Færslur: Kvenréttindabarátta

Tala látinna hækkar í mótmælum í Íran
Sjö hafa látist og tugir eru sagðir hafa særst í fjölmennum mótmælum í Íran síðustu daga. Mótmælin brutust út eftir að ung kona lést í haldi svokallaðrar siðferðislögreglu. Fjölskylda hennar telur að hún hafi verið barin til bana. 
Fjölmenn mótmæli í Íran fjórða daginn í röð
Fjölmenni tók þátt í mótmælum víðsvegar um Íran í gær, fjórða daginn í röð, og hrópaði slagorð gegn klerkastjórninni. Kveikja mótmælanna er andlát 22 ára konu í haldi siðgæðislögreglunnar.
Mótmælt í Íran eftir að kona lést í haldi lögreglu
Mikil mótmæli hafa verið gegn yfirvöldum í Íran síðustu daga eftir að ung kona lést í haldi lögreglu. Hún hafði verið handtekin af svokallaðri siðferðislögreglu fyrir brot á lögum um klæðaburð. 
18.09.2022 - 12:34
Hvetja stjórnvöld til þess að innleiða kvennasáttmálann
Skortur á fjármagni kemur í veg fyrir að stjórnvöld geti sinnt skyldum sínum í jafnréttismálum og lýst er yfir áhyggjum af réttarkerfinu á Íslandi vegna vægra refsinga og fyrningarfrests á kynferðisbrotum. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri skuggaskýrslu vegna framkvæmda Íslands á kvennasáttmálanum.
„Við hækkum bara róminn og berjumst áfram“
Afganskar sjónvarpskonur heita því að berjast áfram fyrir réttindum sínum. Talibanar hafa fyrirskipað þeim að hylja andlit sitt í útsendingu. Karlmenn sem starfa við afganskar sjónvarpsstöðvar sýndu konunum stuðning í verki.
23.05.2022 - 01:20
Reyna að fá þungunarlögum Texas hnekkt fyrir hæstarétti
Bandaríkjastjórn hyggst freista þess að fá strangri löggjöf Texasríkis um þungunarrof hnekkt fyrir hæstarétti Bandaríkjanna. Lögin í Texas kveða á um nánast ófrávíkjanlegt bann við þungunarrofi. Þegar þau voru samþykkt á ríkisþingi Texas hét Joe Biden Bandaríkjaforseti því, gera allt sem í hans valdi stæði til að fá þau ógilt.
„Talibanar geta ekki þaggað niður raddir kvenna“
Misræmi er í því sem Talibanar segja um réttindi kvenna og athöfnum þeirra. Kennari sem barist hefur fyrir réttindum kvenna í Afganistan kallar eftir svörum um hvaða réttindi séu Tailbönum þóknanleg og hver ekki.
Sádar herða tökin gegn andófi og málfrelsi
Mannréttindasamtök segja stjórnvöld í Sádi Arabíu hafa blygðunarlaust aukið ofsóknir gegn mannréttindafrömuðum og andófsfólki í landinu undanfarna sex mánuði og aftökum hefur fjölgað.
Druslugöngunni frestað um óákveðinn tíma
Druslugöngunni 2021, sem ganga átti í Reykjavík í dag, laugardag, hefur verið frestað um óákveðinn tíma „vegna nýjustu frétta um aðgerðir í ljósi fjölgunar á Covid-19 smitum í samfélaginu," eins og segir í tilkynningu á Facebook-síðu Druslugöngunnar.
Ekvador
Þungunarrof heimilt ef þungunin er afleiðing nauðgunar
Stjórnlagadómstóll Ekvadors úrskurðaði í gær að heimila skuli þungunarrof ef þungunin er afleiðing nauðgunar. Umboðsmaður mannréttinda í Ekvador greindi frá þessu á Twitter og sagði að þessa niðurstöðu mætti þakka „þeim konum og kvenréttindasamtökum sem háð hafa þrotlausa baráttu fyrir sanngjarnara samfélagi og auknu jafnrétti."
COVID-19-smitum fjölgar hratt í Póllandi
COVID-19 tilfellum fer hratt fjölgandi í Póllandi um þessar mundir, á sama tíma og fjöldi fólks safnast saman til mótmælaaðgerða á götum Varsjár og fleiri pólskra borga þrátt fyrir samkomubann. Metfjöldi smita greindist í gær, fimmta sólarhringinn í röð, þegar hátt í 22.000 manns greindust með veiruna og 280 dauðsföll voru rakin til COVID-19 síðasta sólarhring.
Kröfðust þess að Tyrkland standi við Istanbúlsáttmálann
Þúsundir kvenna fylktu liði á götum nokkurra tyrkneskra borga í gær, þar sem þær mótmæltu kynbundnu ofbeldi og kröfðust þess að stjórnvöld létu allar hugmyndir um að segja Tyrkland frá Istanbúl-sáttmálanum lönd og leið.
06.08.2020 - 06:22
Kastljós
Mun berjast þar til systir hennar verður látin laus
Lina al-Hathloul, baráttukona fyrir mannréttindum kvenna í Sádi-Arabíu, er viðmælandi Kastljóss í dag í tilefni af alþjóðlegum degi mannréttinda. Hún ferðast um heiminn og berst fyrir því að systir hennar, Loujain al-Hathloul, sem er í fangelsi fyrir að keyra bíl í Sádi-Arabíu, verði látin laus. Systir hennar hefur þar sætt grimmilegum pyntingum af hálfu stjórnvalda.
10.12.2019 - 20:11
Þungunarrof og samkynja hjónabönd loks lögleg
Tímamót urðu á Norður-Írlandi í gær þegar lög um þungunarrof og samkynja hjónabönd þar í landi voru færð til samræmis við gildandi lög annars staðar í Bretaveldi. Hið síðarnefnda hefur aldrei leyfst á Norður-Írlandi og ströng löggjöf um bann við þungunarrofi hefur verið nánast óbreytt frá árinu 1861. Nýjasta útgáfa þeirra, sú sem gilti til dagsins í gær, heimilaði því aðeins þungunarrof, að líf og heilsa móðurinnar væru í húfi.
22.10.2019 - 02:23
Marokkóskar konur rísa gegn kvennakúgun
Marokkósk blaðakona var á dögunum dæmd til fangelsisvistar í heimalandi sínu, þar sem sannað þykir að hún hafi farið í þungunarrof. Femínistar í Marokkó taka nú höndum saman og krefjast breytinga á forneskjulegri siðferðislöggjöf landsins. Blaðakonan, hin 28 ára Hajar Rassouni, var á mánudag dæmd í árs fangelsi fyrir að hafa undirgengist þungunarrof, þrátt fyrir að hún fullyrði að það hafi hún aldrei gert.
04.10.2019 - 06:18
Sendinefnd FIFA væntanleg til Írans
Sendinefnd á vegum Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, fer á næstunni til Írans. Þar verður athugað hvernig kröfu sambandsins um að leyfa konum að mæta á leiki í undankeppni heimsmeistaramótsins í fótbolta vindur fram.  Konum er bannaður aðgangur að íþróttaleikvöngum í Íran.
12.09.2019 - 06:18
Fyrsti erlendi formaður Kvenréttindafélagsins
Tatjana Latinovic var í gær kosin formaður Kvenréttindafélagsins en hún er fyrsta konan af erlendum uppruna sem tekur við embættinu. Félagið var stofnað af Bríeti Bjarnhéðinsdóttur árið 1907.
07.05.2019 - 15:03
Kynin lagalega jöfn í sex ríkjum heims
Ísland kemst nálægt því að vera í hópi þeirra ríkja þar sem algjört lagalegt jafnrétti kynjanna ríkir á vinnumarkaði. Aðeins sex ríki ná algjöru jafnrétti samkvæmt árlegri rannsókn Alþjóðabankans á stöðu kvenna, viðskipta og laga í 187 ríkjum heims.
02.03.2019 - 04:55
11 ára bannað að fara í þungunarrof
11 ára stúlka gekkst undir bráðakeisaraskurðaðgerð í Argentínu á þriðjudag eftir 23 vikna meðgöngu. Argentínsk yfirvöld höfðu fram að því hunsað beiðni hennar, móður hennar og kvenréttindasamtaka fyrir því að stúlkan færi í þungunarrof þegar upp komst að hún gengi með barn í janúar.
Katrín meðal 20 áhrifamestu kvenna heims
Í tilefni alþjóðadags kvenna þann 8. mars næstkomandi valdi ástralska viðskiptatímaritið CEO Magazine 20 konur sem hafa skarað framúr, en halda áfram að berjast fyrir jöfnum hlut kynsystra sinna gagnvart körlum um allan heim.
28.02.2019 - 01:52
Ítrekuð morð sögð skilaboð til írakskra kvenna
Fjórar konur sem hafa aflað sér vinsælda á samfélagsmiðlum í Írak hafa látið lífið langt fyrir aldur fram undanfarnar vikur. Tvær þeirra voru myrtar af mönnum með hríðskotabyssur. Kvenréttindasamtök telja skilaboðin skýr: Að konur eigi að halda sig heima.
01.10.2018 - 06:37
Fréttaskýring
Lagaumbætur og feðraveldispopp
Jórdanía, Túnis og Líbanon afnámu í sumar lög sem gerðu nauðgurum kleift að sleppa við refsingu með því að giftast brotaþola. Kvenréttindakonur fagna en á sama tíma njóta nýútgefnir feðraveldispoppslagarar vinsælda. Það er eitt að setja ný lög, annað að breyta rótgróinni menningu.