Færslur: Kynferðisafbrot

Erfið reynsla fyrir þolendur að tilkynna kynferðisbrot
Þolendur kynferðisofbeldis eru ólíklegri en þolendur annarra brota til að tilkynna brotin til lögreglu.
23.06.2022 - 21:51
Í far­bann vegna gruns um nauðgun á Akur­eyri
Er­lend­ur ferðamaður hefur verið úrskurðaður í farbann á meðan mál hans er til meðferðar hjá lög­reglu. Maður­inn er sakaður um nauðgun og kyn­ferðis­lega áreitni á skemmti­stað á Ak­ur­eyri í síðasta mánuði.
08.06.2022 - 15:43
Tilkynningum um nauðganir fjölgaði um fimmtung
Alls voru 176 kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu fyrstu þrjá mánuði ársins. Lögreglunni á landsvísu bárust 610 tilkynningar um heimilisofbeldi og ágreinings milli skyldra eða tengdra aðila þessa þrjá mánuði, sem jafngildir sjö slíkum tilkynningum á dag. Um er að ræða 19 prósenta aukningu samanborið við síðustu þrjú ár þar á undan.
Þokast í átt að dómi yfir Ghislaine Maxwell
Nokkuð miðar í átt að niðurstöðu í sakamáli gegn Ghislaine Maxwell sem ákærð er fyrir að hafa aðstoðað barnaníðinginn Jeffrey Epstein við glæpi hans og jafnvel tekið þátt í þeim.
Starfsfólk kaþólsku kirkjunnar braut á 216.000 börnum
Kaþólskir prestar og annað starfsfólk kaþólsku kirkjunnar í Frakklandi hafa brotið kynferðislega á um 216.000 börnum frá árinu 1950, samkvæmt rannsóknarskýrslu sem gefin verður út í dag.
Liðsmaður Lundúnalögreglunnar ákærður fyrir nauðgun
Lundúnalögreglan, stærsta lögreglusveit Bretlandseyja, upplýsti í dag að liðsmaður hennar væri ákærður fyrir nauðgun. Yfirmaður lögreglunnar segir sér brugðið vegna alvarlegra afbrota lögreglumanna en forsætisráðherra hvetur til trausts til lögreglunnar.
Meira tilkynnt um nauðganir og kynferðislega áreitni
Tilkynningum um „nauðganir/kynferðislega áreitni og blygðunarsemisbrot“ hefur farið fjölgandi síðustu ár. Á rúmum áratug hefur slíkum tilkynningum fjölgað úr 13 brotum á mánuði í 33.
Lést af völdum brunasára eftir að hafa kveikt í sér
Andlát 24 ára gamallar konu á Indlandi í gær hefur enn vakið upp reiði í landinu um ofbeldi og virðingarleysi gagnvart konum.
25.08.2021 - 13:59
Ræddu #metoo á þingi: „Skömmin gerenda og réttarkerfis“
Ný #metoo-bylgja var rædd á Alþingi í dag. Þrjár þingkonur ítrekuðu stuðning sinn við þolendur, auk þess sem þær gagnrýndu það hvernig réttarkerfið hefur tekið á kynferðisafbrotamálum.
11.05.2021 - 15:11
Myndskeið
Þetta eru ekki bara skrímsli, þetta eru líka góðir menn
Ný #metoo-bylgja er risin og hún er frábrugðin þeirri fyrri. Aðgerðasinnar segja að sá fjöldi kvenna sem hefur greint frá kynferðisofbeldi síðustu daga, sýni hversu alvarlegur vandinn er. Tími sé kominn til að afnema skrímslavæðinguna sem hefur fylgt umræðu um ofbeldi.
Ákærðir fyrir kynferðisbrot gegn íslenskri konu
Lögreglan á Kanaríeyjum hefur ákært fjóra karlmenn fyrir kynferðisbrot gegn íslenskri konu á fertugsaldri.
05.03.2021 - 07:57
Greiða grunnskólabörnum fyrir kynferðislegar ljósmyndir
Nokkur dæmi eru um það hér á landi á síðustu vikum að fullorðið fólk greiði börnum á grunnskólaaldri fyrir að senda sér kynferðislegar ljósmyndir. Leið þeirra að samskiptum við börnin er í flestum tilvikum í gegnum spjall á netinu og þá helst Snapchat og Instagram, eða Tik tok og appið Telegram. Þetta kemur fram í erindi sem skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar hefur sent til skólastjórnenda.
Myndskeið
Skólaliði grunaður um brot gegn barnungri dóttur sinni
Karlmaður á fertugsaldri var handtekinn í þarsíðustu viku, grunaður um að hafa beitt barnunga dóttur sína kynferðislegu ofbeldi. Myndefni sem sýnir barnaníð fannst á heimili hans og er talið að eitthvað af því hafi verið framleitt hér á landi. Maðurinn er starfsmaður í grunnskóla á höfuðborgarsvæðinu og hefur unnið náið með börnum. Hann er ekki grunaður um að hafa brotið gegnum börnum í skólanum.
23 á neyðarmóttöku í júlí - eitt meint brot um helgina
Eitt meint kynferðisbrot kom inn á borð Neyðarmóttöku Landspítala fyrir þolendur kynferðisbrota um helgina. Í júlí leituðu þangað 23 sem brotið hafði verið á. Hrönn Stefánsdóttir hjúkrunarfræðingur og verkefnastjóri á neyðarmóttökunni segir að það sé meira en þrefalt fleiri en í sama mánuði í fyrra. Fimm þeirra sem leituðu á neyðarmóttökuna í júlí hafa nú lagt fram kæru.
Kona sakfelld fyrir kynferðisbrot gegn stjúpsyni
Héraðsdómur Reykjaness hefur sakfellt konu um þrítugt fyrir ítrekuð kynferðsbrot gagnvart stjúpsyni á grundvelli brota á lögum sem leggja bann við kynferðismökum við stjúpbarn undir lögaldri. Brotin voru framin þegar hann var 16-17 ára, en konan, sem bjó með föður piltsins, er sex árum eldri. Hún hafði áður kært hann fyrir nauðgun og kynferðislega áreitni og var einnig sakfelld fyrir að hafa borið hann röngum sakargiftum. Konan er nú í sambúð með föður piltsins.
Í tveggja ára fangelsi fyrir að nauðga fötluðum nemanda
Héraðsdómur Reykjavíkur hef­ur dæmt karl­mann í tveggja ára fang­elsi fyr­ir að nauðga í þrígang nemanda sínum, ung­um manni, sem glím­ir við þroska­höml­un. Brotin áttu sér meðal annars stað á salerni á Þjóðminjasafninu
Ekki skipuð réttargæslumaður vegna vitnaskyldu
Héraðsdómur Reykjaness úrskurðaði í gær að lögmaður fái ekki skipun sem réttargæslumaður kvenna í kynferðisbrotamáli. Ástæðan er sú að hinn ákærði áformar að leiða lögmanninn fram sem vitni í málinu. Fréttablaðið greindi frá þessu í morgun.
Stytti dóm yfir barnaníðingi um fjóra mánuði
Landsréttur mildaði í dag dóm Héraðsdóms Reykjavíkur yfir karlmanni á sextugsaldri sem sakfelldur er fyrir kynferðisbrot gegn stúlku sem var 15 ára þegar brotið var gegn henni. Héraðsdómur dæmdi manninn til 16 mánaða fangelsisvistar og stytti Landsréttur dóminn í 12 mánuði.
Tilkynningum um kynferðisbrot fjölgaði umtalsvert
Tilkynningum til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um kynferðisbrot fjölgaði talsvert 2018 frá fyrra ári, eða um tuttugu og þrjú prósent. Um það bil helmingur þeirra var vegna nauðgana.
Brotaþolar fái aukna aðild að málum sínum
Þolendur í kynferðisbrotamálum fá meiri aðild að dómsmeðferð í málum sem þá snerta, samkvæmt tillögum stýrihóps um úrbætur í kynferðisofbeldismálum. Tillögurnar voru kynntar á málþingi í Háskólanum á Akureyri í dag.
FBI leitaði á einkaeyju Epsteins
Bandaríska alríkislögreglan, FBI, gerði húsleit á eyjunni Little Saint James, sem var í eigu fjársýslumannsins Jeffrey Epstein. Hann lést í fangelsi á laugardag. Hann var grunaður um að brjóta kynferðislega á fjölda barna. Hann hafði áður verið dæmdur fyrir að níðast á börnum.
Fékk tveggja ára dóm fyrir nauðgun
Karlmaður á fertugsaldri var dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir að nauðga átján ára stúlku í september árið 2017. Maðurinn braut á stúlkunni þar sem hún lá sofandi í rúmi við hlið bróður mannsins.
02.07.2019 - 17:27
Áfrýjar sýknudómi vegna nauðgunar
Spænsk stúlka sem varð fyrir árás fimm manna á San Fermín hátíðinni í Pamplóna fyrir tveimur árum ætlar að áfrýja dómi yfir mönnunum fimm sem í vikunni voru sakfelldir fyrir kynferðislegt ofbeldi gegn henni.
28.04.2018 - 17:50
Tíundu hverri konu í Frakklandi nauðgað
Tíundu hverri konu í Frakklandi hefur verið nauðgað að minnsta kosti einu sinni, samkvæmt niðurstöðum rannsóknar á vegum Jean Jaures stofnunarinnar. Niðurstöðurnar voru birtar í gær. Algengast er að konur hafi orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi af hálfu eiginmanns eða kærasta.
24.02.2018 - 18:26
Ætlar að biðjast afsökunar á kynferðisofbeldi
Malcolm Turnbull forsætisráðherra Ástralíu ætlar formlega fyrir hönd áströlsku þjóðarinnar að biðja tugi þúsunda barna afsökunnar sem orðið hafa fyrir kynferðislegu ofbeldi í stofnunum samfélagsins.
08.02.2018 - 10:34