Færslur: kvikmyndir

Myndskeið
Bið eftir bíómyndum vegna kórónuveirufaraldursins
Framboð á kvikmyndum er umtalsvert minna í kvikmyndahúsum nú en á sama tíma í fyrra. Þónokkrar stórmyndir eru tilbúnar til sýninga en bíða frumsýningar í Bandaríkjunum.
15.09.2020 - 19:49
Kvikmyndahús opnuð að nýju smám saman
Fyrsta stórmyndin sem kemur frá Hollywood í sex mánuði var frumsýnd fyrir nokkrum dögum.
Kletturinn og allt hans fólk smitaðist af Covid-19
Bandarísk-kanadíski leikarinn Dwayne Johnson smitaðist af Covid-19. Hann segist vera búinn að ná sér og sé hættur að smita.
Netflix frumsýnir mynd eftir bróður forsetafrúarinnar
Kvikmynd byggð á skáldsögunni Ég er að spá í að slútta þessu er tilbúin til sýningar. Um er að ræða spennusögu eftir Iain Reid, bróður Elizu Reid forsetafrúar Íslands.
06.08.2020 - 16:12
Hildur Guðnadóttir hlaut sjónvarpsverðlaun BAFTA
Hildur Guðnadóttir tónskáld hlaut í gærkvöld sjónvarpsverðlaun BAFTA fyrir tónlistina í þáttunum Chernobyl. Verðlaunahátíðin var haldin með stafrænum hætti vegna kórónuveirufaraldursins.
Færeysk glæpasería í burðarliðnum
Nú ætla Færeyingar að hasla sér völl í gerð glæpaþátta. Þáttaröðin TROM sem byggir á bókum Jógvans Isaksen um rannsóknarblaðamanninn Hannis Martinsson verður dýrasta kvikmyndaverkefni sem Færeyingar hafa lagt í hingað til.
24.06.2020 - 02:19
Kvikmyndahátíðin í Feneyjum undirbúin
Vonarneisti hefur kviknað um um að bjartara sé framundan í kvikmyndaheiminum með þeirri ákvörðun að halda kvikmyndahátíðina í Feneyjum þrátt fyrir kórónuveirufaraldurinn.
30.05.2020 - 04:23
COVID ráðgjafar nýja starfstéttin í Hollywood
Mikill fjöldi starfsfólks kemur jafnan að gerð hverrar kvikmyndar og sjónvarpsþáttar, auk leikara og leikstjóra. Kvikmyndatökumenn, ljósameistarar, förðunarfræðingar og hárgreiðslufólk eru bara nokkrir þeirra sem eiga þar líka hlut að máli. Nú hefur ný starfsgrein bæst í hópinn. Þetta eru COVID-19 ráðgjafarnir sem eiga að sjá um að halda tökustaðnum veirufríum.
28.05.2020 - 11:28
Fjórar Hollywood-myndir með augastað á Íslandi
„Við erum í dauðafæri,“ segir Leifur Dagfinnsson, kvikmyndaframleiðandi hjá framleiðslufyrirtækinu True North en erlend kvikmyndatökulið geta nú komið til Íslands og unnið í svokallaðri B-sóttkví. Leifur segir áhugann mikinn en að stjórnvöld verði líka að bregðast við samkeppninni frá öðrum löndum og hækka endurgreiðsluhlutfall.
15.05.2020 - 09:05
Leikarinn Irrfan Khan látinn
Indverski leikarinn Irrfan Khan er látinn 53 ára að aldri. Hann var einn þekktasti Bollywood-leikari samtímans en lék einnig í Hollywood-myndum á borð við Slumdog Millionaire, Life of Pi og Jurassic World.
29.04.2020 - 09:26
Myndskeið
Búningarnir úr Chernobyl nýtast heilbrigðisstarfsfólki
Geislavarnarbúningarnir úr sjónvarpsþáttunum Chernobyl hafa nú fengið nýtt hlutverk. Framleiðendur búninganna gáfu þá til heilbrigðisstarfsfólks í Evrópu sem nota þá til varnar kórónuveirunni.
07.04.2020 - 22:33
Iðinn netverji bætti rassi á kettina í Cats
Geir Finnsson tölvuleikja-, tækni-, og afþreyingarnörd RÚV núll er vikulegur gestur í Núllstillingunni. Í þætti dagsins fór hann vítt og breitt um afþreyingariðnaðinn og ræddi allt á milli skapandi tölvuleikja og raunveruleikaþátta.
06.04.2020 - 15:12
Lestin
Skrifar fyrir Hulu og færir bók Yrsu á hvíta tjaldið
Það er nóg að gera hjá kvikmyndagerðarmanninum Erlingi Óttari Thoroddsen, þessa dagana. Fyrir áramót gaf Blumhouse Productions út hrollvekjuna Midnight Kiss, eftir handriti Erlings, á streymisveitunni Hulu. Nýverið keypti Metro-Goldwyn-Mayer réttinn að kvikmynd hans Rökkri og réð hann til að aðlaga hana bandarískum markaði. Þá vinnur hann nú að kvikmynd eftir bók Yrsu Sigurðardóttur, Kulda, ásamt Sigurjóni Sighvatssyni. Erlingur skrifar handritið og mun jafnframt leikstýra myndinni.
Rómantískar myndir í rauðri Valentínusar-viðvörun
Valentínusardagurinn er genginn í garð með stórglæsilegri rauðri veðurviðvörun. Ætla má að flestir haldi sig heima í rólegheitum við slíkar aðstæður og því höfum við tekið saman nokkrar rómantískar, og nokkrar ekki jafn rómantískar, kvikmyndir sem hægt er að gæða sér á.
14.02.2020 - 15:22
Fimmta þáttaröðin um krúnuna verður sú síðasta
Imelda Staunton leikur Elísabetu II Bretlandsdrottningu í fimmtu þáttaröðinni um Crown. Þetta tilkynntu framleiðendur þáttanna á Facebook í dag og segja jafnframt að fimmta þáttaröðin verði sú síðasta. 
31.01.2020 - 15:46
Marvel kemur með Köngulóarmanninn til Íslands
Ísland verður einn af tökustöðum þriðju myndarinnar um Köngulóarmanninn, Spiderman, sem er ein af söguhetjunum í Marvel-kvikmyndasöguheiminum. Þetta þykir gefa vísbendingu um hver þrjóturinn í myndinni verður. Tom Holland verður sem fyrr í búningi Köngulóarmannsins. Ráðgert er að tökur hefjist í sumar.
17.01.2020 - 12:24
Lestin
Herörin gegn ofbeldismyndum á Íslandi
Þann 23. mars 1983 voru lög um bann við ofbeldismyndum samþykkt. Tveimur árum síðar var birtur svonefndur bannlisti, með 67 kvikmyndum, sem ólöglegt var með öllu að dreifa eða sýna á Íslandi. Rassía var gerð á vídeóleigum og Páll Óskar Hjálmtýsson var kallaður til lögreglu.
30.11.2019 - 09:06
Þórdís Kolbrún hitti George Clooney
Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir iðnaðarráðherra hitti stórleikarann George Clooney þegar hún kynnti sér starfsemi kvikmyndaframleiðslufyrirtækisins True North á Austurlandi í dag. Leikarinn er við kvikmyndatökur hér á landi þessa dagana. 
30.10.2019 - 18:15
Ljóstra upp nafni næstu James Bond myndar
Nýjasta kvikmyndin um James Bond hefur fengið titilinn No Time to Die. Framleiðendur myndarinnar greindu frá þessu á Twitter í dag.
20.08.2019 - 22:15
Viðtal
Bíóást: Feðgarnir báðir í hlutverki Jesú
„Ég lék sjálfur Jesú í uppfærslu Borgarleikhússins á Jesus Christ Superstar árið 1995. Það hlutverk hafði alls engin áhrif á mig,“ grínast Pétur „Jesús“ Örn Guðmundsson tónlistarmaður. Kvikmyndin verður sýnd í Bíóást á föstudaginn langa.
19.04.2019 - 10:00
Glás til að glápa á í páskafríinu
Fram undan er fimm daga helgi og ef það er einhvern tíman tilefni til þess að hámhorfa kvikmyndir og sjónvarpsþætti þá er það líklegast í páskafríinu. Við tökum hér saman nokkrar kvikmyndir og þætti sem þú ættir ekki að láta fram hjá þér fara.
18.04.2019 - 10:30
Bíóást: Hittir mann beint í hjartastað
Kvikmyndin Secrets & Lies er í miklu uppáhaldi hjá Magnúsi Karli Magnússyni prófessor. „Ég sá hana veturinn '96-'97 og varð alveg hugfanginn eins og held ég margir sem hafa séð mynd eftir þennan snilldar leikstjóra.“
12.04.2019 - 10:08
Sjáðu nýju Tímon og Púmba
Margir bíða í ofvæni eftir leikinni endurgerð Lion King sem væntanleg er í kvikmyndahús þann 19. júlí. Nú hefur Disney samsteypan birt nýja stiklu fyrir myndina þar sem við fáum að kynnast kunnuglegum persónum.
10.04.2019 - 14:51
Kaupir kvikmyndaréttinn að bók Ásdísar Höllu
Sigurjón Sighvatsson kvikmyndaframleiðandi hefur keypt kvikmyndaréttinn að bók Ásdísar Höllu Bragadóttur. Bókin ber titilinn Tvísaga: móðir, dóttir, feður. Bókin segir frá móður Ásdísar Höllu í Höfðaborginni sem á í baráttu við barnaverndarnefnd og bræðrum hennar sem sendir voru í fóstur á Silungapoll. Bókin fjallar jafnframt um leit Ásdísar Höllu að uppruna sínum.
09.04.2019 - 18:44
Greg Silverman kaupir réttinn á bók Ragnars
Greg Silverman, fyrrverandi forstjóri kvikmyndarisans Warner Brothers, hefur tryggt sér réttinn á Dimmu eftir Ragnar Jónasson.
11.03.2019 - 17:14