í dag. Hún segir mikilvægt að sýna öðrum þolendum stuðning. Hún er bjartsýn á að málin horfi til betri vegar. „Þetta hefur áhrif á alla fótboltamenninguna í landinu okkar og auðvitað viljum við að hún sé góð og hún sé ekki uppfull af einhverri nauðgunarmenningu eða gerandameðvirkni.“
02.09.2021 - 18:19
Viðtal
Arnar: Allir leikmennirnir í dag með hreinan skjöld
Arnar Þór Viðarsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, svaraði spurningum blaðamanna í dag sem flestar lutu að umræðu um kynferðisbrot í knattspyrnunni. Leikmennirnir sem mæta Rúmeníu í undankeppni HM 2022 á fimmtudag njóti þess að spila fyrir land og þjóð. „Þeir eru hérna af því að þeir eru það sterkir og  vilja gera það, þrátt fyrir allt. Pressan á liðinu er gígantísk en allir leikmennirnir sem eru hjá mér í dag eru með hreinan skjöld,“ segir Arnar.
31.08.2021 - 20:45
Viðtal
Landsliðsmaður játaði brot og greiddi miskabætur
Kona sem varð fyrir ofbeldi og grófri kynferðislegri áreitni af hálfu landsliðsmanns í knattspyrnu furðar sig á að formaður Knattspyrnusambands Íslands fullyrði að engin tilkynning hafi borist sambandinu um kynferðisbrot leikmanna. Konan segir að lögmaður á vegum KSÍ hafi boðið henni þagnarskyldusamning sem hún hafnaði. Sjálfur hafi landsliðsmaðurinn svo gengist við brotinu og greitt miskabætur. Formaður KSÍ segir ummælin hafa verið mistök.
27.08.2021 - 19:12
Réttarhöld yfir R. Kelly hefjast í New York í dag
Réttarhöld yfir söngvaranum, lagahöfundinum og framleiðandanum R. Kelly hefjast í New York í dag. Kelly sætir ákæru fyrir mörg og margvísleg kynferðisbrot.
18.08.2021 - 12:02
Fer hörðum orðum um KSÍ vegna hópnauðgunarmáls
Knattspyrnusamband Íslands er harðlega gagnrýnt í grein Hönnu Bjargar Vilhjálmsdóttur, framhaldsskólakennara og forkonu jafnréttisnefndar Kennarasambands Íslands, sem birtist á Vísi í dag.
13.08.2021 - 16:49
Biden vill að ríkisstjórinn Cuomo segi af sér
Bandaríkjaforseti segir að ríkisstjóri New York eigi að segja af sér í kjölfar þess að upp komst um fjölmörg kynferðisbrot hans. 
03.08.2021 - 22:00
Dæmdur fyrir tvær nauðganir, í varðhaldi fyrir þriðju
Kynferðisafbrotamaður sem dæmdur var í síðustu viku í fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir tvær nauðganir situr nú í gæsluvarðhaldi grunaður um þriðju nauðgunina á höfuðborgarsvæðinu fyrir nokkrum vikum.
Ákúrur frá dómstólum heyri vonandi til undantekninga
Yfirlögregluþjónn vonast til að breytt verklag við rannsókn kynferðisbrotamála verði til þess að ákúrur frá dómstólum heyri brátt sögunni til. Breytt verklag hafi leitt til skilvirkari rannsókna og styttri málsmeðferðartíma.
Tilkynningum um kynferðisbrot hefur fjölgað á árinu
14 prósentum fleiri kynferðisbrot hafa verið tilkynnt til Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á þessu ári heldur en að meðaltali á sama tímabili síðustu þrjú ár. Þetta segir Ævar Pálmi Pálmason, yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglunnar. Á síðustu sex mánuðum hafa að meðaltali verið tilkynnt 44 kynferðisbrot á mánuði og í maí voru tilkynningarnar 48.
Afsögn í Kanadaher vegna rannsóknar á kynferðisbroti
Mike Rouleau undirhershöfðingi, næstæðsti yfirmaður kanadíska heraflans, tilkynnti afsögn sína í gær. Ástæða afsagnarinnar er sú að hann lék golf 2. júní síðastliðinn, við fyrrverandi starfsmannastjóra í hernum sem grunaður er um kynferðisbrot.
Viðtal
Ræddu áhrif tungumálsins á #metoo byltinguna
Veruleikinn og hugarheimurinn litast af tungumálinu. Orð eins og „ofbeldi“ getur átt við marga hluti af sama meiði og því er stundum nauðsynlegt að skapa ný orð sem eiga við nýstárlega umræðu. Einnig er áríðandi að kunna að greina orðræðuna. Þetta var meðal þess sem fram kom í samtali um metoo-byltinguna í Vikulokum morgunsins.
Sjónvarpsfrétt
Dregur úr trausti þolenda á réttarkerfinu
Það dregur úr trausti þolenda kynferðisofbeldis á réttarkerfinu að Landsréttur sé líklegri til að milda dóma í kynferðisbrotamálum en öðrum málum. Þetta segir doktor í réttarfélagsfræði. Þessi þróun hefur verið rædd innan Landsréttar.
10.05.2021 - 22:28
Kærir sýknudóm Landsréttar til Mannréttindadómstóls
Fatlaður maður sem fór í mál við föður sinn vegna kynferðisbrota þegar hann var barn, undirbýr nú kæru til Mannréttindadómstóls Evrópu. Faðinn var dæmdur en Landsréttur sneri dómnum og sýknaði hann. Lögmaður mannsins segir að Landsréttur hafi ekki litið til fötlunar hans þegar dómstóllinn mat framburð hans. 
Viðtal
Landsréttur strangari í kynferðisbrotum en Hæstiréttur
Landsréttur virðist gera strangari kröfur um sannanir í kynferðisbrotamálum en hæstiréttur. Þetta er mat lögmanna. Landsréttur mildar fjörutíu prósent kynferðisbrotadóma, mun oftar en í öðrum brotaflokkum. Lögmaður segir viðbúið að fólk veigri sér meira en áður við því að kæra kynferðisbrot.
Viðtal
Ofbeldismenn líti á sig sem góða menn en ekki skrímsli
Mun fleiri karlmenn taka þátt í kröftugri #metoo-bylgju sem nú er risin. Þeir sem beita ofbeldi gangast síður við gerðum sínum séu þeir stimplaðir sem skrímsli, segir kona sem hefur rannsakað viðhorf gerenda. Þá séu hugmyndir fólks um ofbeldi oft í litlu samræmi við það hvernig það birtist í raun og því geri menn sér stundum ekki grein fyrir því að þeir hafi beitt ofbeldi. Ofbeldismenn líti á sig sem góða menn.
08.05.2021 - 19:41
Myndskeið
Þetta eru ekki bara skrímsli, þetta eru líka góðir menn
Ný #metoo-bylgja er risin og hún er frábrugðin þeirri fyrri. Aðgerðasinnar segja að sá fjöldi kvenna sem hefur greint frá kynferðisofbeldi síðustu daga, sýni hversu alvarlegur vandinn er. Tími sé kominn til að afnema skrímslavæðinguna sem hefur fylgt umræðu um ofbeldi.
Hundruð kvenna fá bætur frá USC
Stjórnendur háskólans í Suður-Kaliforníu, USC, samþykktu í gær að greiða hundruðum kvenna samanlagt yfir einn milljarð dollara í bætur, jafnvirði nærri 130 milljarða króna. Konurnar sökuðu kvensjúkdómalækni skólans um að hafa brotið gegn sér kynferðislega. Gloria Allred, ein lögmanna kvennanna, sagði þetta hæstu sáttagreiðslu í einkamálum er varða kynferðisbrot og kynferðislega áreitni í bandarískum háskólum.
22% fleiri tilkynningar um heimilisofbeldi
Tilkynningar um heimilisofbeldi, til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, eru 22 prósentum fleiri það sem af er þessu ári, en að meðaltali á sama tíma síðustu þrjú ár. Alls bárust 75 tilkynningar um heimilisofbeldi í janúar, til samanburðar voru þær 65 í janúar í fyrra. Þetta kemur fram í mánaðarskýrslu lögreglunnar.
Ákærður fyrir brot gegn börnum í Austurbæjarskóla
Karlmaður hefur verið ákærður fyrir kynferðislega áreitni og brot gegn barnaverndarlögum með því að hafa farið í heimildarleysi inn í Austurbæjarskóla í Reykjavík í september 2019 og brotið þar gegn þremur nemendum skólans. Málið var þingfest við Héraðsdóm Reykjavíkur í dag.
Rannsakar peningagreiðslur netníðinga til barna
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur nú til rannsóknar fimm kynferðisbrotamál þar sem börn voru lokkuð til að senda nektarmyndir gegn peningagreiðslu. Send var út sérstök viðvörun til foreldra grunnskólabarna í dag.
19.01.2021 - 19:08
Greiða grunnskólabörnum fyrir kynferðislegar ljósmyndir
Nokkur dæmi eru um það hér á landi á síðustu vikum að fullorðið fólk greiði börnum á grunnskólaaldri fyrir að senda sér kynferðislegar ljósmyndir. Leið þeirra að samskiptum við börnin er í flestum tilvikum í gegnum spjall á netinu og þá helst Snapchat og Instagram, eða Tik tok og appið Telegram. Þetta kemur fram í erindi sem skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar hefur sent til skólastjórnenda.
Fimm ára dómi fyrir fjórar nauðganir áfrýjað
Jóhannes Tryggvi Sveinbjörnsson sem var í dag dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir að nauðga fjórum konum sem voru í meðferð á nuddstofu hans hefur áfrýjað dómnum til Landsréttar. Hann dæmdur til að greiða konunum samanlagt 4,3 milljónir króna í miskabætur.