Færslur: Króli

Myndband við Malbik og ný plata á leiðinni
Í október í fyrra gáfu Emmsjé Gauti og Króli út lagið Malbik. Í dag kom út myndband við lagið. Myndbandið var tekið upp út á Granda og var því leikstýrt af Fannari Birgissyni og Ragnari Óla Sigurðssyni.
02.03.2020 - 13:42
Króli, Eyþór og eftirhermurnar tóku B.O.B.A.
„Þetta var ekki æft, ekki neitt,“ segir Króli gersamlega agndofa yfir útkomunni á flutningi B.O.B.A. þar sem Eyþór Ingi bregður sér í gervi Bubba og Páls Óskars. Eyþór Ingi og Króli eru meðal hinna fjölmörgu listamanna sem troða upp á Tónaflóði, stórtónleikum Rásar 2 á Arnarhóli annað kvöld.
17.08.2018 - 16:45
Króli beatbox-aði 11 ára með Blaz Roca
Nýja platan hjá Jóa Pjé og Króla er um líðan og hugsanir síðustu 6 mánuði.
02.05.2018 - 14:34
Myndskeið
„Það eru allir að falla fyrir þessum strákum“
„Það er ekki bara hipphoppliðið sem er að falla fyrir þessum strákum, það eru allir að falla fyrir þeim. Það eru allir að flippa,“ segir Árni Matthíasson tónlistarrýnir um Jóa Pé og Króla, stærstu nýstirni íslenskrar tónlistarsenu.
28.09.2017 - 10:22
Tveir bestu vinir að leika sér
Hefðirðu getað ímyndað þér að það fyrsta sem Króli hlustaði á var Tom Jones í Royal Albert Hall á spólu og að hann kunni Sexbomb ennþá utan að? En að JóiPé hafi staðið á sviði Borgarleikhúsins í sérsaumuðum Michael Jackson jakka að taka spor eftir kónginn? Þeir eru „boom bap“-hausar að eigin sögn og við forvitnuðumst um af hverju það er. Þeir kíktu í Rabbabara síðastliðinn þriðjudag og ræddu tónlistarsögu sína ásamt mörgu öðru.
21.09.2017 - 11:28
 · Jói Pé · Króli · rapp
JóiPé og Króli á toppi Tónlistans
JóiPé og Króli tróna á toppi Tónlistans, með plötuna Gerviglingur, en þeir komu sem stormsveipur inn í íslenskt tónlistarlíf fyrir tveimur vikum.
19.09.2017 - 12:01
„Við erum ekkert að pæla það mikið“
„B.O.B.A. er mjög grillað konsept að lagi,“ segir JóiPé um nýtt lag hans og Króla sem hefur slegið í gegn og er komið með 105 þúsund áhorf á Youtube á aðeins þremur dögum.
07.09.2017 - 12:06
Mynd með færslu
B.O.B.A – nýtt lag frá JóaPé og Króla
JóiPé og Króli sendu frá sér lagið B.O.B.A í gær. Það hefur þegar slegið í gegn. Þeir eru tilbúnir með plötu sem kemur út á fimmtudaginn og hefur fengið nafnið Gerviglingur.
05.09.2017 - 14:10