Færslur: Kvótakerfið

Spyr hvort samstaða sé á Alþingi um nýtt kvótakerfi
Þingmenn spurðu forsætisráðherra um fyrirhugað auðlindaákvæði og umbætur á kvótakerfinu í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í dag. Forsætisráðherra sagði að það væri mikilvægt að sem breiðust samstaða skapaðist um að auðlindir væru eign þjóðarinnar og enginn gæti fengið þær afhentar með varanlegum hætti. „Þá væri kannski hugsanlega hægt að grafa þá þrætu, varanlega í íslenskri pólitík, ef Alþingi gæti komi sér saman um að samþykkja slíkt ákvæði.“
Samherjamálið kalli ekki á grundvallarbreytingar
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir það ekki trufla sig persónulega að einhverjir hafi hagnast á kvótakerfinu. Að hans mati kalli Samherjamálið ekki á nýja stjórnarskrá eða grundvallarbreytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu, sem hann telur vel heppnað í öllum aðalatriðum. Hins vegar komi til álita að stærri útvegsfyrirtæki verði látin lúta sömu kröfum og fyrirtæki á markaði eða að þeim verði gert að skrá sig á markað, nái þau ákveðinni stærð.
Stærstu kvótaeigendur - HB Grandi og Samherji
HB Grandi á mestan kvóta samkvæmt samantekt Fiskistofu, 10,9%, og Samherji er í öðru sæti með 6,3%. Næstu útgerðir eru Síldarvinnslan í Neskaupstað, Þorbjörn í Grindavík og FISK Seafood á Sauðárkróki.
05.03.2018 - 15:08
Telur koma til greina að reyna uppboð á kvóta
Steingrímur J. Sigfússon, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, segir vel koma til greina að reyna uppboð á fiskveiðiheimildum í litlum mæli hér á landi í anda þess sem gert var í Færeyjum. Íslensk löggjöf komi í veg fyrir að slíkur kvóti geti lent í eigu útlendinga eins og gerðist í Færeyjum.
04.08.2016 - 13:22