Færslur: Kulnun

Tengivagninn
Eignaðist ömmu í vindlareykjandi rommdrekkandi miðli
Magnea Björk Valdimarsdóttir kvikmyndagerðakona hefur ferðast víða um heim og búið meðal annars á Spáni, Frakklandi og Kúbu. Þar bjó hún með konu sem kallaði sig ömmu hennar og sígrátandi sambýliskonu sem saknaði sonar síns sem var í fangelsi. Magnea vinnur að nýrri heimildarmynd um jóga og kulnun og segir aldrei nei við nýjum ævintýrum.
04.08.2022 - 13:50
Sjónvarpsfrétt
Um fjórðungur grunnskólakennara með einkenni kulnunar
Meira en einn af hverjum fjórum grunnskólakennurum er með alvarleg einkenni kulnunar og hátt í fjögur prósent þeirra ættu að leita sér tafarlaust hjálpar. Þetta sýnir ný rannsókn. Talsvert fleiri kennarar mælast með kulnunareinkenni nú en fyrir kórónuveirufaraldurinn. Þorgerður Laufey Diðriksdóttir, formaður Félags grunnskólakennara, segir að því miður ekki ekki verið hugað nægilega vel að heilsu kennara.
17.10.2021 - 21:02
Næsti faraldur verði faraldur kulnunar
Alþjóðastofnanir spá því að næsti heimsfaraldur verði faraldur kulnunar. BSRB sendi minnisblað vegna þessa til yfirvalda í dag, þar sem lagðar eru til heilsuverndandi aðgerðir fyrir framlínustarfsfólk sem og almenning.
Andleg vanlíðan og streita algeng meðal dýralækna
Andleg vanlíðan og streita er algeng meðal dýralækna hér á landi samkvæmt nýrri könnun sem Dýralæknafélag Íslands gerði meðal félagsmanna sinna. Stóraukið gæludýrahald á landsvísu, óvægin umræða á samfélagsmiðlum, óraunhæfar kröfur viðskiptavina, einmanaleiki, samúðarþreyta og mannekla eru meðal helstu orsakavalda.
23.06.2021 - 09:47
Myndskeið
Umræða á samfélagsmiðlum geti valdið kulnun lækna
Umræða á samfélagmiðlum getur haft neikvæð áhrif á lækna og valdið kulnun þeirra í starfi að mati læknis á heilsustofnun Hveragerðis. Kulnun sé vaxandi vandamál innan stéttarinnar.
22.01.2020 - 10:00
Fréttaskýring
Rannsókn varpar ljósi á kulnunarvanda hjúkrunarfræðinga
Árið 2015 glímdi fimmtungur hjúkrunarfræðinga á Landspítalanum við alvarleg kulnunareinkenni og svipað hlufall stefndi að því að hætta innan árs. Þetta er niðurstaða rannsóknar sem birtist í nýjasta tölublaði Tímarits um viðskipti og efnahagsmál. Einn rannsakenda telur ástandið hafa versnað síðan. Mannauðsstjóri Landspítalans segir meira bera á kulnun en áður, en að það sé líka meira gert til þess að sporna við henni. Einn liður í því er að minnka bein samskipti hjúkrunarfræðinga við sjúklinga.
Myndskeið og viðtal
Heklar teppi til að ná bata frá kulnun
Átök í stjórnmálum, of mörg verkefni í einu og einhverfa leiddu til kulnunar hjá Guðlaugu Kristjánsdóttur, fyrrverandi stjórnarformanni Bjartrar framtíðar. Með því að hekla teppi tókst henni að fá bata.
26.10.2019 - 19:26
Margir hjúkrunarfræðingar í streitumeðferð
Heilbrigðisstarfsfólk, svo sem hjúkrunarfræðingar og sjúkraliðar, mynda stærsta hluta þeirra sem eru í streitumeðferð Heilsustofnunar NLFÍ, auk annarra sem sinna umönunarstörfum.
15.06.2019 - 08:00
Hjúkrunarfræðin gefandi en streituvaldandi
Rannsakendur segja að hjúkrunarfræði sé gefandi, fjölbreytt og skemmtileg og feli í sér mikil samskipti við fólk, sem sé alltaf gaman. Stundum geti starfið þó verið streituvaldandi enda sé það krefjandi og verkefnin fjölþætt.
14.06.2019 - 13:17
Kulnun í námi og starfi hjúkrunarfræðinga
Þrjátíu og eitt prósent hjúkrunarfræðinema finna fyrir mikilli streitu í námi og 62 prósent fyrir miðlungsmikilli streitu. Þá töldu 38 prósent útskrifaðra sig vera að miklu leyti útbrunna vegna námsins. Þó sagðist mikill meirihluti þátttakenda, eða ríflega 87 prósent ætla að starfa við hjúkrun í framtíðinni.
12.06.2019 - 08:41
Hamingjan bætir heilsu og vinnuafköst
Hamingja er grafalvarlegt mál fyrir viðskiptalífið, segir breskur sérfræðingur. Hamingjusamt fólk afkasti meiru í vinnunni og sé sjaldan veikt. Hrundið hefur verið af stað átaki hér á landi til að draga úr streitu á vinnustöðum.
21.02.2019 - 18:50
Átak til að auka vellíðan í vinnunni
Efnt verður til átaks til að efla heilsu fólks á vinnustöðum og vellíðan. Landlæknir, Vinnueftirlitið og Virk - starfsendurhæfing skrifuðu undir samkomulag um það í dag. Alma Möller landlæknir segir að bæði verði vinnuveitendum og starfsmönnum gefin ráð um hvernig megi efla heilsu og draga úr streitu.
21.02.2019 - 18:32
Kulnun getur haft langtímaáhrif á heilsu
Ung kona sem glímdi við kulnun segist hafa misst áhugann á því sem henni þótti áður skemmtilegt, auk þess að fá ýmis líkamleg einkenni. Prófessor í streitumeðferð segir mikilvægt að grípa til forvarna í stað þess að einblína á áhrif kulnunar á einstaklinginn.
15.02.2019 - 18:55