Færslur: Kurt Cobain

Sjónvarpsfrétt
Í mál við Nirvana vegna plötuumslags Nevermind
Maðurinn sem prýddi umslag einnar mest seldu plötu allra tíma hefur höfðað mál gegn hljómsveitinni Nirvana. Hann segir hljómsveitina hafa í leyfisleysi notað mynd af honum nöktum á umslagi plötunnar Nevermind. Myndin hafi alla tíð valdið honum ama og honum líði eins og hann hafi verið misnotaður.
25.08.2021 - 17:42
Viðtal
Ekki bara nördar í Keflavík, alveg úti að keyra
Elíza Newman tónlistarkona og vinkonur hennar í hljómsveitinni Kolrassa krókríðandi voru númer níu á svið í Fellarokki í Fellaskóla þegar þær áttuðu sig á því að allir sem komu fram spiluðu sama lag og þær höfðu verið að æfa, Smells like teen spirit með Nirvana.
15.05.2021 - 11:00
Heimskviður
Hið þjáða andlit X-kynslóðarinnar
Á mánudaginn var voru liðin 27 ár frá því að bandaríski tónlistarmaðurinn Kurt Cobain svipti sig lífi. Hann var þá 27 ára að aldri og forsprakki einnar vinsælustu hljómsveitar heims. Hann var tákn heillar kynslóðar. En vanlíðanin var aldrei langt undan í lífi Cobains, bæði líkamleg og andleg.
11.04.2021 - 07:30
Gítar Kurt Cobain seldur fyrir metfé
Kassagítarinn sem Kurt Cobain lék á við upptökur á órafmögnuðum tónleikum MTV sjónvarpsstöðvarinnar árið 1993 seldist fyrir sex milljónir bandaríkjadala á uppboði um helgina, jafnvirði um 830 milljóna króna. Upphæðin er sú hæsta sem fengist hefur fyrir gítar á uppboði. Fyrra met var sett í fyrra þegar gítar David Gilmour úr Pink Floyd var seldur fyrir um fjórar milljónir dala.
21.06.2020 - 06:54
Kassagítar Cobains falur á tugi milljóna
Þeir sem vilja eignast kassagítarinn sem Kurt Cobain lék á við upptökur á órafmögnuðum tónleikum MTV sjónvarpsstöðvarinnar verða að reiða fram minnst eina milljón dollara. Gítarinn verður falur á uppboði Julien's Auctions í Beverly Hills í næsta mánuði, og er búist við því að fyrsta boð verði um milljón dollara, jafnvirði nærri 150 milljóna króna. 
12.05.2020 - 06:52
Breyski og óþekki dýrlingurinn Kurt Cobain
Þann 8. apríl síðastliðinn voru nákvæmlega 25 ár liðin síðan bandaríski tónlistarmaðurinn Kurt Cobain fannst látinn á heimili sínu í Seattle, hann hafði skotið sig í höfuðið þremur dögum fyrr.
14.04.2019 - 13:05