Færslur: kvikugangur
Hraunið gæti flætt úr dalnum á 8 til 18 dögum
Hraun gæti flætt út úr Geldingadölum eftir átta til átján daga miðað við núverandi rennsli. Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur segir dæmi um að svo dræmt rennsli eins og í þessu gosi hafi getað haldið gospípu opinni í tugi ára. Kvikugangurinn er líklega storknaður segir hann.
23.03.2021 - 22:34
Mikilvægt að fá nýjar gervihnattamyndir sem fyrst
Kvikugangurinn á Reykjanesskaga er enn að stækka en ekki er alveg ljóst með hvaða hætti. Einhver bið gæti orðið eftir nýjum gervihnattamyndum af svæðinu. Ákveðið áhyggjuefni, segir sérfræðingur.
12.03.2021 - 18:59
Getur gosið án fyrirboða
Kvikan sem streymir upp í kvikuganginn milli Keilis og Fagradalsfjalls jafnast á við allt að fjórfalt meðalrennsli Elliðaánna. Jarðeðlisfræðingur segir eldgos ekki þurfa að hafa skýra fyrirboða.
09.03.2021 - 19:20
Lítið þarf til að kvikan komi upp á yfirborðið
Kristín Jónsdóttir, hópstjóri jarðvár á Veðurstofu Íslands, segir að ekki þurfi mikið til að þess að kvika nái upp á yfirborðið því að hún sé á aðeins eins kílómetra dýpi við Fagradalsfjall.
09.03.2021 - 10:42
Órói við Fagradalsfjall í morgun
Óróahviða hófst við Fagradalsfjall rétt fyrir hálfsex í morgun og lauk um sjöleytið. Hviðan er merki um að kvikugangurinn sé að stækka.
09.03.2021 - 08:07
Segir kvikuganginn breiðan og langan
Kvikugangurinn sem valdið hefur skjálftahrinunni á Reykjanesskaga er líklega orðinn allt að eins og hálfs metra breiður og skríður nokkra kílómetra undir yfirborðinu í átt að Keili. Fimm skjálftar af stærðinni fjórir eða meira hafa orðið síðan á miðnætti. Þó hefur enginn skjálfti yfir þremur orðið síðan í hádeginu.
02.03.2021 - 19:18