Færslur: kynbundið ofbeldi

Úttekt sýnir einelti og kvenfyrirlitningu hjá Eflingu
Fyrrverandi formaður Eflingar segir starfsfólk skrifstofu félagsins hafa verið á ofurlaunum og að það hafi breytt verkalýðshreyfingunni í sjálftökumaskínu.   Varaformaður félagsins segir það fjarri lagi. Ný úttekt sýnir að einelti og kvenfyrirlitning viðgekkst á skrifstofu Eflingar.
Viðtal
Þolandi kynferðisofbeldis fái meiri aðstoð
Ráðist verður í forvarnir og vitundarvakningu gegn kynferðisbrotum og kynbundnu ofbeldi og áreitni. „Við heyrum mikla óánægju frá þolendum kynferðisbrota og viljum reyna að horfa dálítið heildstætt á þetta, þróa áfram lausnir og íbúar sitji við sama borð. Að við séum að hlusta á okkar viðskiptafólk, finna út úr hvað við getum gert betur og öðru vísi.“
Sjónvarpsfrétt
Þúsundir minntust myrtrar konu á Írlandi
Mikil sorg og reiði ríkir á Írlandi eftir að ung kona var myrt þegar hún var úti að hlaupa í vikunni. Mikil umræða er í landinu um öryggi kvenna í almannarými.
15.01.2022 - 19:40
Ríkið hafi gert mistök við rannsókn ofbeldisbrota
Upplýsingafulltrúi dómsmálaráðuneytisins segir að mistök hafi verið gerð við rannsókn á ofbeldi í nánu sambandi. Málið er eitt af þeim ofbeldismálum sem níu konur kærðu til Mannréttindadómstóls Evrópu á árinu, eftir að málin voru látin niður falla í íslensku réttarkerfi. Frá þessu greinir CNN í nýrri umfjöllun um kynbundið ofbeldi á Íslandi.
Sjónvarpsfrétt
Reiði okkar er sjálfsvirðing
Þrjú þúsund og sjö hundruð konur voru myrtar í Mexíkó í fyrra, samkvæmt skýrslu mannréttindasamtakanna Amnesty International. Ung kona sem var skotin á mótmælum gegn ofbeldi, heldur mótmælum áfram og kveðst gera það til að verja reisn sína.
Kolsvört skýrsla um stjórnarhætti á Menntamálastofnun
Allir áhættuþættir sem snerta stjórnun Menntamálastofnunar eru merktir rauðir í áhættumati sem unnið var fyrir menntamálaráðuneytið, sem er til marks um alvarleg vandamál sem krefjast skjótra viðbragða. Alvarleg veikindi í hópi starfsfólks eru rakin til óstjórnar forstjórans, sem meirihluti starfsfólksins vantreystir. Þetta kemur fram í skýrslu mannauðsfyrirtækisins Auðnast, sem vann áhættumatið. Fréttablaðið greinir frá.
KSÍ vill að nefnd fari yfir viðbrögð vegna ofbeldismála
Stjórn Knattspyrnusambands Íslands hefur óskað eftir því við Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands að stofnuð verði nefnd til að gera úttekt á viðbrögðum og málsmeðferð sambandsins vegna kynferðisofbeldismála tengdum leikmönnum landsliða. Þetta kemur fram í tilkynningu frá KSÍ.
21.09.2021 - 22:02
Sjónvarpsfrétt
„Þetta skiptir mjög miklu máli“
Fyrstu íbúar flytja inn í nýtt áfangaheimili Kvennaathvarfsins í næstu viku. Þar geta konur búið með börn sín í allt að ár eftir að dvöl þeirra í athvarfinu lýkur og þegar hafa fimm íbúðir verið leigðar út. Dæmi eru um að konur búi með nokkur börn í litlum herbergjum athvarfsins mánuðum saman.  
Viðtal
Forsetinn segir: Ekki vera fáviti
Brýnt er að bæði sé hægt að styðja fulltrúa Íslands í íþróttum og þolendur ofbeldis. Þetta segir Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands. Mikill heiður sé að vera fulltrúi Íslands í fótbolta en þeim heiðri fylgi ábyrgð og sú skylda að vera ekki fáviti. Hann segir að sér hafi orðið illa við þegar hann heyrði af ásökunum um ofbeldis- og kynferðisbrot landsliðsmanna í fótbolta. Hann segir það vonbrigði hvernig málin þróuðust hjá KSÍ.
Viðtal
Mikilvægt að uppræta nauðgunarmenningu
Þórhildur Gyða Arnarsdóttir, sem gagnrýndi á föstudag formann KSÍ fyrir að segja í Kastljósi að engar tilkynningar hefðu borist um kynferðisbrot landsliðsmanna, tók þátt í samstöðufundi fyrir utan höfuðstöðvar KSÍ í dag. Hún segir mikilvægt að sýna öðrum þolendum stuðning. Hún er bjartsýn á að málin horfi til betri vegar. „Þetta hefur áhrif á alla fótboltamenninguna í landinu okkar og auðvitað viljum við að hún sé góð og hún sé ekki uppfull af einhverri nauðgunarmenningu eða gerandameðvirkni.“
02.09.2021 - 18:19
Sárt þegar hetjur falla af stalli
Nota á umræðuna um ofbeldismál innan knattspyrnuhreyfingarinnar sem tækifæri til að efla fræðslu og vekja börn til meðvitundar um heilbrigð samskipti. Þetta segir formaður faghóps sem kanna á ofbeldismál og kynferðisbrot innan KSÍ.
Sjónvarpsfrétt
„Það er ekkert ofbeldi án geranda“
Það er ekkert ofbeldi án geranda. Þetta segir Eygló Harðardóttir fyrrverandi félagsmálaráðherra, en í dag voru kynntar viðamiklar aðgerðir fyrir gerendur í ofbeldismálum. Skortur hefur verið á úrræðum fyrir þennan hóp.
Sósíalistaflokkurinn vill stofnun ofbeldiseftirlits
Sósíalistaflokkurinn leggur til að ofbeldiseftirlit verði stofnað sem geti brugðist við þar sem sýnt sé að ofbeldi og áreiti vaði uppi. Eftirlitið hafi vald til að fjarlægja ofbeldismenn, svipta staði starfsleyfi og tryggja öryggi með öðrum leiðum.
Myndskeið
Þetta eru ekki bara skrímsli, þetta eru líka góðir menn
Ný #metoo-bylgja er risin og hún er frábrugðin þeirri fyrri. Aðgerðasinnar segja að sá fjöldi kvenna sem hefur greint frá kynferðisofbeldi síðustu daga, sýni hversu alvarlegur vandinn er. Tími sé kominn til að afnema skrímslavæðinguna sem hefur fylgt umræðu um ofbeldi.
Heimskviður
Lífseigur boðskapur Rauðhettu og úlfsins
Fjölmenn mótmæli fóru fram í Ástralíu og Bretlandi í síðustu viku. Þó aðskilin mál hafi orðið mótmælendum innblástur eiga þau sameiginlegt að snúast um ofbeldi á konum. Breskar konur hafa mótmælt því að geta ekki verið öruggar á götum úti og segja ólíðandi að konur eigi alltaf að hafa varann á vegna yfirvofandi ógnar, eins og í ævintýrinu um Rauðhettu og úlfinn.