Færslur: Kvíði

Börn með þunglyndi fá síður aðstoð en ADHD-börn
Börn sem glíma við kvíða og þunglyndi eru síður líkleg til að fá greiningu og úrræði en börn sem þjást af röskun sem truflar aðra. Ólafur Ó. Guðmundsson, yfirlæknir Geðheilsumiðstöðvar barna hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir vísbendingar um að hópur þeirra sem glíma við síður sýnilegan vanda fari stækkandi. 
Dæmi um að norskir unglingar syrgi glötuð æskuár
Dæmi eru um að Norðmenn á unglingsaldri sýni aukin merki kvíða og þunglyndis í kórónuveirufaraldrinum. Jafnvel syrgja mörg ungmenni glötuð æskuár.
12.01.2022 - 00:12
Segir fólk óttast aðgerðir meira en veikindin sjálf
Vilhjálmur Árnason þingmaður Sjálfstæðisflokksins kveðst fullur efasemda um að grípa beri til harðari aðgerða vegna stöðunnar í kórónuveirufaraldrinum. Hann segir ótta fólks við aðgerðir sóttvarnayfirvalda meiri en við veikindi af völdum veirunnar.
Samfélagið
Samfélagsmiðlar og kröfur um menntun valda vanlíðan
Sonja Rún Magnúsdóttir, ráðgjafi hjá Grófinni geðræktarhúsi á Akureyri, hefur sínar hugmyndir um hrakandi heilsu ungs fólks og bendir á mikilvægi fræðslu og samtals.
02.09.2021 - 14:25
Foreldrar athugi hvort börn kvíði skólanum út af covid
Barnasálfræðingur segir að foreldrar þurfi að ræða við þau börn sem eru kvíðin að byrja í skólanum út af vovid. Þá þurfi að hafa í huga að börn skynji ef foreldrar hafi miklar áhyggjur og að við því þurfi að bregðast. 
18.08.2021 - 12:20
„Kvíði er mjög sterkt, líkamlegt viðbragð“
Sóley Dröfn Davíðsdóttir, sálfræðingur á Kvíðameðferðarstöðinni, segir að þeir sem finna fyrir miklum kvíða í þeim náttúruhamförum sem nú standa yfir, þurfi að gera eitthvað í stöðunni. Hún segir hins vegar að kvíði geti verið eðlilegur undir þessum kringumstæðum. Þá sé mikilvægt að tala við börnin um stöðuna.
Viðtal
„Skuldir, þunglyndi, alkóhólismi – Danmörk“
Jónas Sig hélt að flutningar til Danmerkur myndu lækna hann af því hugarvíli sem hrjáði hann en allt kom fyrir ekki. Hann vann þar hjá stærsta hugbúnaðarfyrirtæki heims þegar hann áttaði sig á að hann þyrfti að flytja heim til Íslands og byrja aftur að gera tónlist. Tilhugsunin fannst honum óbærileg en hann fylgdi innsæinu.
02.01.2021 - 10:00
Óvissuástand eins og nú er getur valdið áhyggjum
Alma D Möller, landlæknir segir að óvissuástand eins og nú er valdi mörgum áhyggum. Hún bendir fólki á að á covid.is megi finna ráð til þeirra sem hafa áhyggjur og þurfa hjálp og einnig sé hægt að hringja í  síma Rauða krossins 1717 eða hafa sambandi við netspjallið. Þjónustan er ókeypis fyrir alla
04.08.2020 - 15:49
Miklu meiri þreyta og pirringur vegna Covid-19
Sóley Dröfn Davíðsdóttir, sálfræðingur hjá Kvíðameðferðarstöðinni segir að greina megi miklu meiri þreytu og pirring meðal fólks núna þegar farsóttin hefur tekið sig upp aftur. Þeim hafi fjölgað sem leiti sér aðstoðar sálfræðinga. Fjárhagsáhyggjur eigi þátt í kvíða fólks. 
04.08.2020 - 12:30
Myndskeið
Fleiri leita hjálpar á geðdeild Landspítalans
Óvenju mikil aðsókn er að geðdeild Landspítalans. Forstöðumaður geðþjónustu Landspítalans telur líklegt að rekja megi það til kórónuveirufaraldursins. Forstjóri heilsugæslunnar óttast að fleiri þurfi aðstoð á næsta ári þegar því er spáð að margir verði án vinnu. 
Myndskeið
Fleirum þykir of mikið gert úr COVID-hættunni
Fleirum þykir nú of mikið gert úr heilsufarslegri áhættu af COVID-19, samkvæmt þjóðarpúlsi Gallups. Þeim fækkar sem segjast forðast knús, kossaflens og mannmergð. Ótti þjóðarinnar við efnahagsleg áhrif jókst eftir að ríkisstjórnin kynnti síðasta aðgerðapakka en svo dró úr honum á ný. 
14.05.2020 - 19:33
Viðtal
Góð æfing til að vinna gegn kvíða
Þessa dagana glíma margir við kvíða enda hefur daglegt líf flestra farið rækilega úr skorðum. Hrund Jóhannesdóttir, frá Hugrúnu geðfræðslufélagi Háskóla Íslands, kíkti í Núllstillinguna og gaf góð ráð til að vinna á kvíðanum.
01.04.2020 - 16:14
Myndskeið
Góð ráð gegn kvíða á tímum kórónaveirunnar
Hugleiðsla, hreyfing og samverustundir með fjölskyldu eru góð ráð til að slá á kvíða í COVID-19 faraldrinum. Sálfræðingur hjá Rauða krossinum segir að margir finni fyrir kvíða núna. Þá er gott að gera lista yfir allt það sem er skemmtilegt að gera heima við.
12.03.2020 - 22:23
Myndskeið
Að sjálfsögðu var ég að deyja
Hekla Elísabet Aðalsteinsdóttir upplifði sitt fyrsta kvíðakast í bíó. Þá hélt hún að hún væri að deyja og að kvíði væri bara stress fyrir próf en ekki eitthvað sem gæti bara komið upp úr þurru.
26.09.2019 - 12:52
Merkjamanían veldur kvíða
Adidas jakkar, Carhartt buxur og Kawasaki skór eru trend sem margir gætu kannast við frá sínum yngri árum og gætu jafnvel hafa grátbeðið mömmu sína um. Nú eru trendin hins vegar önnur og dýr merkjavara farin að verða sífellt vinsælli.
08.04.2019 - 11:27
Kvíði og þunglyndi stórt vandamál
Kvíði og þunglyndi eru eitt stærsta vandamál sem ungt fólk glímir við í dag. Geðfræðslufélagið Hugrún hefur það að markmiði að veita ungu fólki geðfræðslu.
20.09.2018 - 14:04
Skjánotkun einangrar og veldur kvíða
Of mikil skjánotkun unglinga er alvarlegt vandamál að mati Sössu Eyþórsdóttur, iðjuþjálfa í Hagaskóla. Hún segir kvíða, einangrun og þunglyndi vegna samfélagsmiðla og tölvuleikja vera að aukast greinilega.
10.07.2018 - 12:43
Laus undan ótta við að deyja
Tekist hefur að lækna fólk af áráttu- og þráhyggjuröskun í um 70 prósent tilvika með fjögurra daga meðferð. Tæplega tuttugu hafa lokið meðferðinni hér á landi.
14.05.2018 - 19:17
Hegðunarvandi getur verið merki um kvíða
Margir foreldrar spyrja sig eflaust að því hvort hegðunarvandi barna sinna sé ekki bara frekja. Rannsóknir benda þó til þess að einkenni kvíða séu oft misskilin sem mótþrói og frekja barna.
18.01.2018 - 09:41
Innlent · Kvíði · Börn
„Fyrir fjórum árum hefði ég kveikt í mér“
„Ofsakvíði getur verið herfilegur, ógeðslegur, lamandi og viðbjóður. Hann hefur margar birtingarmyndir og brýst oft út í fóbíum. En hann getur líka verið fyndinn og súr,“ er meðal þess sem uppistandarinn Bylgja Babýlóns skrifaði í langri Facebook-færslu um skæð ofsakvíðaköst hún glímdi lengi vel við.
23.07.2017 - 12:45