Færslur: Kynbundinn launamunur

Kvennafrídagurinn – Konur vinna launalaust eftir 15:10
Hinn árlegi kvennafrídagur er í dag en hann fór fyrst fram 24. október 1975. Yfirskrift dagsins að þessu sinni er: „Leiðréttum skakkt verðmætamat“. Konur hafa sex sinnum lagt niður störf á kvennafrídeginum til þess að mótmæla kynbundnu misrétti, fyrst 1975, svo 1985, 2005, 2010, 2016 og 2018. Þá hafa konur gengið út af vinnustöðum, á þeim tíma sem reiknað er að konur hafi unnið fyrir launum sínum, miðað við meðalatvinnutekjur karla.
Launamunur kynja dregst saman - „Þokumst í rétta átt“
Launamunur karla og kvenna hefur dregist saman síðustu ár og á það jafnt við um atvinnutekjur og óleiðréttan og leiðréttan launamun. Forsætisráðherra segir stöðuna þokast í rétta átt.
Knattspyrnukonur með töluvert lægri laun en karlar
Konur sem spila knattspyrnu í efstu deildum á Íslandi hafa marktækt lægri tekjur á mánuði en karlkyns kollegar þeirra. Algengt er að konur í íþróttinni fái á bilinu 1.000-50.000 krónur í tekjur á mánuði. Karlmenn efstu deildum í knattspyrnu fá flestir á bilinu 100.000-200.000 krónur á mánuði.
19.05.2021 - 16:22
Konur og innflytjendur hækka mest því með lægri laun
Tímakaup hefur hækkað frá 14 upp í nærri 30 prósent frá því í mars 2019 þar til í janúar 2021. Á þeim tíma hafa 320 kjarasamningar verið gerðir. Lægstlaunuðu hóparnir hækkuðu mest. Þetta kemur fram í skýrslu Kjaratölfræðinefndar sem kynnt var í morgun. 
Sextíu ár liðin frá setningu laga um launajöfnuð kynja
Með lögum sem Alþingi samþykkti 27. mars 1961, fyrir sextíu árum, var ákveðið að konum og körlum skyldi greiða sömu laun fyrir sömu störf. Þriggja manna launajafnaðarnefnd skyldi ákveða launahækkanir uns fullum jöfnuði yrði náð að sex árum liðnum.
Viðtal
Kynbundinn launamunur á ábyrgð stjórnenda
„Við verðum að setja upp kerfi sem gerir það að refsiverðu athæfi að sjá ekki til þess að kynbundinn launamunur sé ekki til staðar,“ segir Þórarinn Eyfjörð, framkvæmdastjóri Sameykis, í viðtali á Morgunvaktinni á Rás 1. Konur með grunnháskólamenntun hafa svipaðar heildartekjur og karlar sem aðeins hafa lokið grunnskóla. Þórarinn segir að þótt launamunurinn breytist með árunum sé hann alltaf til staðar.
„Við erum stöðnuð í jafnréttismálum“
„Við erum stöðnuð í jafnréttismálum. Það er engin raunveruleg framþróun,“ segir Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, um þann mikla mun á tekjum kvenna og karla sem fréttastofa fjallaði um í gær. Konur í sambúð með meistaragráðu hafa að jafnaði næstum hundrað þúsund krónum lægri heildartekjur á mánuði en karlar í sambúð með grunnháskólamenntun. Konur með grunnháskólamenntun hafa svipaðar heildartekjur og karlar sem aðeins hafa lokið grunnskóla og á landsbyggðinni hafa þeir hærri tekjur en þær.
Forsætisráðuneytið lætur Hagstofu rannsaka launamun
Forsætisráðuneytið undirritaði í gær samning við Hagstofu Íslands um að gera rannsókn á launamun kvenna og karla. Um er að ræða fyrstu rannsókn á launamun kynjanna frá því að lög um jafnlaunavottun tóku gildi árið 2018.
Lítill munur milli ráðuneyta og á kynjum
Lítill launamunur er á milli ráðuneyta hjá háskólamenntuðum starfsmönnum þeirra. Þá er launamunur kynjanna tvö til þrjú prósent körlum í vil. Þetta kemur fram í könnun Félags háskólamenntaðra starfsmanna stjórnarráðsins, FHSS. Í því eru fimm til sexhundruð starfsmenn í ráðuneytum og stofnunum. Flestir þeirra eru sérfræðingar eða stjórnendur.
16.06.2019 - 11:55
Launamunur kynjanna nánast óbreyttur
Kynbundinn launamunur félagsmanna VR mælist 10 prósent en var 11,3 prósent á síðasta ári, samkvæmt launakönnun félagsins. Í tilkynningu frá VR segir að breytingin á milli ára sé ekki marktæk og að fara þurfi aftur til ársins 2001 til að sjá marktæka breytingu. Það ár mældist kynbundinn launamunur innan VR 13,8 prósent.
08.05.2018 - 11:22
Enginn kynbundinn launamunur hjá Kópavogsbæ
Enginn launamunur er á milli kynja hjá Kópavogsbæ þegar borið er saman starfsfólk í sambærilegum störfum, á sama aldri, með sömu starfsreynslu og færni. Þetta kemur fram í niðurstöðum nýrrar launarannsóknar sem Rannsóknamiðstöð Háskólans á Akureyri vann fyrir Kópavogsbæ og var kynnt í morgun á fundi jafnréttis- og mannréttindaráðs. Karlar eru í meirihluta þeirra sem vinna í tekjuhæstu starfsgreinunum.
07.02.2018 - 12:16
15% karla með yfir milljón í mánaðarlaun
Óleiðréttur launamunur kynjanna var 16,1 prósent í fyrra en hafði verið 17 prósent árið 2015. Munurinn var rúm 16 prósent bæði á almennum vinnumarkaði og hjá ríkisstarfsmönnum. Þetta kemur fram á vef Hagstofunnar. Hjá starfsmönnum sveitarfélaga var munurinn rúm 8 prósent.
Konur hjá SFR vinna launalaust í 31 dag á ári
Samkvæmt árlegri launakönnun SFR stéttafélag og Starfsmannafélags Reykjavíkur jafngildir óútskýrður launamunur því að konur í SFR fái ekki laun frá 17. nóvember til ársloka.
28.09.2016 - 10:55