Færslur: Kvikmynd

Maðurinn sem fyrstur rauf hljóðmúrinn látinn
Chuck Yeager, bandaríski herflugmaðurinn sem varð fyrstur til að rjúfa hljóðmúrinn, er látinn. Hann var 97 ára að aldri, fæddur í smábænum Myra í Vestur-Virginíuríki árið 1923.
08.12.2020 - 04:52
Trump segir Sacha Cohen hafa reynt að svindla á sér
Donald Trump Bandaríkjaforseti segir leikarann Sacha Baron Cohen hafa reynt að svindla á sér fyrir nokkrum árum. Þetta upplýsti hann í samtali við blaðamenn um borð í forsetaþotunni Air Force One.
24.10.2020 - 06:34
Tom Hanks orðinn grískur ríkisborgari
Bandarísku kvikmyndaleikararnir Tom Hanks og eiginkona hans Rita Wilson eru nú orðnir grískir ríkisborgarar. Kyriakos Mitsotakis, forsætisráðherra Grikklands, greindi frá þessu í dag.
27.07.2020 - 16:49
Ný íslensk kvikmynd frumsýnd í miðjum COVID-faraldri
Íslenska kvikmyndin Mentor kom í bíó í miðjum COVID-faraldri. Til stóð að hún færi í sýningu í febrúar. „Svo kom einhver vírus, ég veit ekki hvort þið hafið heyrt af honum“, segir Þórhallur Þórhallsson, einn aðalleikara myndarinnar.
07.07.2020 - 12:26
Skortur á bíómyndum háir kvikmyndahúsum hér á landi
Háskólabíó hefur verið lokað frá því snemma í COVID-19-faraldrinum. Þorvaldur Hilmar Kolbeins, rekstrarstjóri kvikmyndahússins, vonast til þess að hægt verði að hefja sýningar á ný í haust.
03.07.2020 - 14:37
Spegillinn
Frá Guantanamo til Hollywood
Mohamedou Slahi var ranglega vistaður í Guantanamo í meira en 14 ár. Nú er verið að gera kvikmynd í Hollywood, með stórleikurunum Benedict Cumberbatch og Jodie Foster í aðalhlutverkum, um manninn sem segist hafa fyrirgefið kvölurum sínum.
13.06.2020 - 08:22
Heba Þórisdóttir tilnefnd til Critics' Choice-verðlauna
Heba Þórisdóttir förðunarfræðingur er tilnefnd til Critics' Choice-verðlaunanna fyrir hár og förðun ársins í kvikmynd leikstjórans Quentins Tarantinos; Once Upon a Time in Hollywood. Verðlaunin verða veitt 12. janúar.
11.12.2019 - 00:11
Spegillinn
Aldrei áður fengið önnur eins viðbrögð
Það er óhætt að segja að heimildamyndaröðin Svona fólk sem sýnd var á RÚV síðastliðin fimm sunnudagskvöld hafi vakið verðskuldaða athygli. Svona fólk fjallar um mannréttindabaráttu homma og lesbía, hinsegin fólks, hér á landi síðastliðin rúm 40 ár, frá því að Samtökin 78 voru stofnuð.
Myndband
Inga kúabóndi birtist á hvíta tjaldinu
Kvikmyndin Héraðið verður heimsfrumsýnd á Hvammstanga í dag. Myndin var að hluta til tekin upp á Hvammstanga, Blönduósi og á rjómabúinu Erpsstöðum í Dölum. Grímur Hákonarson leikstjóri vildi frumsýna myndina á Hvammstanga og eiga góða stund með heimamönnum sem lögðu hönd á plóg við gerð hennar og þakka þannig fyrir samstarfið. Búist sé við fullu húsi í félagsheimilinu á Hvammstanga.
11.08.2019 - 15:30
Viðtal
Konur sem eiga skilið að tekið sé eftir þeim
Kvikmyndin Steel Magnolias hafði mikil áhrif á Maríu Guðmundsdóttur hjúkrunarfræðing og leikkonu en hún lék sjálf í leikritinu sem myndin byggist á í uppsetningu bæjarleikhússins í Mosfellsbæ.
10.05.2019 - 10:43
Viðtal
Bíóást: Vakti strax sterk viðbrögð hjá mér
Leikstjórinn Reynir Lyngdal kolféll fyrir kvikmyndinni The Others. Hann hvetur fólk sem hefur séð myndina áður til að horfa í annað sinn, því vissir þræðir í henni verða ekki ljósir fyrr en við annað áhorf.
03.05.2019 - 13:34
Páskaeggjahámið á RÚV
Páskahámið er hafið í spilara RÚV. Þar má nú finna páskaegg í formi þáttaraða og kvikmynda, bæði íslenskt og erlent efni, sem hægt verður að gæða sér á yfir helgidagana. Þar af eru tvær þáttaraðir frumsýndar, Atlanta og sjötta þáttaröð House of Cards.
Hlustaði á listapúkann í hjartanu
Pétur Óskar Sigurðsson hefur vakið athygli fyrir hlutverk sitt í kvikmyndinni Grimmd sem frumsýnd var í gær. Hann kom í viðtal í þáttinn Svart og sykurlaust hjá Sóla Hólm og fór yfir þær fórnir sem hann þurfti að færa fyrir hlutverkið en hann meðal annars létti sig um 17 kíló.
22.10.2016 - 15:46