Færslur: Kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs

Bíó paradís vinnur að því að stofna eigin streymisveitu
Í dag hefst norræn kvikmyndaveisla í Bíó paradís í tilefni af kvikmyndaverðlaunum Norðurlandaráðs. Hægt verður að nálgast allar tilnefndar myndir á vef kvikmyndahússins en þar er unnið hörðum höndum að því að koma á fót streymisveitu.
Rúnar tilnefndur til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs
Kvikmyndin Bergmál, eftir Rúnar Rúnarsson, er tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs 2020. Til stendur að verðlaunaafhendingin fari fram í Reykjavík í haust.
Viðtal
Norrænir kvikmyndagerðarmenn segja frá
Tilnefningar til kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs voru kynntar á kvikmyndahátíðinni í Haugasundi í Noregi í vikunni. Blaðamaður menningarvefs RÚV var viðstaddur tilkynninguna og ræddi við leikstjóra og framleiðendur sem standa að baki kvikmyndunum fimm sem tilnefndar eru.
Kona fer í stríð tilnefnd til verðlauna
Kvikmynd Benedikts Erlingssonar, Kona fer í stríð, er tilnefnd til kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs. Þetta var tilkynnt á Alþjóðlegu norsku kvikmyndahátíðinni í Haugasundi rétt í þessu. Þá er Vetrarbræður, mynd Hlyns Pálmasonar tilnefnd sem framlag Danmerkur.
Finnar fá Kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs
Tyttö nimeltä Varpu eða „Litli vængur“, eftir leikstjórann og handritshöfundinn Selmu Vilhunen hlaut Kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs rétt í þessu. Í kvikmyndinni er sögð saga einstæðrar móður og dóttur hennar sem upphefst í allsherjarævintýri, sem þó hverfist um viðfangsefni daglegs lífs
Samablóð skilar skömminni
Sænska myndatökukonan Sophia Olsson var viðstödd opnun Norrænnar kvikmyndaveislu í Bíó Paradís, en hún tók upp kvikmyndina Sameblod sem er framlag Svía til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs í ár.