Færslur: KSÍ

Sex landsliðsmenn sakaðir um ofbeldis- og kynferðisbrot
Sex leikmenn íslenska karlalandsliðsins í fótbolta hafa verið sakaðir um ofbeldis- og/eða kynferðisbrot og leika ekki með liðinu á meðan mál þeirra eru í skoðun. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag.
13.10.2021 - 05:31
Kastljós
Vanda: „Við ætlum að laga þetta“
Stjórn Knattspyrnusambands Íslands á ekki að skipta sér af vali á leikmönnum í landslið. Þetta sagði Vanda Sigurgeirsdóttir formaður KSÍ  í Kastljósi í kvöld. Hún sagði mikilvægt að standa með þolendum kynferðisbrota og -áreitni, sjálf hefði hún orðið fyrir áreitni í íþróttum. Mikilvægt sé að fagfólk komi að því að leysa þá stöðu sem upp er komin innan sambandsins.
Viðtal
Vanda: „Verður ærið verkefni en ég er bara spennt“
Vanda Sigurgeirsdóttir var kjörinn formaður KSÍ á aukaþingi sambandsins í gær. Hún segist vera mikil samstarfs og samvinnukona og ætlar að láta verkin tala í nýju hlutverki. Verkefnin fram undan séu vissulega ærin en hún segist þó spennt.
03.10.2021 - 20:04
Viðtal
Eigi ekki að vera í landsliði ef mál eru til skoðunar
Vanda Sigurgeirsdóttir varð í dag formaður Knattspyrnusambands Íslands. Hún segir að meðan til skoðunar eru ofbeldisbrot eigi fólk ekki að spila með landsliðinu. Það sé þó ekki hlutverk stjórnar að hlutast til um hverjir séu valdir í liðið. 
02.10.2021 - 18:10
Stjórnin gengur ósátt frá borði
Stjórn KSÍ gengur ósátt frá borði og krafa um afsögn var vonbrigði, sagði Gísli Gíslason, fyrrverandi varaformaður KSÍ á aukaþingi sambandsins í dag.
02.10.2021 - 15:44
Viðtal
Vanda segir erfið verkefni framundan
Vanda Sigurgeirsdóttir var kjörin formaður Knattspyrnusambands Íslands á aukaþingi sambandsins í morgun, fyrst kvenna. Hún segir að erfið verkefni séu framundan og að hreyfingin þurfi að endurvinna traust þjóðarinnar. „Við vitum það sjálf að við þurfum að breyta. Við verðum að fordæma allt ofbeldi og við verum að búa til leiðir þar sem þolendur vilja koma til okkar, að þeir viti að við hlustum á þá,“ segir Vanda.
02.10.2021 - 12:56
Nýr formaður og ný stjórn kosin á aukaþingi KSÍ
Aukaþing Knattspyrnusambands Íslands hófst klukkan 11 á Hilton Reykjavík Nordica í dag. Boðað var til aukaþings í kjölfar umræðu um ofbeldi og kynbundið ofbeldi innan knattspyrnuhreyfingarinnar og íslenska karlalandsliðsins.
02.10.2021 - 11:06
Viðtal
Verðandi stjórn hafi sagst ætla að taka Aron úr hópnum
Hörður Snævar Jónsson, blaðamaður og ritstjóri 433.is, segist hafa eins góðar heimildir og þær verða fyrir því að verðandi stjórn Knattspyrnusambands Íslands hafi gefið þau skilaboð að ef Aron Einar Gunnarsson yrði í landsliðshópnum sem tilkynntur var í dag yrði honum kippt út við fyrsta tækifæri.
30.09.2021 - 21:15
Vanda Sigurgeirsdóttir býður sig fram til formanns KSÍ
Vanda Sigurgeirsdóttir, lektor í tómstunda- og félagsmálafræði og fyrrverandi landsliðskona í fótbolta, hefur ákveðið að bjóða sig fram í embætti formanns Knattspyrnusambands Íslands. Þetta tilkynnti hún á Facebook-síðu sinni fyrir stuttu.
22.09.2021 - 10:00
KSÍ vill að nefnd fari yfir viðbrögð vegna ofbeldismála
Stjórn Knattspyrnusambands Íslands hefur óskað eftir því við Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands að stofnuð verði nefnd til að gera úttekt á viðbrögðum og málsmeðferð sambandsins vegna kynferðisofbeldismála tengdum leikmönnum landsliða. Þetta kemur fram í tilkynningu frá KSÍ.
21.09.2021 - 22:02
Framkvæmdastjóri KSÍ snúinn aftur til starfa
Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri Knattspyrnusambands Íslands, KSÍ, er komin aftur til starfa eftir að hafa farið í leyfi í kjölfar ásakana um að sambandið hafi hylmt yfir kynferðis- og ofbeldisbrot liðsmanna karlalandsliðsins.
21.09.2021 - 19:51
Félagslið Kolbeins segist ætla að styðja hann
Félagslið Kolbeins Sigþórssonar, landsliðsmanns í knattspyrnu, segist ætla að styðja hann í endurhæfingu sinni. Kolbeinn var áberandi í umræðunni seinustu vikur og mánuði eftir að tvær konur stigu fram og greindu frá meintri yfirhylmingu KSÍ á ofbeldi af hálfu leikmannsins í þeirra garð.
21.09.2021 - 17:02
Bað stjórn KSÍ afsökunar
Formaður knattspyrnudeildar Leiknis á Fáskrúðsfirði sér eftir að hafa lagt nafn sitt og félagsins undir yfirlýsingu þess efnis að krefjast afsagnar stjórnar KSÍ og biður stjórnina afsökunar. „Auðvitað áttu allir að anda djúpt og vinna þessi mál betur."
07.09.2021 - 23:17
Stígamót skora á ráðherra að skipta Helga Magnúsi út
Stígamót, samtök sem berjast gegn kynferðisofbeldi og veita aðstoð fyrir fólk sem hefur verið beitt kynferðisofbeldi, skora á dómsmálaráðherra að skipa nýjan vararíkissaksóknara í stað Helga Magnúsar Gunnarssonar. Dómsmálaráðherra þyrfti að höfða mál fyrir dómstólum til að geta skipt út núverandi vararíkissaksóknara.
07.09.2021 - 13:42
Vikulokin
Ekki má bæta á vanlíðan þolenda
Mikilvægt er að gera fortíðina upp varðandi þau ofbeldismál sem hafa verið í umræðunni tengd KSÍ, að mati Vöndu Sigurgeirsdóttur, lektors við Háskóla Íslands, fyrrum íþróttakonu- og þjálfara. Hún segir að eitruð menning sé ekki bara innan KSÍ heldur víðar í samfélaginu, líka meðal ungra drengja á sparkvöllum víða um landið. 
04.09.2021 - 15:05
Viðtal
Forsetinn segir: Ekki vera fáviti
Brýnt er að bæði sé hægt að styðja fulltrúa Íslands í íþróttum og þolendur ofbeldis. Þetta segir Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands. Mikill heiður sé að vera fulltrúi Íslands í fótbolta en þeim heiðri fylgi ábyrgð og sú skylda að vera ekki fáviti. Hann segir að sér hafi orðið illa við þegar hann heyrði af ásökunum um ofbeldis- og kynferðisbrot landsliðsmanna í fótbolta. Hann segir það vonbrigði hvernig málin þróuðust hjá KSÍ.
Viðtal
Mikilvægt að uppræta nauðgunarmenningu
Þórhildur Gyða Arnarsdóttir, sem gagnrýndi á föstudag formann KSÍ fyrir að segja í Kastljósi að engar tilkynningar hefðu borist um kynferðisbrot landsliðsmanna, tók þátt í samstöðufundi fyrir utan höfuðstöðvar KSÍ í dag. Hún segir mikilvægt að sýna öðrum þolendum stuðning. Hún er bjartsýn á að málin horfi til betri vegar. „Þetta hefur áhrif á alla fótboltamenninguna í landinu okkar og auðvitað viljum við að hún sé góð og hún sé ekki uppfull af einhverri nauðgunarmenningu eða gerandameðvirkni.“
02.09.2021 - 18:19
Krefjast þess að samningi við Kolbein verði rift
Hópur stuðningsmanna sænska úrvalsdeildarliðsins IFK Gautaborg krefst þess að félagið rifti samningi við framherjann Kolbein Sigþórsson. Kröfur stuðningsmannanna voru settar á borða sem hengdir voru á æfingasvæði félagsins í nótt.
Furðar sig á yfirlýsingunni og segir hana ósanna
Þórhildur Gyða Arnarsdóttir, sem steig fram fyrir helgi og greindi frá ofbeldi af hálfu landsliðsmanns í fótbolta og gagnrýndi viðbrögð KSÍ, furðar sig á yfirlýsingu sem Kolbeinn Sigþórsson, sem tekinn var úr landsliðshóp Íslands, sendi frá sér síðdegis í dag.
01.09.2021 - 18:07
Sárt þegar hetjur falla af stalli
Nota á umræðuna um ofbeldismál innan knattspyrnuhreyfingarinnar sem tækifæri til að efla fræðslu og vekja börn til meðvitundar um heilbrigð samskipti. Þetta segir formaður faghóps sem kanna á ofbeldismál og kynferðisbrot innan KSÍ.
Tólfan stendur með þolendum ofbeldis
Tólfan, stuðningsmannafélag, karlalandsliðsins í knattspyrnu, stendur við bakið á þolendum í þeim ofbeldismálum sem tengjast knattspyrnuhreyfingunni og fjallað hefur verið um undanfarna daga.
01.09.2021 - 09:58
Viðtal
Arnar: Allir leikmennirnir í dag með hreinan skjöld
Arnar Þór Viðarsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, svaraði spurningum blaðamanna í dag sem flestar lutu að umræðu um kynferðisbrot í knattspyrnunni. Leikmennirnir sem mæta Rúmeníu í undankeppni HM 2022 á fimmtudag njóti þess að spila fyrir land og þjóð. „Þeir eru hérna af því að þeir eru það sterkir og  vilja gera það, þrátt fyrir allt. Pressan á liðinu er gígantísk en allir leikmennirnir sem eru hjá mér í dag eru með hreinan skjöld,“ segir Arnar.
31.08.2021 - 20:45
Spegillinn
Stórkostlegar breytingar í íþróttamenningunni
Stórkostlegar breytingar eiga sér nú stað í íþróttamenningunni, sérstaklega hér á landi, segir Viðar Halldórsson prófessor í félagsfræði. Á síðustu fimm til átta árum hefur orðið samfélagsleg bylting sem líka nær til íþróttanna.   
31.08.2021 - 15:45
Styrktaraðilar krefjast skýringa frá KSÍ
Nokkrir helstu styrktaraðila KSÍ hafa krafist skýringa og aðgerða af hálfu sambandsins, og lýst þungum áhyggjum af stöðunni. Pétur Hrafn Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Íslenskra getrauna, segir þau hafa fengið fundarboð frá sambandinu. Fundurinn verði á næstu dögum en tímasetning hafi ekki verið ákveðin.
31.08.2021 - 15:23
AIK segir landsliðið hafa leynt félagið upplýsingum
Framtíð Kolbeins Sigþórssonar hjá sænska liðinu IFK Gautaborg er í óvissu eftir að brot hans gegn Þórhildi Gyðu Arnarsdóttur og annarri stúlku komu upp á yfirborðið. Þá segir íþróttastjóri AIK að KSÍ hafi leynt félagið upplýsingum þegar það skrifaði undir samning við Kolbein.
31.08.2021 - 12:42