Færslur: Kvenréttindafélag Íslands

Trans Ísland hluti af Kvenréttindafélaginu
Félagið Trans Ísland er gengið í Kvenréttindafélag Íslands. Þetta var samþykkt á aðalfundi Kvenréttindafélagsins í dag. Aðildarfélög þess eru nokkur eins og Druslubækur og doðrantar, Femínísk fjármál, Fjöruverðlaunin, Rótin, Samtök um kvennaathvarf og W.O.M.E.N. in Iceland. Þá var Tatjana Latinovic endurkjörin formaður félagsins.
30.04.2021 - 16:25
Stofnun innlendrar mannréttindastofnunar enn í bígerð
Ákveðið var á fundi ríkisstjórnarinnar í gærmorgun að skipa starfshóp sem hefði það hlutverk að útfæra hugmyndir og vinna við frumvarp um sjálfstæða innlenda mannréttindastofnun. Hugmyndir þess efnis eiga sér nokkurn aðdraganda.
Skora á ríkisstjórnina að samþykkja kjarnorkuafvopnun
Samningur Sameinuðu þjóðanna um bann við kjarnorkuvopnum tekur gildi í dag og hafa fimmtíu aðildarríki samþykkt hann. Ísland er ekki þeirra á meðal. Tuttugu og tvö félagasamtök, auk Biskupsstofu, skora á íslensk stjórnvöld að fullgilda samninginn. 
Fordæma orðræðu gagnvart konunum tveimur
Kvenréttindafélag Íslands fordæmir umræðu og orðræðu í garð kvennanna tveggja sem hittu enska landsliðsmenn í knattspyrnu á hóteli í Reykjavík á laugardaginn. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem félagið sendi frá sér í dag.