Færslur: kvikmyndagerð

Endurgreiðslur verða 35 prósent
Frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, um tímabundnar endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar á Íslandi, var samþykkt sem lög frá Alþingi í kvöld.
Sjónvarpsfrétt
Lilja gagnrýnir fjármálaráðuneytið harðlega
Menningarmálaráðherra gagnrýnir harðlega athugasemdir fjármálaráðuneytisins við frumvarp um endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar. Ráðherra segir skeytasendingar í fjölmiðlum ekki boðlegar.
Vill auka endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar
Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, kynnti á ríkisstjórnarfundi fyrir helgi drög að endurskoðun laga um endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar á Íslandi. 
Sjónvarpsfrétt
Milljarða velta í kvikmyndagerð og horfur góðar
Talið er að um níu milljarðar króna hafi komið inn í íslenskt samfélag í tengslum við innlenda og erlenda kvikmyndagerð hér á landi í fyrra. Fjöldi íslenskra kvikmynda er í framleiðslu og einnig stór erlend verkefni. Horfur eru á blómlegu kvikmyndaári 2022.
Sjónvarpsfrétt
Opnar tvö kvikmyndaver í 4 þúsund fermetra skemmu
Reykjavík Studios keypti í dag fjögur þúsund fermetra skemmu í Gufunesi undir tvö kvikmyndaver. Baltasar Kormákur kvikmyndagerðarmaður segir að þegar þau verða komin í notkun verði hægt að gera hér myndir á borð við Harry Potter.
16.03.2022 - 08:34
Myndskeið
Japanskur geimferðalangur heimsækir geimstöðina
Japanski milljarðamæringurinn Yusaku Maezawa heldur af stað til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar á miðvikudaginn kemur. Það eru Rússar sem eiga veg og vanda að geimferð Japanans sem borgar brúsann.
Sakar Baldwin um að hafa spilað rússneska rúllettu
Bandaríski leikarinn Alec Baldwin er sakaður um að hafa spilað rússneska rúllettu með því að kanna ekki sjálfur hvort byssan sem hann fékk í hendur við tökur á vestranum Rust væri hlaðin.
Hefur ekki hugmynd um hvers vegna skot var í byssunni
Hannah Gutierrez-Reed, vopnasérfræðingur við gerð kvikmyndarinnar Rust, segist ekki hafa minnstu hugmynd um ástæður þess að raunveruleg kúla var í skotvopninu sem varð tökustjóranum Halynu Hutchins að bana 21. október síðastliðinn.
Minningarathöfn um Halynu Hutchins haldin í dag
Minningarathöfn var haldin í Bandaríkjunum í dag um kvikmyndatökumanninn Halynu Hutchins sem lést af völdum voðaskots á fimmtudaginn var, 42 ára að aldri.
Almodovar hafði betur gegn algrími samfélagsmiðlanna
Spænski kvikmyndagerðarmaðurinn Pedro Almodovar gerði nú í vikunni þungorðar athugasemdir við beitingu samfélagsmiðlafyrirtækja á algrími til ritskoðunar efnis. Ljósmyndir af veggspjaldi fyrir nýjustu kvikmynd hans, „Madres Paralelas“ eða „Samhliða mæður“, voru fjarlægðar af miðlinum Instagram í upphafi vikunnar.
Ákvörðun um kvikmyndanám til LHÍ „vanhugsuð“
„Þetta er fyrst og fremst sorglegt,“ segir Friðrik Þór Friðriksson rektor Kvikmyndaskóla Íslands um ákvörðun ríkisstjórnarinnar að fela Listaháskólanum að annast kennslu kvikmyndanáms á háskólastigi.
Kvikmyndanám á háskólastigi í hendur LHÍ
Listaháskóla Íslands hefur verið falið að annast kvikmyndanám á háskólastigi frá og með haustinu 2022. Samningur þess efnis var undirritaður af Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, og Fríðu Björk Ingvarsdóttur, rektori LHÍ, að loknum fundi ríkisstjórnarinnar í gær.
Segir hærra endurgreiðsluhlutfall skapa ótal störf
Með einu litlu lagafrumvarpi væri hægt að skapa ótal störf í í ferðaþjónustu, listgeiranum, tónlist, iðngreinum og  tækniþróun sagði Sara Elísa Þórðardóttir varaþingmaður Pírata í sérstakri umræðu um atvinnuleysi og stöðu atvinnuleytenda á Alþingi í dag.
16.03.2021 - 14:59
Myndskeið
Forstjóri Sagafilm: „Þá verðum við að segja upp fólki“
Forstjóri Sagafilm óttast að þurfa að segja upp öllu sínu starfsfólki, verði frumvarp til breytinga á lögum um endurgreiðslur í kvikmyndaiðnaði samþykkt. Önnur framleiðslufyrirtæki hafa gert alvarlegar athugasemdir við fyrirhugaðar breytingar.
Myndskeið
„Komið að ögurstundu“ í viðræðum um kvikmyndanám
Enn liggur ekki fyrir hvar kvikmyndanám á háskólastigi verður kennt, en námið á að hefjast næsta haust. Á sjötta tug kvikmyndagerðarmanna hafa skorað á menntamálaráðherra að fela Listaháskólanum að sjá um námið en rektor Kvikmyndaskólans segir sinn skóla betur til þess fallinn.
26.12.2020 - 19:49
Myndskeið
Lítil smithætta laðar kvikmyndagerðarmenn til landsins
Erlendir kvikmyndagerðarmenn sækjast eftir því að koma til Íslands, meðal annars vegna þess að hér er tiltölulega öruggt að gera kvikmyndir í faraldrinum. Þetta segir fagstjóri hjá Íslandsstofu. Tvö stór verkefni eru í tökum, og hátt í tíu til viðbótar á teikniborðinu.
Þýskt fyrirtæki kaupir fjórðungshlut í Sagafilm
Beta Nordic Studios, dótturfyrirtæki Beta Film í Þýskalandi, hefur keypt 25% hlut í Sagafilm. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Sagafilm. Þar segir að Beta Film sé stærsta sjálfstæða kvikmyndafyrirtæki Evrópu og að það vinni við framleiðslu, dreifingu og fjármögnun „hágæða kvikmynda- og sjónvarpsverkefna“. Fyrirtækið var stofnað árið 1959, er með höfuðstöðvar í Munchen og skrifstofur víða um heim.
Samþykkja 103 milljarða hækkun fjárheimilda
Gert er ráð fyrir 34 milljörðum til greiðslu atvinnuleysisbóta samhliða minnkuðu starfshlutfalli og 27 milljörðum til greiðslu launakostnaðar á uppsagnarfesti í nýju fjáraukalagafrumvarpi sem ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í morgun.
26.05.2020 - 16:24
Hafa borist fjölmargar fyrirspurnir frá framleiðendum
Íslandsstofa hefur undanfarnar vikur fengið á þriðja tug fyrirspurna frá erlendum kvikmyndaframleiðendum vegna mögulegrar framleiðslu hér á landi.
13.05.2020 - 12:17
Myndskeið
Hefur ekki undan við að svara framleiðendum
Tökur á sjónvarpsþáttunum Kötlu eru komnar á fullt á eftir tímabundið hlé vegna kórónuveirufaraldursins. Leikstjórinn segir þetta stærsta sjónvarpsverkefni sem unnið hafi verið á Íslandi og hafa upptökurnar vakið áhuga framleiðenda um allan heim.
07.05.2020 - 19:29