Færslur: kvikuinnskot

Töluvert aukin skjálftavirkni á Reykjanesskaga
Upp úr klukkan ellefu í kvöld jókst skjálftavirkni á Reykjanesskaga verulega. Fram að þessu hafa sex skjálftar yfir þremur mælst, þar af þrír yfir fjórum. Engin merki eru um gosóróa.
Landris nemur fjórum sentimetrum í kringum Svartsengi
Fjögurra sentimetra landris mælist í kringum Svartsengi.
Landris og kvikusöfnun skammt frá Bláa lóni og HS Orku
Nærri einn og hálf milljón rúmmetra af kviku hefur safnast upp nokkra kílómetra undir yfirborði skammt frá Bláa lóninu. Land hefur risið um nokkra sentimetra. Þetta sýnir nýtt líkan jarðvísindamanna sem gert var í morgun. Kristín Jónsdóttir hópstjóri náttúruvárvöktunar á Veðurstofunni segir að þó að þetta sé nauðsynlegur undanfari eldgoss sé óvíst hvort það endi þannig.
Innskot kviku gætu ógnað innviðum
Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur segir gangainnskot á Reykjanesskaga mögulega geta ógnað mikilvægum innviðum á höfuðborgarsvæðinu og á Suðurnesjum. Innskotin geti haft áhrif á kerfi sem fæða vatns- og hitaveitur ásamt jarðvarmavirkjunum hvort sem þau leiði til eldgoss eða ekki.
Sjónvarpsfrétt
Óvenjuleg merki í Torfajökulsöskjunni
Óvenjuleg smáskjálftahrina stendur yfir á Torfajökulssvæðinu norðan Mýrdalsjökuls. Hún veldur vísindamönnum heilabrotum og ástæðan gæti verið breytingar á jarðhita eða kvikuinnskot.
Tíðir skjálftar á Torfajökulssvæðinu valda heilabrotum
Vísindamenn fljúga yfir Torfajökulssvæðið norðan Mýrdalsjökuls í dag til að athuga hvort þar eru einhverjar sjáanlegar breytingar. Þar mælast nú nokkrir lágtíðniskjálftar á klukkustund. Kristín Jónsdóttir fagstjóri jarðvár á Veðurstofunni segir að ástæður virkninnar gætu verið kvikuinnskot, skriða og breytingar á jarðhitasvæði.