Færslur: Kynferðisbrot

Hundruð kvenna fá bætur frá USC
Stjórnendur háskólans í Suður-Kaliforníu, USC, samþykktu í gær að greiða hundruðum kvenna samanlagt yfir einn milljarð dollara í bætur, jafnvirði nærri 130 milljarða króna. Konurnar sökuðu kvensjúkdómalækni skólans um að hafa brotið gegn sér kynferðislega. Gloria Allred, ein lögmanna kvennanna, sagði þetta hæstu sáttagreiðslu í einkamálum er varða kynferðisbrot og kynferðislega áreitni í bandarískum háskólum.
22% fleiri tilkynningar um heimilisofbeldi
Tilkynningar um heimilisofbeldi, til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, eru 22 prósentum fleiri það sem af er þessu ári, en að meðaltali á sama tíma síðustu þrjú ár. Alls bárust 75 tilkynningar um heimilisofbeldi í janúar, til samanburðar voru þær 65 í janúar í fyrra. Þetta kemur fram í mánaðarskýrslu lögreglunnar.
Ákærður fyrir brot gegn börnum í Austurbæjarskóla
Karlmaður hefur verið ákærður fyrir kynferðislega áreitni og brot gegn barnaverndarlögum með því að hafa farið í heimildarleysi inn í Austurbæjarskóla í Reykjavík í september 2019 og brotið þar gegn þremur nemendum skólans. Málið var þingfest við Héraðsdóm Reykjavíkur í dag.
Rannsakar peningagreiðslur netníðinga til barna
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur nú til rannsóknar fimm kynferðisbrotamál þar sem börn voru lokkuð til að senda nektarmyndir gegn peningagreiðslu. Send var út sérstök viðvörun til foreldra grunnskólabarna í dag.
19.01.2021 - 19:08
Greiða grunnskólabörnum fyrir kynferðislegar ljósmyndir
Nokkur dæmi eru um það hér á landi á síðustu vikum að fullorðið fólk greiði börnum á grunnskólaaldri fyrir að senda sér kynferðislegar ljósmyndir. Leið þeirra að samskiptum við börnin er í flestum tilvikum í gegnum spjall á netinu og þá helst Snapchat og Instagram, eða Tik tok og appið Telegram. Þetta kemur fram í erindi sem skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar hefur sent til skólastjórnenda.
Fimm ára dómi fyrir fjórar nauðganir áfrýjað
Jóhannes Tryggvi Sveinbjörnsson sem var í dag dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir að nauðga fjórum konum sem voru í meðferð á nuddstofu hans hefur áfrýjað dómnum til Landsréttar. Hann dæmdur til að greiða konunum samanlagt 4,3 milljónir króna í miskabætur.
Fimm ára fangelsi fyrir að nauðga fjórum konum
Jóhannes Tryggvi Sveinbjörnsson nuddari var í dag dæmdur í fimm ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness fyrir að nauðga fjórum konum á nuddstofu sinni. Dagmar Ösp Vésteinsdóttir, sem sótti málið fyrir hönd ákæruvaldsins, segir niðurstöðu dómsins í samræmi við kröfur ákæruvaldsins. 
Morðingi ungrar breskrar konu nafngreindur
Karlmaður sem myrti unga breska konu, Grace Millane að nafni, á Nýja Sjálandi fyrir tveimur árum hefur verið nafngreindur. Á sama tíma var upplýst að hann var dæmdur sekur á þessu ári fyrir mjög alvarleg kynferðisbrot gegn tveimur öðrum konum.
22.12.2020 - 04:26
Myndskeið
Skólaliði grunaður um brot gegn barnungri dóttur sinni
Karlmaður á fertugsaldri var handtekinn í þarsíðustu viku, grunaður um að hafa beitt barnunga dóttur sína kynferðislegu ofbeldi. Myndefni sem sýnir barnaníð fannst á heimili hans og er talið að eitthvað af því hafi verið framleitt hér á landi. Maðurinn er starfsmaður í grunnskóla á höfuðborgarsvæðinu og hefur unnið náið með börnum. Hann er ekki grunaður um að hafa brotið gegnum börnum í skólanum.
Landsréttur mildar refsingu í nauðgunarmáli
Landsréttur dæmdi í dag tvo menn á fertugsaldri, Lukasz Soliwoda og Tomasz Walkowski, til tveggja ára fangelsisvistar fyrir að hafa nauðgað unglingsstúlku í Reykjavík í febrúar 2017. Jafnframt þurfa þeir að greiða stúlkunni, sem var yngri en 18 ára þegar brotin voru framin, 1,5 milljónir króna í miskabætur.
11.12.2020 - 17:49
Skilorð fyrir kynferðislega áreitni á þjóðhátíð
Karlmaður á sjötugsaldri var í gær dæmdur til tveggja mánaða skilorðsbundins fangelsis fyrir að áreita 18 ára gamla konu kynferðislega á þjóðhátíð í Vestmannaeyjum fyrir tveimur árum. Auk þess var honum gert að greiða henni 300 þúsund krónur í miskabætur.
Fangelsisvist fyrir að dreifa kynferðislegu myndefni
Sá sem í heimildarleysi dreifir ljósmynd um nekt eða kynferðislega háttsemi annars skal sæta sektum eða fangelsi í allt að tvö ár, og fjögur ár sé brotið stórfellt. Þetta er meðal þess sem Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra leggur til í nýju frumvarpi um breytingu á almennum hegningarlögum, sem hún lagði fram í dag.
Íslendingur dæmdur fyrir kynferðisbrot í Svíþjóð
Dómstóll í Solna í Svíþjóð hefur dæmt 51 árs gamlan Íslending, Ægi Sigurbjörn Jónsson, í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn fjórtán ára dreng. Hann var að auki dæmdur til að greiða drengnum miskabætur.
03.10.2020 - 21:27
Tilkynningum um kynferðisbrot fækkar enn
Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu bárust átta tilkynningar um kynferðisbrot í ágúst. Í sama mánuði í fyrra voru tilkynningarnar 20. Tilkynningar um kynferðisbrot það sem af er ári eru um það bil helmingi færri en þær voru orðnar á sama tíma síðustu þrjú ár.
Barnaníð sem er miklu hræðilegra en fólk ímyndar sér
„Það er verið að nauðga börnum fyrir framan myndavélina og það er eftirspurn eftir þessu. Þess vegna er þetta gert,“ segir Kolbrún Benediktsdóttir saksóknari. Í starfi sínu þarf hún oft að vinna í erfiðum málum og því er hún í miklu návígi við skuggalegustu hliðar tilverunnar. Hún segir þungbært að þurfa að að kynna sér og horfa á barnaníð til að ákvarða refsingu á vörslu þess, og hlýða á þolendur þess og aðstandendur lýsa skelfilegum afleiðingum.
15.09.2020 - 09:11
Ríkislögreglustjóri vill að fleiri leiti til neyðarlínu
Sigríður Björk Guðjónsdóttir, ríkislögreglustjóri, kynnti á ráðstefnu Advania í dag nýja þolendagátt á heimasíðu lögreglu fyrir þolendur kynferðisofbeldis. Gáttin gerir þeim sem hafa kært kynferðisofbeldi að fylgjast með biðtíma málsins í kerfi lögreglu. Vinna við gáttina hefur staðið yfir síðustu tvö ár og verður hún kynnt formlega síðar þegar hún er fullbúin.
Var tilkynntur til lögreglu vegna gruns um annað mál
Tæplega fimmtugur karlmaður, sem nýverið var dæmdur fyrir kynferðisbrot gegn fatlaðri konu í starfi sínu í skammtímavistun á Holtavegi, var tilkynntur til lögreglu vegna gruns um annað brot á sama stað. Málið var látið niður falla. Borgin harmar málið og hefur breytt verkferlum.
Sextíu á biðlista eftir aðstoð Stígamóta
Í fyrsta sinn er biðlisti hjá Stígamótum. Sextíu bíða eftir aðstoð og samtökin þurfa að fjölga starfsfólki. Talsmaður Stígamóta segir að tilkynningar um kynferðisbrot í samkomubanni geti átt eftir að koma fram, en tölur lögreglunnar sýna helmings fækkun tilkynninga í ár.
20.08.2020 - 11:46
Kynferðisbrotum fækkar eftir að samkomubann tók gildi
Tilkynningum um kynferðisbrot hefur fækkað um helming það sem af er ári í samanburði við síðustu þrjú ár. Yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglunnar útilokar ekki að það tengist kórónuveirufaraldrinum. 
19.08.2020 - 18:01
23 á neyðarmóttöku í júlí - eitt meint brot um helgina
Eitt meint kynferðisbrot kom inn á borð Neyðarmóttöku Landspítala fyrir þolendur kynferðisbrota um helgina. Í júlí leituðu þangað 23 sem brotið hafði verið á. Hrönn Stefánsdóttir hjúkrunarfræðingur og verkefnastjóri á neyðarmóttökunni segir að það sé meira en þrefalt fleiri en í sama mánuði í fyrra. Fimm þeirra sem leituðu á neyðarmóttökuna í júlí hafa nú lagt fram kæru.
Kona sakfelld fyrir kynferðisbrot gegn stjúpsyni
Héraðsdómur Reykjaness hefur sakfellt konu um þrítugt fyrir ítrekuð kynferðsbrot gagnvart stjúpsyni á grundvelli brota á lögum sem leggja bann við kynferðismökum við stjúpbarn undir lögaldri. Brotin voru framin þegar hann var 16-17 ára, en konan, sem bjó með föður piltsins, er sex árum eldri. Hún hafði áður kært hann fyrir nauðgun og kynferðislega áreitni og var einnig sakfelld fyrir að hafa borið hann röngum sakargiftum. Konan er nú í sambúð með föður piltsins.
Dómurinn fjalli sérstaklega um synjun réttargæslumanns
Landsréttur felldi í dag úr gildi úrskurð Héraðsdóms Reykjaness varðandi réttargæslumenn fjögurra  kvenna í kynferðisbrotamáli. Héraðsdómur hafði úrskurðað í síðustu viku að lögmaðurinn, Sigrún Jóhannsdóttir, sem var réttargæslumaður kvennanna meðan á lögreglurannsókn stóð, fengi ekki að fengi ekki að gegna því hlutverki í dómsmálinu þar sem hinn ákærði ætlar að leiða hana fram sem vitni í málinu.
Í tveggja ára fangelsi fyrir að nauðga fötluðum nemanda
Héraðsdómur Reykjavíkur hef­ur dæmt karl­mann í tveggja ára fang­elsi fyr­ir að nauðga í þrígang nemanda sínum, ung­um manni, sem glím­ir við þroska­höml­un. Brotin áttu sér meðal annars stað á salerni á Þjóðminjasafninu
Ekki skipuð réttargæslumaður vegna vitnaskyldu
Héraðsdómur Reykjaness úrskurðaði í gær að lögmaður fái ekki skipun sem réttargæslumaður kvenna í kynferðisbrotamáli. Ástæðan er sú að hinn ákærði áformar að leiða lögmanninn fram sem vitni í málinu. Fréttablaðið greindi frá þessu í morgun.
Ákærður fyrir að nauðga fjórum konum
Karlmaður á fimmtugsaldri er ákærður fyrir að hafa nauðgað fjórum konum sem komu til hans í meðhöndlun vegna stoðkerfisvanda. Rannsókn málsins hófst árið 2018, en málin eru frá árinu 2007 til 2017.