Færslur: Kvennafrí

Kvennafrídagurinn – Konur vinna launalaust eftir 15:10
Hinn árlegi kvennafrídagur er í dag en hann fór fyrst fram 24. október 1975. Yfirskrift dagsins að þessu sinni er: „Leiðréttum skakkt verðmætamat“. Konur hafa sex sinnum lagt niður störf á kvennafrídeginum til þess að mótmæla kynbundnu misrétti, fyrst 1975, svo 1985, 2005, 2010, 2016 og 2018. Þá hafa konur gengið út af vinnustöðum, á þeim tíma sem reiknað er að konur hafi unnið fyrir launum sínum, miðað við meðalatvinnutekjur karla.
Myndskeið
Áfram stelpur
Kvennakórinn Katla flutti í tilefni kvennafrídagsins 24. október nýja útgáfu af baráttusöngnum Áfram stelpur. Myndbandið er framleitt af Sagafilm og er samstarfsverkefni RÚV, Stöð 2 og Símans.
23.10.2018 - 19:35
Vilja hvetja ungt fólk til þátttöku
Nemendur í áfanganum Saga femínisma í Kvennaskólanum í Reykjavík hafa stofnað hreyfinguna Öll út til að vekja athygli jafningja á kynbundnum launamun og misrétti á vinnumarkaði Íslands.
18.10.2018 - 14:49