Færslur: Kvikmyndahátíðin í Cannes

Mótmælti kynferðisbrotum í Úkraínu á rauða dreglinum
Kona hljóp í gær hálfnakin inn á rauða teppið á kvikmyndahátíðinni Cannes til þess að mótmæla kynferðisofbeldi í Úkraínu. Á myndskeiði má sjá að konan klæðir sig úr svörtum síðkjól og hleypur í átt að prúðbúnum gestum hátíðarinnar.
Stjörnutíkin Panda vann til verðlauna í Cannes
Það fá ekki allir tækifæri til þess að leika í bíómynd. En smalahundurinn, Panda, náði að skapa sér farsælan feril í heimi kvikmynda á sinni 12 ára ævi en hún dó í mars á þessu ári. Panda fór með hlutverk í þremur kvikmyndum, nú síðast í Lambinu sem var frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Cannes í júlí.
Dýrið hreppti frumleikaverðlaun í Cannes
Íslenska kvikmyndin Dýrið hreppti í kvöld „Prize of Originality“ verðlaunin í flokknum Un Certain Regard sem er hluti af aðaldagskrá alþjóðlegu kvikmyndahátíðarinnar í Cannes.
Konur í meirihluta í Cannes - Spike Lee forseti
Búið er að tilkynna hverjir skipa dómnefnd alþjóðlegu kvikmyndahátíðarinnar í Cannes árið 2021. Bandaríski leikstjórinn Spike Lee er formaður að þessu sinni en athygli vekur að konur eru þar í meirihluta.
24.06.2021 - 11:43

Mest lesið