Færslur: kvikmyndir

Sjónvarpsfrétt
Segir sundlaugarnar á Krossnesi og Hofsósi fallegastar
Evrópubúar hittast á torgum en Íslendingar hittast í sundi, segir kvikmyndagerðarmaður sem frumsýndi heimildarmynd um sundlaugar landsins í dag. Við gerð myndarinnar heimsótti hann yfir 80 sundlaugar og að hans mati er laugin á Krossnesi á Ströndum og laugin á Hofsósi fallegastar.
02.10.2022 - 17:52
Ljósár ekki fengið sýningaleyfi í 14 löndum
Nýjasta teiknimyndin úr smiðju Pixar, Ljósár, fær ekki dreifingu í allt að fjórtán löndum í Asíu og Mið-Austurlöndunum. Ólíklegt er að myndin fái sýningarleyfi í Kína, sem er stærsti kvikmyndamarkaður heims.
14.06.2022 - 09:41
Heimskviður
Ein best heppnaða hernaðaraðgerð síðari heimsstyrjaldar
Hvað eiga Adolf Hitler, heimilislaus maður sem lést eftir að hafa innbyrt rottueitur, augnhár og Ian Flemming, höfundur James Bond, sameiginlegt? Þau koma öll við sögu í hernaðaraðgerð sem er talin ein sú best heppnaða í sögu síðari heimsstyrjaldarinnar. Nýlega var frumsýnd bíómyndin Operation Mincemeat, sem byggist á þessari sögu. Þó skiptar skoðanir séu á því hvort hernaðaraðgerðin breytti miklu um framgang heimsstyrjaldarinnar á hún alveg skilið að vera rifjuð upp.
Krefur Kanadastjórn um 28 milljón dala bætur
Maður ættaður frá Norður-Afríkuríkinu Máritaníu hyggst höfða mál gegn ríkisstjórn Kanada. Ástæða málssóknarinnar er meintur þáttur Kanada í því að manninum var haldið föngnum í Guantanamo-fangelsinu í fjórtán ár án dóms og laga.
Samkynhneigð Dumbledores ritskoðuð í Kína
Tilvísanir í ástarsamband galdramannsins Dumbledore voru klipptar út úr nýjustu Fantastic Beasts kvikmyndinni, fyrir sýningar í Kína. Tuttugu ár eru síðan hætt var að skilgreina samkynhneigð sem geðsjúkdóm í Kína.
14.04.2022 - 15:38
Sjónvarpsfrétt
Málstol oftast afleiðing heilablóðfalls
Málstol gerir það að verkum að viðkomandi getur átt í erfiðleikum með að finna réttu orðin og meðtaka upplýsingar og er langoftast afleiðing heilablæðingar. Kvikmyndaleikarinn Bruce Willis er sestur í helgan stein vegna málstols
31.03.2022 - 19:22
Myndskeið
Will Smith sló Chris Rock á Óskarnum
Svo virðist sem leikurunum Will Smith og Chris Rock hafi lent saman á sviðinu þar sem Óskarsverðlaunin voru afhent í gærkvöld. Sá síðarnefndi stóð á sviðinu þegar Smith gekk ákveðnum skrefum í átt til hans og sló hann bylmingshögg í andlitið.
Eiginmaður Halynu Hutchins afar reiður við Baldwin
Eiginmaður Halynu Hutchins, tökustjóra sem lést af voðaskoti við gerð kvikmyndarinnar Rust í ágúst segist afar reiður leikaranum Alec Baldwin sem hefur borið af sér alla ábyrgð á atvikinu.
„Power of the dog“ fékk flestar tilnefningar
Kvikmyndin The Power of the Dog hlaut flestar tilnefningar til óskarsverðlaunanna, eða tólf talsins. Tilnefningarnar voru kynntar nú laust eftir hádegið. Myndin er vestri sem gerist í Montana á þriðja áratug síðustu aldar.
08.02.2022 - 15:49
Útvarpspistill
Vinsælasta Disney-lagið í áratugi
Í fyrsta sinn í ein þrjátíu ár er lag úr Disney-teiknimynd á toppi bandaríska vinsældarlistans. Lagið Við tölum ekki um Bruno úr teiknimyndinni Encanto er sömuleiðs í efsta sæti breska vinsældarlistans.
05.02.2022 - 12:18
Látið sem Ferrell vilji syngja fyrir Íslands hönd
Bandaríski gamanleikarinn Will Ferrell virðist halda áfram að sýna áhuga sinn á þátttöku Íslands í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva. Spurt var undir hans nafni á Twitter í kvöld hvort hann mætti syngja fyrir hönd landsins í keppninni í ár. Þarna fer þó ekki leikarinn sjálfur.
Vopnavörður kvikmyndarinnar Rust stefnir vopnabirgi
Hannah Gutierrez-Reed, vopnavörður við gerð kvikmyndarinnar Rust hefur stefnt vopnabirgjanum Seth Kenney. Hún sakar hann um að hafa vísvitandi látið raunverulegar byssukúlur liggja innan um gerviskot.
Dýrið færist nær tilnefningu til Óskarsverðlauna
Íslenska kvikmyndin Dýrið eftir Valdimar Jóhannsson komst á stuttlistann svokallaða hjá bandarísku kvikmynda akademíunni, sem notaður verður við val á tilnefningum til Óskarsverðlauna. Myndin er í flokknum Alþjóðlegar kvikmyndir, ásamt 14 öðrum kvikmyndum sem sköruðu fram úr á árinu.
21.12.2021 - 23:33
Aðventustjórnin ætlar að gefa Hollywood undir fótinn
Ný ríkisstjórn, sem kynnt var á Kjarvalsstöðum í gær, ætlar að efla „alþjóðlega samkeppnishæft stuðningskerfi við framleiðslu kvikmynda-og sjónvarpsefnis.“ Þetta kemur fram í stjórnarsáttmálanum. Styðja á enn frekar við greinina með hærri endurgreiðslum á „skýrt afmörkuðum þáttum“ til að stuðla að því að fleiri stór verkefni verði unnin alfarið á Íslandi.
29.11.2021 - 08:07
Hefur ekki hugmynd um hvers vegna skot var í byssunni
Hannah Gutierrez-Reed, vopnasérfræðingur við gerð kvikmyndarinnar Rust, segist ekki hafa minnstu hugmynd um ástæður þess að raunveruleg kúla var í skotvopninu sem varð tökustjóranum Halynu Hutchins að bana 21. október síðastliðinn.
Halls sagt upp vegna brota á skotvopnareglum árið 2019
Dave Halls, aðstoðarleikstjóra vestrans Rust var sagt upp störfum við kvikmyndaverkefni árið 2019 vegna brota á öryggisreglum varðandi skotvopn. Mjög strangar reglur gilda um notkun skotvopna á tökustöðum kvikmynda.
25.10.2021 - 23:54
Minningarathöfn um Halynu Hutchins haldin í dag
Minningarathöfn var haldin í Bandaríkjunum í dag um kvikmyndatökumanninn Halynu Hutchins sem lést af völdum voðaskots á fimmtudaginn var, 42 ára að aldri.
Rannsaka ástæður þess að leikmunabyssan var hlaðin
Lögregla einbeitir sér nú að þætti vopnasérfræðings og aðstoðarleikstjóra kvikmyndarinnar Rust. Ástæður þess að leikmunabyssa reyndist hlaðin eru sérstaklega til rannsóknar.
Baldwin hélt sig handleika óhlaðna byssu
Bandaríska leikaranum Alec Baldwin var sagt að byssan væri óhlaðin sem skot hljóp úr og varð kvikmyndatökumanninum Halyna Hutchins að bana á fimmtudag. Vitni greina frá þessu.
Ólíklegt að púðurskot hafi verið í byssu Baldwins
Formaður Skotvís telur ólíklegt að aðeins púðurskot hafi verið í byssunni sem bandaríski leikarinn Alec Baldwin hleypti af með þeim afleiðingum að kona lést og maður særðist. Lögreglan rannsakar málið en enginn hefur verið handtekinn eða ákærður. Rannsakað er hvers konar skotfæri voru notuð í byssuna. „Mér finnst það langlíklegast miðað við lýsingarnar, að menn hafi óvart sett alvöru skot í,“ segir formaður Skotvís. Hugsanlegt er að aðeins einu skoti hafi verið hleypt af.
22.10.2021 - 16:07
Leikstjórinn Joel Souza útskrifaður af sjúkrahúsi
Joel Souza, leikstjóri bandarísku kvikmyndarinnar Rust, sem varð fyrir voðaskoti við tökur myndarinnar í Nýju Mexíkó hefur verið útskrifaður af sjúkrahúsi.
Sjónvarpsfrétt
Lengsta Bond-myndin til þessa
Aðeins einu sinni áður hafa aðdáendur James Bond þurft að bíða jafn lengi eftir mynd um hann og nú. Nýjasta Bond-myndin, No Time To Die, var frumsýnd í vikunni en hún er sú lengsta til þessa.
03.10.2021 - 18:31
Franski leikarinn Jean-Paul Belmondo látinn
Franski kvikmyndaleikarinn Jean-Paul Belmondo er látinn 88 ára að aldri. Hann vakti fyrst atygli sem leikari í kvikmynd Jean-Luc Godards À bout de souffle frá árinu 1960.
07.09.2021 - 04:15
Almodovar hafði betur gegn algrími samfélagsmiðlanna
Spænski kvikmyndagerðarmaðurinn Pedro Almodovar gerði nú í vikunni þungorðar athugasemdir við beitingu samfélagsmiðlafyrirtækja á algrími til ritskoðunar efnis. Ljósmyndir af veggspjaldi fyrir nýjustu kvikmynd hans, „Madres Paralelas“ eða „Samhliða mæður“, voru fjarlægðar af miðlinum Instagram í upphafi vikunnar.
Sakar Matt Damon um að græða á sorgarsögu sinni
Amanda Knox gagnrýnir aðalleikara og leikstjóra kvikmyndarinnar Stillwater fyrir að græða á raunarsögu sinni. Myndin byggir á sögu Knox, sem sat í fangelsi á Ítalíu í fjögur ár, grunuð um morð á meðleigjanda sínum.
31.07.2021 - 12:16