Færslur: KSÍ

Fótboltafélögin fagna endalokum hólfaskiptingar
Það er mikill léttir fyrir knattspyrnufélögin að sóttvarnaraðgerðum og hólfaskiptingu áhorfenda hafi verið aflétt, segir Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ. Félögin hafi orðið fyrir tekjumissi vegna fækkunar áhorfenda í faraldrinum. Fjöldi sjálfboðaliða hafi unnið við að framfylgja hólfaskiptingu á leikjum.
25.06.2021 - 14:30
Viðtal
Neikvætt tal um konur í öllum karlaklefum í fótbolta
Neikvætt tal um konur viðgengst í öllum karlaklefum knattspyrnumanna. Þetta segir formaður Leikmannasamtaka Íslands. Leikmenn séu hræddir við að mótmæla slíku tali af ótta við að litið verði á það sem veikleika og að það rýri möguleika þeirra á að komast í liðið. 
14.05.2021 - 21:12
Alþjóðleg knattspyrnuyfirvöld andvíg ofurdeild
Allt verður reynt til að koma í veg fyrir stofnun nýrrar ofurdeildar tólf evrópskra knattspyrnufélaga að sögn Klöru Bjartmarz framkvæmdastjóra KSÍ. Hún segir tímasetningu tilkynningar félaganna ekki tilviljun enda hefist þing Evrópska knattspyrnusambandsins (UEFA) á morgun.
19.04.2021 - 09:53
Viðtal
Breytingar á reglum setja leikmenn í erfiða stöðu
Arnar Sveinn Geirsson, formaður Leikmannasamtaka Íslands og leikmaður Fylkis í fótbolta, segir að breyttar reglur um snertiíþróttir setji leikmenn í erfiða stöðu. Hann segist ekki vita til þess að leikmenn hafi ýtt mikið á eftir því að mótin hæfust aftur, íþróttafélög hafi verið þar fremst í flokki auk fjölmiðlafólks. Þá gagnrýnir Arnar KSÍ fyrir að hafa ekki haft samráð við leikmenn við gerð draga að reglum sambandsins um sóttvarnir. Arnar var gestur í Síðdegisútvarpinu á Rás 2 í dag. 
12.08.2020 - 19:12
KSÍ hefur ekkert eftirlit með UEFA-styrkjum
KSÍ hefur ekki eftirlit með því hvernig þau 12 íþróttafélög, sem fengu í fyrra fimm milljóna króna styrk frá Evrópska knattspyrnusambandinu, UEFA, sem eyrnamerktur er börnum og unglingum, verja fénu. Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ segir að aðkoma sambandsins að málinu sé takmörkuð.
24.07.2020 - 17:43
Saga þjóðernishyggju samofin íþróttasögunni
Nýtt myndband og merki Knattspyrnusambands Íslands hefur farið fyrir brjóstið á mörgum. Gagnrýnendum þykir myndbandið þjóðrembingslegt og myndmál þess og orðræða jaðra við að vera fasísk.
09.07.2020 - 11:24
Morgunútvarpið
Knattspyrnan bara þversnið af samfélaginu, segir Klara
Klara Bjartmarz framkvæmdastjóri KSÍ segir að erfitt sé fyrir sambandið að gera áætlanir eftir að smit greindust hjá leikmönnum nokkurra knattspyrnuliða hér á landi. Leikjum hefur þegar verið frestað og meiri breytinga er að vænta.
29.06.2020 - 08:33
Sportrásin
Ekki vel staðið að undirbúningi Íslandsmótsins
Nú styttist í að mót á vegum KSÍ hefjist að nýju. Þórir Hákonarson, íþróttastjóri hjá Þrótti Reykjavík og fyrrum framkvæmdastjóri KSÍ, segir að upplýsingaflæði til aðildarfélaga þurfi að vera betra. Enn sé óljóst hvernig leikjum og æfingum verður háttað í sumar.
11.05.2020 - 11:33
Viðtal
„Við treystum á þessar fjárhæðir inn í framtíðina“
Guðni Bergsson, formaður Knattspyrnusambands Íslands, segir aðgerðir Knattspyrnusambands Evrópu, UEFA, í gær ekki snúast um aukainnspýtingu, heldur aðgang að framtíðartekjum KSÍ. Stíga þurfi varlega til jarðar varðandi notkun á fénu.
28.04.2020 - 19:04
KSÍ krefst fjár frá borginni vegna tugmilljóna útgjalda
Knattspyrnusamband Íslands fer fram á að Reykjavíkurborg komi til móts við sambandið með fjárframlagi vegna kostnaðar sem fylgir landsleiks Íslands og Rúmeníu á Laugardalsvelli 26. mars í umspili um sæti á Evrópumóti karla í sumar. Umframkostnaður vegna framkvæmdar leiksins, miðað við hefðbundinn heimaleik, getur numið um 70 milljónum króna vegna aðgerða sem þarf að grípa til vegna árstíma.
21.02.2020 - 10:39
Viðtal
Tók loforð af 700 börnum um að minnka tölvunotkun
Siguróli Kristjánsson, oftast kallaður Moli, ók hringinn í kringum landið í sumar og var með fótboltaæfingar í minni sveitarfélögum. Rætt var við Mola í þættinum Sögum af landi á Rás 1.
09.12.2019 - 14:06
Íslendingar tuktaðir til á Twitter
Ísland og Tyrkland mætast í undankeppni EM 2020 á Laugardalsvelli kl 18:45 í dag. Mikil umræða hefur átt sér stað á samfélagsmiðlinum Twitter í aðdraganda leiksins.
11.06.2019 - 12:21
Cavusoglu blandar sér í burstamálið
Mevlut Cavusoglu, utanríkisráðherra Tyrklands, er ekki par sáttur við meðferðina sem tyrkneska karlalandsliðið í fótbolta fékk við komuna til landsins í gærkvöld. Um þrjár klukkustundir liðu frá því að flugvélin lenti þar til pirraðir leikmenn liðsins komust í gegnum vegabréfaeftirlit á Keflavíkurflugvelli, tjáðu þeir tyrkneskum fjölmiðlum.
10.06.2019 - 06:54
Erlent · Innlent · Íþróttir · Fótbolti · Tyrkland · KSÍ
Ragnheiður íhugar framboð til formanns KSÍ
Ragnheiður Ríkharðsdóttir, fyrrverandi þingmaður, er að íhuga að bjóða sig fram sem formaður Knattspyrnusambands Íslands (KSÍ). Hún segir í samtali við fréttastofu ekki vera búna að taka neina ákvörðun en sé að kanna baklandið.
13.01.2019 - 20:55
„Leiðin á EM“ fær fjölmiðlaviðurkenningu KSÍ
Íþróttadeild RÚV hlaut fjölmiðlaviðurkenningu KSÍ fyrir árið 2017 fyrir heimildarþættina „Leiðin á EM“ sem voru í umsjón Eddu Sifjar Pálsdóttur og Maríu Bjarkar Guðmundsdóttur.
Formaður KSÍ í aganefnd FIFA
Guðni Bergsson, formaður Knattspyrnusambands Íslands, hefur verið valinn í aganefnd Alþjóðaknattspyrnusambandsins. Þetta var staðfest á ráðstefnu sambandsins í Bahrein en henni lauk í gær.
12.05.2017 - 15:05