Færslur: Kúabændur

Sauðfjár- og kúabúum fækkað mest síðustu ár
Búum í landbúnaðargreinum fækkaði um 375 á landinu frá 2008 til 2020. Þetta kemur fram í samantekt Hagstofu Íslands.
Símaviðtal
Talsmaður kúabænda furðar sig á ummælum ASÍ um okur
Formaður Landssambands kúabænda furðar sig á því að hagfræðingur hjá Alþýðusambandinu fullyrði að okrað sé á neytendum með verðhækkunum á innlendum matvörum. Launahækkanir og hækkun á aðföngum skýri þrettán prósenta hækkun á mjólkurverði á síðustu tveimur árum. 
Sjónvarpsfrétt
Bóndi neyðist til að hella mjólk— „Finnst það ömurlegt“
Kúabóndi í Mývatnsveit segir ömurlegt að hafa þurft að hella niður allri mjólk sem framleidd er á bænum í tvo mánuði. Eftir að ein kýrin veiktist og var lógað fór búið undir lágmarksviðmið Mjólkursamsölunnar sem neitar að sækja mjólkina.
26.03.2022 - 14:03
Sjónvarpsfrétt
Kýrnar á Búrfelli mjólka best
Kúabúið Búrfell í Svarfaðardal er nythæsta mjólkurbú landsins annað árið í röð. Með bættum aðbúnaði kúa síðustu ár hefur mjólkurframleiðsla stóraukist.
17.02.2022 - 10:47
Selja mjólk beint frá býli í sjálfsala í Reykjavík
Bændur á kúabúinu Gunnbjarnarholti í Skeiða- og Gnúpverjahreppi hófu í morgun sölu á mjólk í sjálfsafgreiðslustöð í Reykjavík. Margrét Hrund Arnarsdóttir framkvæmdastjóri Hreppamjólkur segir þau vilja minnka kolefnisspor mjólkurframleiðslunnar og hvetja til neyslu á íslenskum mjólkurafurðum.
18.12.2021 - 22:25
Tekjur af sölu nautakjöts standa ekki undir framleiðslu
Afurðatekjur af nautaeldi ná ekki að standa undir framleiðslukostnaði. Nauðsynlegt er að hagræða á búunum og hækka afurðaverð til að búskapurinn verði arðbær. Formaður Landssambands kúabænda segir þjóðina þurfa að ákveða hvort stunda eigi framleiðslu hér á landi eða flytja allt
Bóndi í Eyjafjarðarsveit smíðar stærstu kú á Íslandi
Bóndi og handverkskona í Eyjafjarðarsveit vinnur nú að því að smíða stærstu kú á Íslandi. Hún sem verður rúmir þrír metrar á hæð verður nokkuð nákvæm eftirmynd af gamalli kú á bænum.
18.06.2021 - 15:17
Segir jákvætt að greiðslur fyrir mjólk hækki til bænda
Gunnar Þorgeirsson formaður Bændasamtaka Íslands segir jákvætt að afurðaverð hækki til bænda. Þann 1. apríl næstkomandi hækkar lágmarksverð 1. flokks hvers lítra mjólkur til bænda úr 97,84 krónum í 101,53, eða um 3,77% samkvæmt ákvörðun verðlagsnefndar búvara.
Smuga setti met á árinu 2020 – mjólkaði tæp 15 tonn
Nythæsta kýr landsins á árinu 2020 var kýrin Smuga frá Ytri- Hofdölum í Skagafirði. Smuga mjólkaði alls 14.565 kíló af mjólk á árinu 2020 og hefur engin kýr mjólkað svo mikið á einu ári hér á landi. Hún hefur á sinni ævi mjólkað tæplega 68 tonn af mjólk.
Birgðir safnast upp í landbúnaði vegna COVID-19
Birgðir safnast upp í landbúnaði hér á landi og víðar vegna faraldursins og Íslendingar verða að bregðast við því, segir Guðný Helga Björnsdóttir, kúabóndi á Bessastöðum í Hrútafirði. Framleiðslan hafi tekið mið af því að hingað kom um ein milljón ferðamanna en langan tíma tekur að hægja á framleiðslunni. Tíma taki að bregðast við og hægja á framleiðslu. 
19.01.2021 - 12:10
Morgunútvarpið
Velta í skyrútflutningi nálægt þremur milljörðum króna
Velta Íseyjar útflutnings ehf., dótturfélags Mjólkursamsölunnar, í útflutningi á skyri var nálægt þremur milljörðum króna á liðnu ári og hagnaðurinn var um það bil 200 milljónir, segir Ari Edwald, framkvæmdarstjóri Íseyjar. Ari gerir ráð fyrir að útflutningur aukist á komandi árum. Fyrirtækið hóf útflutning á japanskan markað á árinu og opnaði einnig sölustaði fyrir Ísey í Finnlandi.
04.01.2021 - 09:56
Myndskeið
Segir nautgriparækt ekki standa undir sér
Nautgripabóndi segir nautaeldi ekki standa undir sér eftir verðlækkanir á nautakjöti til bænda síðustu ár. Landbúnaðarráðherra segir það áhyggjuefni og að forsendur fyrir tollasamningum séu breyttar.
Stöðva dreifingu á mjólk vegna yfirfulls haughúss
Matvælastofnun hefur stöðvað dreifingu mjólkur frá bæ í Hörgársveit þar sem hollustuhættir voru ófullnægjandi. Haughús var yfirfullt svo rann úr því út á heimreiðina. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu hefur mjólkurframleiðslu verið hætt á bænum.
13.10.2020 - 12:33
Bændur fá minna en neytendur greiða meira
Landssamband kúabænda hefur áhyggjur af versnandi afkomu nautgripabænda og segir búrekstur í raun orðinn neikvæðan. Afurðaverð til nautgripabænda hefur lækkað um 10% frá árinu 2018. Á sama tíma hefur verð á nautakjöti úti í búð hækkað um 6,5%.
Segir afurðastöðvarnar veitast að bændum
Nautgripabóndi í Borgarfirði segir að sláturhúsin veitist að frumframleiðendum greinarinnar með lækkun afurðaverðs. Bændur eigi ekki annarra kosta völ en að hefja heimaslátrun í stórum stíl ef þrengt verði enn frekar að þeim.
Segir innflutning á lágum gjöldum hafa mikil áhrif
Forstjóri Sláturfélags Suðurlands segir lækkun á afurðaverði nautakjöts til bænda ekki næga til að mæta lækkun á markaði. Kjötafurðastöð KS tilkynnti í morgun allt að 23% lækkun á afurðaverði fyrir ungneyti og kýr í lökustu flokkum.
Þungt hljóð í kúabændum vegna lækkaðs afurðaverðs
Formaður Landssambands kúabænda segir þungt hljóð í bændum eftir að afurðaverð nautakjöts var lækkað. Bændur séu látnir þola verðlækkun sem skili sér ekki til neytenda. Hann telur að einhverjir eigi eftir að hætta nautakjötsframleiðslu vegna lækkunarinnar.
Kynntust í söngleik á Selfossi
„Þetta var í Grease Horror þar sem hann lék Frank Einar Stein og ég var Marta,“ rifjar Árný Fjóla Ásmundsdóttir Gagnamagnsmeðlimur og mannfræðingur upp um kynni hennar og Daða Freys tónlistarmanns. Þau voru í Fjölbraut á Suðurlandi þegar ástir tókust með þeim og nú búa þau í Berlín með dóttur sinni.
09.09.2020 - 09:17
Óttast mikið afurðatjón hjá kúabændum
Kúabændur á Norðurlandi urðu fyrir miklu tjóni í rafmagnsleysinu í kjölfar óveðursins í síðustu viku. Hella þurfti niður mjólk í stórum stíl auk þess sem óttast er að kýr hafi farið illa og geti orðið geldar. 
16.12.2019 - 12:32
Spegillinn
Svarfaðardalur: „Það þarf að spyrja ýmissa spurninga“
Varaaflsstöðvar eru komnar á flest ef ekki öll kúabú í Svarfaðardal en enn sér ekki fyrir endann á rafmagnsleysinu. Bændur muna ekki eftir öðru eins veðri. Margir bæir hafa misst allt samband við umheiminn. Björgunarsveitir hafa unnið að því að flytja varaaflsstöðvar á kúabú og bændur hafa hjálpast að við að mjólka. Á sumum bæjum er hitað með rafmagni og því orðið kalt í húsum. 
12.12.2019 - 19:33
Rafstöðvar rjúka út eins og heitar lummur
Rafstöðvar rjúka út á Norðurlandi. „Annað hvert símtal í dag hefur verið um rafstöðvar,“ segir sölustjóri Þórs hf. á Akureyri. Rafmagnsleysi og flökt undanfarna tvo daga hefur haft mikil áhrif á atvinnulíf og ollið tjóni víða.
12.12.2019 - 13:38