Færslur: Kveikur-myndbönd

Viðtalið við Þórólf Árnason í heild
Er þekking á vopnasölusamningi Sameinuðu þjóðanna hjá Samgöngustofu og var hann hafður til hliðsjónar þegar undanþága var veitt frá lögum svo að flugfélagið Atlanta gæti flutt vopn? Kveikur vildi fá svar við þeirri spurningu frá Þórólfi Árnasyni, forstjóra Samgöngustofu.
Hvar er Raufarhöfn?
„Þegar ég flutti til Reykjavíkur þá var ég að segja við vinkonur mínar eða vinnufélagana mína að ég væri frá Raufarhöfn. Þau bara eitthvað; Hvar er það? Það náttúrulega vita voða fáir hvar Raufarhöfn er,“ sagði Brynja Dögg Björnsdóttir, íbúi á Raufarhöfn, þegar Kveikur ræddi hana þar í vetur.
16.02.2018 - 11:45
Hvað er bitcoin?
Bitcoin er til umræðu nær alla daga. Bæði er rætt um þetta fyrirbæri sem framtíð fjármálakerfisins og sem pýramídasvindl. En áður en hægt er að komast að því er rétt að spyrja fyrst: Hvað er bitcoin?
12.02.2018 - 14:37
Viðtal
Lengri útgáfa viðtalsins við Sigríði Andersen
Sigríður Andersen dómsmálaráðherra fékk ítrekað þær leiðbeiningar frá sérfræðingum í ráðuneytinu að rökstyðja ákvörðun sína um að víkja frá lista hæfisnefndar um dómaraefni við skipan í Landsrétt.
31.01.2018 - 10:13
Viðtal
Lengri útgáfa viðtalsins við Macchiarini
Ítalski skurðlæknirinn Paolo Macchiarini, sem þekktastur er fyrir að græða gervibarka í minnst sjö einstaklinga, ræddi við Kveik í heimabæ sínum á Spáni nýverið. Umfjöllunin var birt á þriðjudag en hér er hægt að sjá lengri útgáfu viðtalsins við Macchiarini. 
07.12.2017 - 15:41
Höfundur Njálu: Lengri útgáfur viðtala
Í Kveik í kvöld er fjallað um rannsóknir sérfræðinga á hver geti og hver geti ekki verið höfundur Njálu. Með stílgreiningu og aðstoð tölvutækninnar hefur umfangsmikið magn texta verið greint og borið saman við Njálu í þessum tilgangi.
28.11.2017 - 21:15
Aldrei verið hægt að fiska bara eina tegund
„Hvað kallast brottkast?“ spyr Þórhallur Ottesen, sem starfaði sem eftirlitsmaður og síðar deildarstjóri landeftirlits Fiskistofu í ríflega 20 ár, í viðtali við Kveik. Hann segir skilgreiningar hér á landi á því hvað teljist til brottkasts og sóunar fiskistofna, frjálslegar í meira lagi.
27.11.2017 - 12:46
Lengri útgáfa viðtalsins við Fiskistofustjóra
Í Kveik í kvöld er fjallað um brottkast, svindl á ísprósentu og uppgjöf Fiskistofu gagnvart rannsóknum og eftirliti með brotum í sjávarútvegi. Eyþór Björnsson, forstjóri Fiskistofu, er meðal viðmælenda í þættinum. Í viðtalinu viðurkennir hann að stofnunin geti ekki tekist á við þau verkefni sem henni er ætlað eins og staðan er í dag.
21.11.2017 - 20:20
Svona er skólpið hreinsað í Hveragerði
Hveragerði er með svokallaða tveggja þrepa hreinsun á sínu skólpi. Enda bær, inn til landsins, sem á þess ekki kost að losa skólp út í sterka hafstrauma. Fjallað var um skólphreinsistöðina í umfjöllun Kveiks um skólpmál á þriðjudag.
16.11.2017 - 11:28
Jón Steinar: „Það er ekkert sem bannar það“
Í Kveik í kvöld var rætt við Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrverandi hæstaréttardómara, þar sem hann viðurkennir að hafa reynt að hafa áhrif á niðurstöðu Hæstaréttar í máli náins vinar síns. Máli sem hann hafði sjálfur sagt sig frá vegna vanhæfis. 
14.11.2017 - 21:15
Kynlífstæki hökkuð og tekin yfir
Sérfræðingar Syndis sem Kveikur ræddi við um tölvuöryggismál hafa kannað mörg mismunandi tæki sem eru hluti af hinu svokallaða „internet of things“, eða internetið alls staðar.
14.11.2017 - 21:15
Fjórðungur skólps fer óhreinsaður í sjóinn
Að minnsta kosti fjórðungur skólps í landinu rennur óhindrað og óhreinsað beint út í ár, vötn og hafið umhverfis Ísland, þrátt fyrir að yfir áratugur sé frá því að almennilegri hreinsun átti að vera komið á um land allt.
14.11.2017 - 20:31
Ítarleg lýsing atburðanna í Barnaverndarmálinu
Kveikur hefur fengið mjög mikil viðbrögð við þættinum á þriðjudaginn var. Þeir sem áhuga hafa á að heyra nánari lýsingu á tildrögum málsins sem þar var til umfjöllunar og hvernig upplifun móðurinnar var, geta séð hér töluvert lengri útgáfu viðtalsins við hana.
10.11.2017 - 14:18
Efast um ungbarna­hristingsheilkenni
Nokkur mál hafa komið upp á Íslandi þar sem grunur leikur á að barn hafi verið hrist. Eitt þeirra var til umfjöllunar í Kveik í gærkvöldi en árið 2015 fjallaði Kastljós um annað slíkt mál. Það var mál dagföður hér á landi sem dæmdur var í Hæstarétti fyrir að valda dauða drengs með hristingi í daggæslu árið 2001.
08.11.2017 - 10:50