Færslur: kvikmyndir

Halls sagt upp vegna brota á skotvopnareglum árið 2019
Dave Halls, aðstoðarleikstjóra vestrans Rust var sagt upp störfum við kvikmyndaverkefni árið 2019 vegna brota á öryggisreglum varðandi skotvopn. Mjög strangar reglur gilda um notkun skotvopna á tökustöðum kvikmynda.
25.10.2021 - 23:54
Minningarathöfn um Halynu Hutchins haldin í dag
Minningarathöfn var haldin í Bandaríkjunum í dag um kvikmyndatökumanninn Halynu Hutchins sem lést af völdum voðaskots á fimmtudaginn var, 42 ára að aldri.
Rannsaka ástæður þess að leikmunabyssan var hlaðin
Lögregla einbeitir sér nú að þætti vopnasérfræðings og aðstoðarleikstjóra kvikmyndarinnar Rust. Ástæður þess að leikmunabyssa reyndist hlaðin eru sérstaklega til rannsóknar.
Baldwin hélt sig handleika óhlaðna byssu
Bandaríska leikaranum Alec Baldwin var sagt að byssan væri óhlaðin sem skot hljóp úr og varð kvikmyndatökumanninum Halyna Hutchins að bana á fimmtudag. Vitni greina frá þessu.
Ólíklegt að púðurskot hafi verið í byssu Baldwins
Formaður Skotvís telur ólíklegt að aðeins púðurskot hafi verið í byssunni sem bandaríski leikarinn Alec Baldwin hleypti af með þeim afleiðingum að kona lést og maður særðist. Lögreglan rannsakar málið en enginn hefur verið handtekinn eða ákærður. Rannsakað er hvers konar skotfæri voru notuð í byssuna. „Mér finnst það langlíklegast miðað við lýsingarnar, að menn hafi óvart sett alvöru skot í,“ segir formaður Skotvís. Hugsanlegt er að aðeins einu skoti hafi verið hleypt af.
22.10.2021 - 16:07
Leikstjórinn Joel Souza útskrifaður af sjúkrahúsi
Joel Souza, leikstjóri bandarísku kvikmyndarinnar Rust, sem varð fyrir voðaskoti við tökur myndarinnar í Nýju Mexíkó hefur verið útskrifaður af sjúkrahúsi.
Sjónvarpsfrétt
Lengsta Bond-myndin til þessa
Aðeins einu sinni áður hafa aðdáendur James Bond þurft að bíða jafn lengi eftir mynd um hann og nú. Nýjasta Bond-myndin, No Time To Die, var frumsýnd í vikunni en hún er sú lengsta til þessa.
03.10.2021 - 18:31
Franski leikarinn Jean-Paul Belmondo látinn
Franski kvikmyndaleikarinn Jean-Paul Belmondo er látinn 88 ára að aldri. Hann vakti fyrst atygli sem leikari í kvikmynd Jean-Luc Godards À bout de souffle frá árinu 1960.
07.09.2021 - 04:15
Almodovar hafði betur gegn algrími samfélagsmiðlanna
Spænski kvikmyndagerðarmaðurinn Pedro Almodovar gerði nú í vikunni þungorðar athugasemdir við beitingu samfélagsmiðlafyrirtækja á algrími til ritskoðunar efnis. Ljósmyndir af veggspjaldi fyrir nýjustu kvikmynd hans, „Madres Paralelas“ eða „Samhliða mæður“, voru fjarlægðar af miðlinum Instagram í upphafi vikunnar.
Sakar Matt Damon um að græða á sorgarsögu sinni
Amanda Knox gagnrýnir aðalleikara og leikstjóra kvikmyndarinnar Stillwater fyrir að græða á raunarsögu sinni. Myndin byggir á sögu Knox, sem sat í fangelsi á Ítalíu í fjögur ár, grunuð um morð á meðleigjanda sínum.
31.07.2021 - 12:16
Kvikmyndasumarið er hafið
Kvikmyndaárið er blómlegt að sögn forstöðumanns Kvikmyndamiðstöðvar Íslands. Lokið verður við gerð fjölmargra íslenskra kvikmynda á árinu.
08.06.2021 - 16:05
Söngvarinn B.J. Thomas látinn
Bandaríski söngvarinn B.J. Thomas er látinn 78 ára að aldri. Íslendingar kannast sennilega helst við hann fyrir að syngja lagið Raindrops Keep Fallin' on My Head, úr vestranum Butch Cassidy and the Sundance Kid frá 1969.
Augu heimsbyggðarinnar á Húsavík en engin verðlaun
Lagið Fight for you úr kvikmyndinni Judas and the Black Messiah hlaut Óskarsverðlaun sem besta lagið á hátíðinni í kvöld. Vonir Íslendinga og ekki síst Húsvíkinga um að lagið Husavik:
Nomadland, McDormand og Hopkins verðlaunuð
Kvikmyndin Nomadland í leikstjórn Chloe Zhao er besta kvikmynd ársins að mati bandarísku kvikmyndaakademíunnar. Auk hennar voru tilnefndar The Father, Judas and the Black Messiah, Mank, Minari, Promising Young Woman, Sound of Metal og The Trial of the Chicago 7.
Chloe Zhao besti leikstjórinn fyrir Nomadland
Kínverska vikmyndagerðarkonan og leikstjórinn Chloe Zhao varð í kvöld önnur konan til að fá Óskarsverðlaun sem besti leikstjórinn í 93 ára sögu hátíðarinnar.
26.04.2021 - 02:42
Danska kvikmyndin Druk besta erlenda myndin
Danska kvikmyndin Druk hlaut Óskarsverðlaun sem besta erlenda kvikmyndin fyrr í kvöld. Hún er fjórða danska myndin sem hlýtur verðlaunin en Gestaboð Babette var hlutskörpust 1988, Pelle Sigurvegari ári síðar og Hævnen 2011.
26.04.2021 - 01:46
Já fólkið hlaut ekki Óskarinn í kvöld
Gísli Darri Halldórsson og Já fólkið hans fengu ekki Óskarsverðlaun í kvöld en það var myndin If Anything Happens I Love You sem hlaut verðlaunin í flokknum styttri teiknimyndir.
Myndskeið
Mank fékk flestar tilnefningar til Óskarsverðlauna
Netflix-myndin Mank fékk flestar tilnefningar til Óskarsverðlauna í ár, 10 talsins. Kvikmynd David Fincher um Herman J. Mankiewicz, annan handritshöfunda Citizen Kane. Sex kvikmyndir hlutu svo sex tilnefningar hver. Í fyrsta sinn í sögunni eru tvær konur meðal þeirra fimm sem tilnefnd eru sem leikstjóri ársins
15.03.2021 - 18:23
Viðtal
Í skýjunum yfir tilnefningu til Óskarsverðlauna
Já-fólkið, teiknimynd Gísla Darra Halldórssonar, er tilnefnd til Óskarsverðlaunanna í ár í flokki styttri teiknimynda. Myndin fjallar um íbúa í ónefndri blokk, og er þeim fylgt eftir í einn sólarhring. Gísli Darri er í skýjunum og vonast til að geta verið viðstaddur hátíðina.
Myndskeið
Snerting Ólafs Jóhanns verður að bíómynd Baltasars
Baltasar Kormákur hefur tryggt sér kvikmyndaréttinn að bókinni Snerting eftir Ólaf Jóhann Ólafsson og ætlar að gera mynd eftir henni á næsta ári. Hann segir að myndin verði stórt, alþjóðlegt verkefni.
Christopher Plummer er látinn
Kanadíski leikarinn Christopher Plummer er látinn, 91 árs að aldri. Leikaraferill Plummer spannaði um sjö áratugi og lék hann meðal annars í stórmyndum á borð við The Sound of Music, þar sem hann lék margra barna föðurinn von Trapp. Af síðari kvikyndum hans má nefna kvikmynd Ridleys Scott, All the Money in the World, þar sem hann tók við hlutverki Kevins Spacey með skömmum fyrirvara.
05.02.2021 - 18:51
Kvikmyndahátíðinni í Cannes frestað fram á sumar
Kvikmyndahátíðinni í Cannes í Frakklandi hefur verið frestað vegna kórónuveirufaraldursins. Ætlunin er að halda hátíðina 6. til 17. júlí í sumar í stað daganna 11. til 22. maí í vor eins og til stóð.
Þáttaröð um fyrstu fimmtíu ár Vigdísar í smíðum
Leikstjórinn Baldvin Z vinnur nú að gerð fjögurra þátta sjónvarpsseríu um ævi Vigdísar Finnbogadóttur fyrrverandi forseta Íslands. Hann segir í samtali við fréttastofu að honum finnist verulega spennandi að fá þetta tækifæri til að gera fyrstu árunum í lífi Vigdísar skil.
Frumsýningu James Bond enn frestað
Frumsýningu nýjustu kvikmyndarinnar um ævintýri njósnara hennar hátignar James Bond hefur enn verið frestað vegna kórónuveirufaraldursins. Kvikmyndaunnendur þurfa að bíða enn um sinn eftir að geta séð fjölda stórmynda á hvíta tjaldinu.
22.01.2021 - 09:37
Myndskeið
Metár í íslenskri kvikmyndagerð
Allt stefnir í metár í íslenskri kvikmyndagerð 2021 og að fleiri kvikmyndir og þáttaraðir verði frumsýndar á árinu en nokkru sinni fyrr. Forstöðumaður Kvikmyndamiðstöðvar Íslands segir að kórónuveiran hafi sín áhrif.