Færslur: Kveðja

Með okkar augum
Bríet forðast fólk sem brýtur hana niður
„Það er ekki neinn annar sem getur gert þig vinsæla nema fólkið sem hlustar á þig, svo það er þeim að þakka,“ segir tónlistarkonan Bríet um ótrúlega velgengni sem hún hefur notið síðasta árið. Hún einbeitir sér að aðdáendum sínum og uppbyggilegum orðum þeirra, en hlustar ekki á þá sem gagnrýna hana ómálefnalega.
01.09.2021 - 14:46
Fyrrverandi kærastinn hefur ekki tjáð sig um plötuna
„Við höfum ekki átt þetta samtal enn. Það verður bara seinna held ég,“ segir söngkonan Bríet. Hún sendi nýverið frá sér einlæga plötu um sambandsslit og ástarsorg og er hún langvinsælasta plata landsins í dag. Maðurinn sem hún er ort um vissi af tilurð hennar og hvatti sína fyrrverandi kærustu til að draga ekkert undan í texta- og lagasmíðunum.
09.11.2020 - 08:43
Gagnrýni
Skin og skúrir
Fyrstu breiðskífu Bríetar hefur verið beðið með nokkurri eftirvæntingu. Hér er hún komin, kallast Kveðja, Bríet og er plata vikunnar á Rás 2.
30.10.2020 - 11:13
Lestarklefinn
Bríet hefði mátt vera orðljótari við kúrekann
Gestir Lestarklefans eru sammála um að fyrsta plata Bríetar sé góð og úthugsuð plata. Egill Bjarnason segist lengi ekki hafa greint jafn mikla hæfileika í textasmíð á íslensku. Kristín Jónsdóttir er hugfangin og Þórdís Nadia Semichat er hrifin þó hún hefði viljað sjá Bríeti ganga lengra í að berskjalda tilfinningar sem fylgja sambandsslitum og jafnvel vanda sínum fyrrverandi kveðjurnar enn síður.
27.10.2020 - 13:49