Færslur: Kynferðisbrot

23 á neyðarmóttöku í júlí - eitt meint brot um helgina
Eitt meint kynferðisbrot kom inn á borð Neyðarmóttöku Landspítala fyrir þolendur kynferðisbrota um helgina. Í júlí leituðu þangað 23 sem brotið hafði verið á. Hrönn Stefánsdóttir hjúkrunarfræðingur og verkefnastjóri á neyðarmóttökunni segir að það sé meira en þrefalt fleiri en í sama mánuði í fyrra. Fimm þeirra sem leituðu á neyðarmóttökuna í júlí hafa nú lagt fram kæru.
Kona sakfelld fyrir kynferðisbrot gegn stjúpsyni
Héraðsdómur Reykjaness hefur sakfellt konu um þrítugt fyrir ítrekuð kynferðsbrot gagnvart stjúpsyni á grundvelli brota á lögum sem leggja bann við kynferðismökum við stjúpbarn undir lögaldri. Brotin voru framin þegar hann var 16-17 ára, en konan, sem bjó með föður piltsins, er sex árum eldri. Hún hafði áður kært hann fyrir nauðgun og kynferðislega áreitni og var einnig sakfelld fyrir að hafa borið hann röngum sakargiftum. Konan er nú í sambúð með föður piltsins.
Dómurinn fjalli sérstaklega um synjun réttargæslumanns
Landsréttur felldi í dag úr gildi úrskurð Héraðsdóms Reykjaness varðandi réttargæslumenn fjögurra  kvenna í kynferðisbrotamáli. Héraðsdómur hafði úrskurðað í síðustu viku að lögmaðurinn, Sigrún Jóhannsdóttir, sem var réttargæslumaður kvennanna meðan á lögreglurannsókn stóð, fengi ekki að fengi ekki að gegna því hlutverki í dómsmálinu þar sem hinn ákærði ætlar að leiða hana fram sem vitni í málinu.
Í tveggja ára fangelsi fyrir að nauðga fötluðum nemanda
Héraðsdómur Reykjavíkur hef­ur dæmt karl­mann í tveggja ára fang­elsi fyr­ir að nauðga í þrígang nemanda sínum, ung­um manni, sem glím­ir við þroska­höml­un. Brotin áttu sér meðal annars stað á salerni á Þjóðminjasafninu
Ekki skipuð réttargæslumaður vegna vitnaskyldu
Héraðsdómur Reykjaness úrskurðaði í gær að lögmaður fái ekki skipun sem réttargæslumaður kvenna í kynferðisbrotamáli. Ástæðan er sú að hinn ákærði áformar að leiða lögmanninn fram sem vitni í málinu. Fréttablaðið greindi frá þessu í morgun.
Ákærður fyrir að nauðga fjórum konum
Karlmaður á fimmtugsaldri er ákærður fyrir að hafa nauðgað fjórum konum sem komu til hans í meðhöndlun vegna stoðkerfisvanda. Rannsókn málsins hófst árið 2018, en málin eru frá árinu 2007 til 2017.
36 ára karl dæmdur fyrir kynferðisbrot gegn 14 ára
Fertugur karlmaður var dæmdur í 18 mánaða fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn 14 ára stúlku í Landsrétti í dag. Maðurinn var 36 ára þegar brotið var framið. Honum var gert að greiða stúlkunni 1,2 milljónir króna í miskabætur.
12.06.2020 - 16:03
Landsréttur snýr við úrskurði í máli Þorsteins
Landsréttur hefur fellt úr gildi úrskurð Héraðsdóms Reykjaness sem vísaði í lok janúar frá alvarlegasta ákæruliðnum á hendur Þorsteini Halldórssyni. Héraðsdómur þarf því að taka ákæruliðinn til meðferðar.
Sekt í héraði en þriggja ára fangelsi í Landsrétti
Landsréttur sneri við sýknudómi Héraðsdóms Reykjavíkur á föstudag og dæmdi karlmann í þriggja ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn dóttur sambýliskonu sinnar. Þá var hann einnig sakfelldur fyrir að vera með myndir af barnaníði í farsíma sínum og fíkniefnalagabrot.
Kirkjuráð samþykkir að skila bréfi Þóris
Kirkjuráð samþykkti í gær að endursenda óupnað umslag séra Þóris Stephensen, fyrrverandi dómkirkjuprests, sem lagt var fram á síðasta fundi ráðsins. Þetta kemur fram í skriflegu svari samskiptastjóra Biskupsstofu til fréttastofu. 
02.11.2019 - 12:17
Kynferðisbrotamenn eiga ekki að vera prestar
Biskup Íslands ætlar að leggja til við kirkjuráð að bréfi frá séra Þóri Stephensen verði skilað. Hún býst við því að kirkjuráð samþykki tillöguna. Þórir lét biskup vita af bréfinu en hún veit ekki hvað stendur í því. Biskup segir ekki koma til greina að að í þjónustu kirkjunnar séu prestar sem hafa brotið kynferðislega gegn börnum eða öðru fólki.
30.10.2019 - 14:28
Manni sem grunaður er um kynferðisbrot sleppt
Gæsluvarðhald manns á fertugsaldri, sem grunaður er um kynferðisbrot, rann út í dag. Honum hefur verið sleppt úr haldi. Í tilkynningu frá lögreglu segir að rannsókn málsins sé langt komin. Búið sé að yfirheyra alla sem eigi hlut að máli og taka skýrslur af fjórum börnum í Barnahúsi.
Gæsluvarðhald lengt vegna manndrápstilraunar
Maður, sem grunaður er um tilraun til manndráps og sakaður um grófa líkamsárás og kynferðisofbeldi gegn unnustu sinni, hefur verið úrskurðaður í áframhaldandi þriggja vikna gæsluvarðhald.
Hnotskurn: Móðir #metoo langlífust á skjánum
Spennuþáttaröðin Law & Order: Special Victims Unit varð á dögunum langlífasta leikna þáttaröð á besta tíma í bandarísku sjónvarpi. Í Hnotskurn þætti vikunnar er fjallað um áhrif þáttanna á umræðuna í bandarísku samfélagi og raunveruleg kynferðisbrot sem leikin hafa verið eftir í þáttunum:
Sjö ára barnaníðsdómur Kjartans stendur
Mál Kjartans Adolfssonar, sem fékk sjö ára fangelsisdóm í Landsrétti fyrir að nauðga tveimur barnungum dætrum sínum, fer ekki fyrir Hæstarétt. Beiðni Kjartans þar um var í dag hafnað. Dómurinn mun því standa óhaggaður.
20.06.2019 - 14:01
Dómur vegna brots fósturafa staðfestur
Landsréttur staðfesti í dag dóm yfir manni sem hlaut fjögurra ára fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot gegn fósturbarnabarni sínu. Hann hafði verið dæmdur til fangelsisvistarinnar og greiðslu 2,5 milljóna króna miskabóta af Héraðsdómi Norðurlands eystra.
07.06.2019 - 16:51
Hermaður sakaður um kynferðisbrot í Reykjavík
Liðsforingi í kanadíska hernum hefur verið ákærður vegna kynferðisbrots sem sagt er hafa átt sér stað þegar freigátan HMSC Halifax lá við höfn í Reykjavík í fyrra.
28.05.2019 - 13:38
Segir manninn hafa heilaþvegið sig
Karlmaður á þrítugsaldri, sem dæmdur var í fjögurra ára fangelsi á þriðjudag fyrir nauðgun og blygðunarsemisbrot, notaði við brot sín leyninúmer og samskiptamiðla sem ómögulegt er að rekja og faldi þannig viljandi slóð sína. Konan segir manninn hafa heilaþvegið sig og stjórnað sér. Að mati dómsins var ásetningur mannsins einarður og brot hans alvarleg og óvenjuleg. Maðurinn segir samskipti sín við konuna hafa verið hugsunarlaust grín.
23.05.2019 - 15:53
Réttarstaða þolenda verður bætt
Dómsmálaráðherra undirbýr lagabreytingar til að bæða stöðu þeirra sem beittir eru kynferðisofbeldi. Þá hvetur ráðherra lögregluembættin til að auka upplýsingagjöf til þolenda. 
Tilkynningum um kynferðisofbeldi fjölgar mikið
Þrátt fyrir umfangsmiklar aðgerðir til að stemma stigu við kynferðisofbeldi innan bandaríska hersins hefur tilkynningum um slíkt fjölgað gríðarlega. Flestir þolendur voru konur á aldrinum 17-24 ára.
02.05.2019 - 19:10
Viðtal
Verri staða hjá þolendum kynferðisofbeldis
Þolendur kynferðisbrota hafa mun verri réttarstöðu hér á landi en víðast annars staðar á Norðurlöndunum. Þetta segir sérfræðingur í réttarfélagsfræði. Það geti verið þolendum mjög þungbært að fá ekki upplýsingar um stöðu rannsóknar á kynferðisbroti.
29.03.2019 - 19:26
Vill skoða afnám fyrningar kynferðisbrota
Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokks, vill skoða þá hugmynd hvort að breyta eigi lögum þannig að kynferðisbrot fyrnist ekki. Kynferðisbrot fyrnast á tveimur til fimmtán árum og er þá miðað við alvarleika brotsins. Kynferðisbrot gegn börnum fyrnast ekki.
Mál geðfatlaðrar konu í vændi ekki einsdæmi
Mál geðfatlaðrar konu sem talið er að yfir fimmtíu karlar hafa keypt af vændi á stuttum tíma er alls ekkert einsdæmi, segir verkefnastjóri í Bjarkarhlíð. Fatlaðar konur í vændi verða fyrir grófara ofbeldi en aðrar, fá minna borgað og eru oftar sviknar.
13.12.2018 - 12:11
Nuddari ákærður fyrir nauðgun
Nuddari hefur verið ákærður af héraðssaksóknara fyrir að nauðga skjólstæðingi sínum í september 2010. Vísir greinir frá málinu. Í ákærunni segir að nuddarinn hafi fróað manni sem var í meðferð hjá honum, án hans samþykkis.
30.10.2018 - 17:52
Fréttaskýring
20 barnaníðingar dæmdir í Bretlandi
Tuttugu karlar hafa verið sakfelldir og dæmdir til samtals 220 ára fangelsisvistar í Bretlandi fyrir að hafa árum saman níðst á og nauðgað 15 ungum stúlkum. Stúlkurnar áttu allar við erfiðleika að stríða og níðingarnir tældu þær til sín með skipulögðum hætti.