Færslur: kvennaathvarf

Heimilisofbeldi á Grikklandi hjúpað þagnarmúr
Að sögn sérfræðinga er barátta gegn heimilisofbeldi á Grikklandi mjög skammt á veg kominn og landið stendur langt að baki öðrum Evrópuþjóðum hvað varðar þann málaflokk.
23.11.2020 - 06:26
Fræðsluefni skortir fyrir konur sem flytja til Íslands
Konur af erlendu bergi brotnar, sem búsettar eru á Íslandi, skortir upplýsingar um réttindi sín. Gerendur í ofbeldi gegn þeim nýta sér jafnvel þekkingarskort þeirra. Þetta kemur fram í nýrri samantekt Samtaka um kvennaathvarf.
Gamall draumur rætist um kvennaathvarf á Akureyri
Nýtt kvennaathvarf verður opnað á Akureyri þann 28. ágúst. Þetta kemur fram í tilkynningu sem Samtök um kvennaathvarf og Bjarmahlíð sendu frá sér í dag. Athvarfið er ætlað konum og börnum sem ekki geta búið heima hjá sér vegna ofbeldis.
Kvennaathvarf opnað nyrðra í sumarlok
Kvennaathvarf verður opnað á Akureyri í lok sumars. Hingað til hefur ekki verið neitt búsetuúrræði utan Reykjavíkur fyrir konur og börn sem ekki geta búið á heimili sínu vegna ofbeldis. Sigþrúður Guðmundsdóttir, framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins, segir að lengi hafi staðið til að opna athvarf utan höfuðborgarsvæðisins. Tvær af hverjum tíu konum sem koma í Kvennaathvarfið í Reykjavík koma utan höfuðborgarsvæðisins.
03.07.2020 - 13:11
Flýta byggingu áfangaheimilis Kvennaathvarfsins
100 milljónum króna verður varið til þess að flýta byggingu nýs áfangaheimilis Kvennaathvarfsins. Þetta kemur fram á vef Stjórnarráðsins. Framlagið er innan þingsályktunartillögu ríkisstjórnarinnar um fjárfestingarátak til að vinna gegn samdrætti í hagkerfinu vegna COVID-19 faraldursins.
27.03.2020 - 01:18
Fréttaskýring
Enn fjölgar tilkynningum um heimilisofbeldi
Heimilisofbeldismálum á borði lögreglunnar fjölgaði mikið eftir að verklagi var breytt á árunum 2013 til 2014. Málunum fjölgar enn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.
93% skjólstæðinga Kvennaathvarfs sættu andlegu ofbeldi
93 prósent kvenna sem leituðu skjóls og ráðgjafar í Kvennaathvarfinu í fyrra voru beitt andlegu ofbeldi og sex af hverjum tíu höfðu mátt þola líkamlegt ofbeldi. Þetta kemur fram í yfirliti Samtaka um kvennaathvarf um starfsemi athvarfsins 2019. 144 konur og 100 börn dvöldu í Kvennaathvarfinu um lengri eða skemmri tíma í fyrra, og 294 konur til viðbótar komu þangað í samtals 545 viðtöl.
11.02.2020 - 03:51
Vantar úrræði fyrir fólk sem flýr ofbeldi á heimili
Engin úrræði eru á Akureyri fyrir fólk sem þarf að yfirgefa heimili sitt vegna ofbeldis. Konum sem þurfa að flýja að heiman er boðið að fara í kvennaathvarf til Reykjavíkur. 124 leituðu aðstoðar vegna ofbeldis hjá Aflinu á Akureyri í fyrra. Þau höfðu ekki leitað þangað áður.
08.01.2020 - 13:20