Færslur: KSÍ

Eggert neyddur til að stíga tímabundið til hliðar
Fimleikafélag Hafnarfjarðar hefur óskað eftir því við Eggert Gunnþór Jónsson að hann muni stíga tímabundið til hliðar sem leikmaður og þjálfari fyrir félagið. Þetta kemur fram í yfirlýsingu á heimasíðu FH.
21.04.2022 - 18:56
Tveir landsliðsmenn til viðbótar sagðir sakaðir um brot
Framtíð Rúnars Más Sigurjónssonar og Sverris Inga Ingasonar leikmanna með íslenska karlalandsliðinu í fótbolta er sögð óljós. Meint kynferðis- og ofbeldisbrot þeirra eru sögð vera á borði samskiptaráðgjafa íþrótta- og æskulýðsstarfs.
21.04.2022 - 13:48
„Viljum leggja okkur af mörkum í að setja pressu“
Stjórn Knattspyrnusambandas Íslands hefur ákveðið að ekkert íslenskt knattspyrnulandslið leiki við landslið frá Rússlandi meðan á hernaði Rússa stendur. Þá muni landslið Íslands ekki leika á heimavelli Hvíta-Rússlands. Formaður KSÍ segir að skilaboðin séu skýr.
28.02.2022 - 15:53
Sævar: Sýnir sterka stöðu Vöndu
Sævar Pétursson segir að Vanda Sigurgeirsdóttir sé vel að sigrinum komin eftir að hann laut í lægra haldi fyrir henni í formannskjöri KSÍ í dag. Yfirburðir Vöndu í kjörinu komu honum þó á óvart.
26.02.2022 - 18:24
Viðtal
Sigurinn stærri en Vanda bjóst við
„Já, ég verð nú að viðurkenna það að hann var það. Ég var nú samt jákvæð og bjartsýn á að að þetta færi mína leið en kannski ekki alveg með svona miklum mun," segir Vanda Sigurgeirsdóttir sem í dag var kjörin formaður KSÍ. Vanda fékk rúm 70% atkvæða gegn tæpum 30% mótframbjóðandans, Sævars Péturssonar.
26.02.2022 - 18:08
Umfjöllun um landsliðsskandala ein sú besta á Athletic
Ítarleg umfjöllun um kynferðisbrotamál tengd íslenska landsliðinu í fótbolta er meðal þess besta sem vefmiðillinn The Athletic bauð upp á á árinu að mati þeirra eigin fréttaritara. Umfjöllunin var meðal þeirra fimm bestu í flokki greina frá blaðamönnum þeirra í Bretlandi. 
Skrifum Sigurðar G. á Facebook vísað frá úrskurðarnefnd
Úrskurðarnefnd lögmanna hefur vísað frá kvörtun Þórhildar Gyðu Arnarsdóttur sem hún lagði fram vegna skrifa Sigurðar G. Guðjónssonar, lögmanns, á Facebook-síðu sinni um mál hennar og landsliðsmannsins Kolbeins Sigþórssonar. Nefndin telur ekkert benda til þess að Sigurður G. hafi verið í hagsmunagæslu fyrir Kolbein eða KSÍ þegar hann skrifaði færsluna.
15.12.2021 - 17:55
Kastljós
Segir skýrsluna hreinsa fyrrverandi stjórn KSÍ
Einn höfunda úttektarskýrslu ÍSÍ um ofbeldismál sem ratað hafa inn á borð KSÍ segir stjórnarmenn KSÍ ekki hafa vitað um þau mál sem tilkynning KSÍ í ágúst sneri að. Vissulega hafi margir innan KSÍ vitað af frásögnum um kynbundið ofbeldi á árunum 2010 til 2021.
Viðtal
Ekkert minnst á kynferðisofbeldi í siðareglum KSÍ
Talskona forvarnarhópsins Bleika fílsins segir að skýrsla um viðbrögð KSÍ við ábendingum um ofbeldi, sýni þörfina á að skýra hvernig tekið sé á móti og farið með ábendingar. Hún furðar sig á að hvergi sé minnst á kynferðisofbeldi í siðareglum sambandsins. 
09.12.2021 - 19:38
Sjónvarpsfrétt
Forseti ÍSÍ vill ekki dæma um framgöngu KSÍ
Forseti Íþrótta- og ólympíusambands Íslands segist ekki vilja dæma um hvernig KSÍ hafi tekist til þegar upp hafa komið ásakanir um kynferðisbrot leikmanna. Fram kom í skýrslu úttektarnefndarinnar að KSÍ hefði haft vitneskju um fjögur mál er lúta að leikmönnum og starfsmönnum á ellefu ára tímabili. Lárus segir jákvætt að málin séu ekki fleiri.
08.12.2021 - 19:50
Fyrrverandi eiginkona landsliðsmanns segir Magnús ljúga
Fyrrverandi eiginkona landsliðsmanns í knattspyrnu segir framburð Magnúsar Gylfasonar í skýrslu úttektarnefndar ÍSÍ um KSÍ vera rangan. Skýrslan var uppfærð í dag eftir að nefndinni barst framburður hennar.
08.12.2021 - 15:45
Viðtal
Skýrslan verði ekki notuð til að ráðast gegn þolendum
„Mér finnst mjög mikilvægt að þessi skýrsla sé ekki notuð til að ráðast gegn þolendum, til að efast um orð þeirra, því nóg er á þolendur lagt,“ sagði Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður Knattspyrnusambands Íslands, í Morgunútvarpinu á Rás 2 í morgun. Hún sagðist ekki vilja tjá sig um það hvernig þolendur upplifa skýrslu úttektarnefndar ÍSÍ um ofbeldismál sem ratað hafa inn á borð KSÍ.
08.12.2021 - 09:31
Réðu Guðna frá því að fara í viðtal í Kastljósi
Framkvæmdastjóri KSÍ og almannatenglar lögðust eindregið gegn því að Guðni Bergsson mætti í viðtal í Kastljósi á RÚV þann 26. ágúst. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu úttektarnefndar ÍSÍ um ofbeldismál sem ratað hafa inn á borð KSÍ.
07.12.2021 - 22:54
Mál Arons Einars upphafið að falli Guðna Bergssonar
Mál Arons Einars Gunnarssonar, sem nú er til rannsóknar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, varð kveikjan að falli Guðna Bergssonar sem formanns KSÍ. Þetta má lesa út úr skýrslu úttektarnefndar á vegum ÍSÍ sem birt var í dag. Guðni vissi af því strax í júní að landsliðsfyrirliðinn væri annar mannanna sem sakaður væri um kynferðisbrot í #metoo-frásögn á samfélagsmiðlum. Stjórn KSÍ vissi ekki af fjölskyldutengingu brotaþolans í málinu við starfsmann KSÍ fyrr en í lok ágúst.
07.12.2021 - 17:15
KSÍ vissi af fjórum frásögnum um ofbeldi
Guðni Bergsson og Geir Þorsteinsson, fyrrverandi formenn KSÍ, eru gagnrýndir í skýrslu nefndar sem falið var að fara yfir aðdraganda þess að Guðni sagði af sér formennsku í september. Vitneskja var innan KSÍ um alls fjórar frásagnir um að leikmenn eða aðrir sem störfuðu fyrir sambandið hefðu beitt kynbundnu eða kynferðislegu ofbeldi á árunum 2010 til 2021. Eitt málið tengdist landsliðsmanni sem sendur var heim. Í hinum þremur voru þetta starfsmenn sem unnu ákveðin verkefni fyrir KSÍ
07.12.2021 - 14:06
Sjónvarpsfrétt
Stjórn KSÍ ræðir hvort hætta eigi að bjóða áfengi
Stjórn KSÍ hefur rætt, og hyggst ræða áfram hvort ástæða sé til að hætta að veita áfengi eftir landsleiki. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá formanni KSÍ sem hafnaði viðtali í dag, annan daginn í röð. 
25.11.2021 - 19:36
KSÍ hefur ekki áhyggjur þótt menn fái sér 1-2 drykki
„Það er ekki óalgengt að menn setjist niður eftir leikjatörn og sumir fá sér einn, tvo drykki og aðrir ekki og KSÍ hefur ekki haft áhyggjur af þessu í tengslum við landsliðin almennt,“ segir í skriflegu svari upplýsingafulltrúa KSÍ við fyrirspurn fréttastofu RÚV. Fréttastofa sendir 15 spurningar í tölvupósti til forsvarsmanna KSÍ. Formaður sambandsins hefur hafnað öllum beiðnum um viðtal í dag.
Leggja til leikmannasamninga sem taki mið af siðareglum
Starfshópur varðandi vinnulag, viðhorf og menningu innan knattspyrnuhreyfingarinnar hefur skilað tillögum til stjórnar KSÍ. Meðal tillaga er samningur fyrir landsliðsfólk sem taki mið af siðareglum og innihaldi ákvæði varðandi ofbeldisbrot.
04.11.2021 - 15:09
Segðu mér
„Ég var alveg við það að fella slatta af tárum“
Kvikmyndagerðarmaðurinn og fyrrum landsliðsmarkvörðurinn Hannes Þór Halldórsson greindi frá því fyrr í haust að hann hygðist ekki leika fleiri leiki með liðinu. Styr stóð um KSÍ á þeim tíma en Hannes fann stuðning hjá þjóðinni sem hann er þakklátur fyrir. Hann lítur stoltur yfir farinn veg og sér fram á að snúa sér enn frekar að kvikmyndagerð eftir vel heppnaða frumsýningu á Leynilöggu, sem hann leikstýrir.
03.11.2021 - 13:55
Algengt að menn víki þegar mál eru til skoðunar
Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður Knattspyrnusambands Íslands, segir að algengt sé að reglur kveði á um að menn víki úr liðum þegar kærumál séu til rannsóknar. Það er nú til skoðunar hjá KSÍ hvernig sé hægt að skýra verkferla um hvort landsliðsmenn, eða aðrir leikmenn, sem sæti lögreglurannsókn fái að spila með liðum sínum. Þá horfi þau meðal annars til reglna Íþróttabandalags Reykjavíkur.
Vöndu falið að leiða uppgjör við Guðna til lykta
Stjórn KSÍ hefur veitt formanninum Vöndu Sigurgeirsdóttur umboð til að leiða uppgjör við Guðna Bergsson, fyrrverandi formann knattspyrnusambandsins, til lykta.
25.10.2021 - 11:22
Sex landsliðsmenn sakaðir um ofbeldis- og kynferðisbrot
Sex leikmenn íslenska karlalandsliðsins í fótbolta hafa verið sakaðir um ofbeldis- og/eða kynferðisbrot og leika ekki með liðinu á meðan mál þeirra eru í skoðun. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag.
13.10.2021 - 05:31
Kastljós
Vanda: „Við ætlum að laga þetta“
Stjórn Knattspyrnusambands Íslands á ekki að skipta sér af vali á leikmönnum í landslið. Þetta sagði Vanda Sigurgeirsdóttir formaður KSÍ  í Kastljósi í kvöld. Hún sagði mikilvægt að standa með þolendum kynferðisbrota og -áreitni, sjálf hefði hún orðið fyrir áreitni í íþróttum. Mikilvægt sé að fagfólk komi að því að leysa þá stöðu sem upp er komin innan sambandsins.
Viðtal
Vanda: „Verður ærið verkefni en ég er bara spennt“
Vanda Sigurgeirsdóttir var kjörinn formaður KSÍ á aukaþingi sambandsins í gær. Hún segist vera mikil samstarfs og samvinnukona og ætlar að láta verkin tala í nýju hlutverki. Verkefnin fram undan séu vissulega ærin en hún segist þó spennt.
03.10.2021 - 20:04
Viðtal
Eigi ekki að vera í landsliði ef mál eru til skoðunar
Vanda Sigurgeirsdóttir varð í dag formaður Knattspyrnusambands Íslands. Hún segir að meðan til skoðunar eru ofbeldisbrot eigi fólk ekki að spila með landsliðinu. Það sé þó ekki hlutverk stjórnar að hlutast til um hverjir séu valdir í liðið. 
02.10.2021 - 18:10