Færslur: Krýsuvík

Jarðskjálfti norðaustur af Krýsuvík
Jarðskjálfti varð 6,6 kílómetra norðaustur af Krýsuvík þegar klukkuna vantaði tuttugu mínútur í tvö í dag.
01.05.2022 - 13:46
Innskot kviku gætu ógnað innviðum
Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur segir gangainnskot á Reykjanesskaga mögulega geta ógnað mikilvægum innviðum á höfuðborgarsvæðinu og á Suðurnesjum. Innskotin geti haft áhrif á kerfi sem fæða vatns- og hitaveitur ásamt jarðvarmavirkjunum hvort sem þau leiði til eldgoss eða ekki.
Myndskeið
Meira en 50 sprungur á vegum við skjálftasvæðið
Margar sprungur má sjá á vegum á skjálftasvæðinu. Fólk á meðferðarheimilinu í Krýsuvík finnur vel fyrir skjálftunum. Í Vogum eru flestir íbúar æðrulausir segir bæjarstjórinn þótt mikið gangi á.
Myndskeið
Skjálftinn ekki fyrirboði eldgoss
Ekkert bendir til þess að jarðskjálftinn í dag, sem mældist 5,6, sé forboði eldgoss, segir fagstjóri jarðvár á Veðurstofunni. Landris er hafið við Krýsuvík. Tvisvar á öld verða skjálftar á Reykjanesskaga af stærðinni sex. 
Myndskeið
Stór stund þegar ný Krýsuvíkurkirkja var hífð upp
Ný kirkja er komin á kirkjuhólinn í Krýsuvík í stað þeirrar sem stóð þar fyrir en hún gjöreyðilagðist þegar kveikt var í henni árið 2010. Það var stór dagur í dag þegar kirkjan var hífð á kirkjuhólinn, en smíðin hefur tekið tíu ár. 
10.10.2020 - 19:50
Tveir jarðskjálftar við Krýsuvík í morgun
Tveir jarðskjálftar urðu í grennd við Krýsuvík í morgun. Sá fyrri var 2,8 að stærð klukkan 06:20 og sá síðari var 3,3 að stærð klukkan 06:21. Nokkrir eftirskjálftar hafa fylgt.
07.09.2020 - 09:21
Mikil skjálftavirkni nyrðra og í Krýsuvík
Í nótt hafa mælst yfir 30 jarðskjálftar við Gjögurtá, sem er á Tjörnesbrotabeltinu, sá stærsti var 2,8 og varð skömmu eftir klukkan 5 í morgun. Um 30 jarðskjálftar mældust í Krýsuvík í nótt, enginn þeirra var yfir 2 að stærð.
Vonleysi ríkir meðal fíkla sem komast ekki í meðferð
Forráðamenn meðferðarheimilanna í Krýsuvík og Hlaðgerðarkoti hafi þungar áhyggjur af þeim sem ekki komast í áfengis- og vímuefnameðferð vegna samkomubanns. Fleiri hringja í Krýsuvík og í verra ástandi en áður. Vonleysi ríkir meðal þeirra sem bíða þess að komast í áfengis- og vímuefnameðferð í Hlaðgerðarkoti.
Myndskeið
Ráðherra segir glapræði að loka Krýsuvík
Gera þarf úrbætur á meðferðarheimilinu í Krýsuvík svo hægt sé að skrifa undir nýjan samning um rekstur þess. Krafa er gerð um fasta viðverðu starfsmanns - en vistmaður svipti sig lífi þegar enginn var á vakt. Félagsmálaráðherra segir að það væri glapræði að loka heimilinu og vill tryggja rekstur þess til framtíðar.
Gagnrýni
Merkilega gott og frábært persónugallerí
Áhangendur spennubóka Stefáns Mána þekkja vel til sögupersónunnar Harðar Grímssonar. Í Krýsuvík sýnir lögreglumaðurinn Hörður Grímsson á sér nýja hlið og segjast gagnrýnendur Kiljunnar tengja betur við hann en fyrr.
19.12.2018 - 20:30
Stefán Máni - Chinese Democrasy og Katla
Gestur Füzz í kvöld er rithöfundurinn Stefán Máni sem var að senda frá skáldsöguna Krýsuvík sem er hans tuttugasta bók sem gefin er út.
23.11.2018 - 15:11