Færslur: Kynferðisafbrot

23 á neyðarmóttöku í júlí - eitt meint brot um helgina
Eitt meint kynferðisbrot kom inn á borð Neyðarmóttöku Landspítala fyrir þolendur kynferðisbrota um helgina. Í júlí leituðu þangað 23 sem brotið hafði verið á. Hrönn Stefánsdóttir hjúkrunarfræðingur og verkefnastjóri á neyðarmóttökunni segir að það sé meira en þrefalt fleiri en í sama mánuði í fyrra. Fimm þeirra sem leituðu á neyðarmóttökuna í júlí hafa nú lagt fram kæru.
Kona sakfelld fyrir kynferðisbrot gegn stjúpsyni
Héraðsdómur Reykjaness hefur sakfellt konu um þrítugt fyrir ítrekuð kynferðsbrot gagnvart stjúpsyni á grundvelli brota á lögum sem leggja bann við kynferðismökum við stjúpbarn undir lögaldri. Brotin voru framin þegar hann var 16-17 ára, en konan, sem bjó með föður piltsins, er sex árum eldri. Hún hafði áður kært hann fyrir nauðgun og kynferðislega áreitni og var einnig sakfelld fyrir að hafa borið hann röngum sakargiftum. Konan er nú í sambúð með föður piltsins.
Í tveggja ára fangelsi fyrir að nauðga fötluðum nemanda
Héraðsdómur Reykjavíkur hef­ur dæmt karl­mann í tveggja ára fang­elsi fyr­ir að nauðga í þrígang nemanda sínum, ung­um manni, sem glím­ir við þroska­höml­un. Brotin áttu sér meðal annars stað á salerni á Þjóðminjasafninu
Ekki skipuð réttargæslumaður vegna vitnaskyldu
Héraðsdómur Reykjaness úrskurðaði í gær að lögmaður fái ekki skipun sem réttargæslumaður kvenna í kynferðisbrotamáli. Ástæðan er sú að hinn ákærði áformar að leiða lögmanninn fram sem vitni í málinu. Fréttablaðið greindi frá þessu í morgun.
Stytti dóm yfir barnaníðingi um fjóra mánuði
Landsréttur mildaði í dag dóm Héraðsdóms Reykjavíkur yfir karlmanni á sextugsaldri sem sakfelldur er fyrir kynferðisbrot gegn stúlku sem var 15 ára þegar brotið var gegn henni. Héraðsdómur dæmdi manninn til 16 mánaða fangelsisvistar og stytti Landsréttur dóminn í 12 mánuði.
Tilkynningum um kynferðisbrot fjölgaði umtalsvert
Tilkynningum til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um kynferðisbrot fjölgaði talsvert 2018 frá fyrra ári, eða um tuttugu og þrjú prósent. Um það bil helmingur þeirra var vegna nauðgana.
Brotaþolar fái aukna aðild að málum sínum
Þolendur í kynferðisbrotamálum fá meiri aðild að dómsmeðferð í málum sem þá snerta, samkvæmt tillögum stýrihóps um úrbætur í kynferðisofbeldismálum. Tillögurnar voru kynntar á málþingi í Háskólanum á Akureyri í dag.
FBI leitaði á einkaeyju Epsteins
Bandaríska alríkislögreglan, FBI, gerði húsleit á eyjunni Little Saint James, sem var í eigu fjársýslumannsins Jeffrey Epstein. Hann lést í fangelsi á laugardag. Hann var grunaður um að brjóta kynferðislega á fjölda barna. Hann hafði áður verið dæmdur fyrir að níðast á börnum.
Fékk tveggja ára dóm fyrir nauðgun
Karlmaður á fertugsaldri var dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir að nauðga átján ára stúlku í september árið 2017. Maðurinn braut á stúlkunni þar sem hún lá sofandi í rúmi við hlið bróður mannsins.
02.07.2019 - 17:27
Áfrýjar sýknudómi vegna nauðgunar
Spænsk stúlka sem varð fyrir árás fimm manna á San Fermín hátíðinni í Pamplóna fyrir tveimur árum ætlar að áfrýja dómi yfir mönnunum fimm sem í vikunni voru sakfelldir fyrir kynferðislegt ofbeldi gegn henni.
28.04.2018 - 17:50
Tíundu hverri konu í Frakklandi nauðgað
Tíundu hverri konu í Frakklandi hefur verið nauðgað að minnsta kosti einu sinni, samkvæmt niðurstöðum rannsóknar á vegum Jean Jaures stofnunarinnar. Niðurstöðurnar voru birtar í gær. Algengast er að konur hafi orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi af hálfu eiginmanns eða kærasta.
24.02.2018 - 18:26
Ætlar að biðjast afsökunar á kynferðisofbeldi
Malcolm Turnbull forsætisráðherra Ástralíu ætlar formlega fyrir hönd áströlsku þjóðarinnar að biðja tugi þúsunda barna afsökunnar sem orðið hafa fyrir kynferðislegu ofbeldi í stofnunum samfélagsins.
08.02.2018 - 10:34
Fyrrum landsliðslæknir fær 60 ára dóm
Fyrrverandi læknir bandaríska kvennalandsliðsins í fimleikum, Larry Nassar, var í dag dæmdur til 60 ára fangelsisvistar fyrir vörslu barnakláms. Hann bíður dóms fyrir ákæru um að hafa beitt yfir hundrað stúlkur kynferðislegu ofbeldi.
07.12.2017 - 20:35
4.446 konur lýsa kynferðisbrotum gegn sér
Yfir 4.000 konur í Svíþjóð hafa lýst því yfir að hafa orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi og áreitni innan dómskerfisins þar í landi. Konurnar greindu frá brotunum í Svenska Dagbladet. Yfirlýsing kvennanna er innblásin af #MeToo herferðinni.
15.11.2017 - 09:36
Ásakanir um kynferðisbrot skekja Bretland
Ásakanir um kynferðisbrot stjórnmálamanna hafa skekið Bretland að undanförnu og fátt verið meira rætt þar að undanförnu. Fjölmargir áhrifamenn hafa verið sakaðir um kynferðisglæpi. Carl Sargent, ráðherra í velsku heimastjórninni, stytti sér aldur fyrr í þessari viku. Hann var rekinn úr embætti í síðustu viku vegna ótiltekinna ásakanna.
08.11.2017 - 23:28
Harðar tekið á áreitni á breska þinginu
Verði ráðherrar bresku ríkisstjórnarinnar staðnir að því að hafa beitt konur kynferðislegu ofbeldi eða áreitni verða þeir reknir úr ráðuneyti sínu. Þetta kemur fram í bréfi forsætisráðherrans til forseta breska þingsins að sögn Telegraph.
30.10.2017 - 06:39
„Hataðasti maðurinn á internetinu“ í fangelsi
Maður sem átti og rak eina stærstu hefndarklámssíðu heims, hefur verið dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi. Um 350.000 heimsóttu síðuna á degi hverjum, um það leyti sem henni var lokað. Konur sem myndir og myndbönd voru birt af, neyddust margar til að breyta um nafn og skipta um starf.
04.12.2015 - 08:11
Erfitt að ákvarða samþykki
Nauðgunarmál þar sem þolandinn er sofandi eða ofurölvi eru erfiðustu málin að sækja fyrir dómstólum, að mati saksóknara. Erfitt geti verið að ákvarða hvort samþykki hafi legið fyrir eða ekki.
23.11.2015 - 19:06
Skilorðsbundinn dómur fyrir kynferðisbrot
Piltur á táningsaldri var í gær dæmdur í 18 mánaða skilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Austurlands vegna brota gegn barnungri stúlku. Pilturinn játaði brot sín skýlaust. Dómurinn er skilorðsbundinn í fjögur ár en fram kemur í dómnum að hann sæti sálfræðimeðferð sem hafi gengið vel. Með hliðsjón af málavöxtum og ungum aldri piltsins sem taki virkan þátt í meðferð sinni þótti fært að fresta fullnustu refsingar. Honum er gert að sæta eftirliti og áframhaldandi meðferð.
18.11.2015 - 18:42