Færslur: Kristján Þór Júlíusson

Segir ummælin vísa í samtöl við bændur
Kristján Þór Júlíusson landbúnaðarráðherra segir að ummæli hans á Alþingi séu vísun í samtöl hans við nokkra sauðfjárbændur sem hafi talað á þessum nótum. Landbúnaður sé og verði alvöru atvinnugrein og hryggjarstykki byggðar í sveitum landsins. 
Ummæli ráðherra hitta bændur illa fyrir
Framkvæmdastjóri Landssamtaka sauðfjárbænda segir vont ef landbúnaðarráðherra skuli hafa þá tilfinningu fyrir búgreininni að menn líti ekki á sig sem alvöru atvinnurekendur. Ummælin hitti bændur illa fyrir, í miðri sláturtíð, að sjá afrakstur ársins.
Segist undrandi á skilaboðum landbúnaðarráðherra
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingmaður, segir ummæli landbúnaðarráðherra vanta veruleikatengingu og að hann virðist ekki hafa áhyggjur af því að íslenskir bændur hafi hvað slökustu kjörin innan Evrópu.
Nýr Matvælasjóður fær hálfan milljarð
Fleiri störf í matvælaframleiðslu, aukin neysla á innlendri matvöru og nýsköpun í matvælaframleiðslu er á meðal þess sem nýjum Matvælasjóði er ætlað að gera. Hann var kynntur í morgun og matvælaframleiðendur geta nú sótt um styrk úr sjóðnum.
Framhald strandveiða í september siglir í strand
Fjöldi strandveiðimanna er nú atvinnulaus vegna skorts á aflaheimildum. Ekki virðist samhugur á Alþingi um þá lagabreytingu sem þarf til að opna fyrir strandveiðar í september.
Meirihluti nefndarinnar svarar Þórhildi Sunnu
Meirihluti stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis hefur gefið út yfirlýsingu í tilefni af afsögn Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur úr embætti formanns. Í yfirlýsingunni segir að frumkvæðisathugun stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis á hæfi sjávarútvegsráðherra hafi í einu og öllu verið í samræmi við hlutverk nefndarinnar og verklag hafi verið eðlilegt.
Ekki þörf á könnun á hæfi Kristjáns Þórs í Samherjamáli
Meiri­hluti stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefndar Alþingis vill hætta frum­kvæð­is­at­hugun á hæfi Krist­jáns Þórs Júl­í­us­sonar, sjáv­ar­út­vegs- og land­bún­að­ar­ráð­herra, vegna stöðu hans gagn­vart útgerðarfyrirtækinu Sam­herja. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata og einn nefndarmanna, segir niðurstöðuna til þess fallna að veikja Alþingi og traust almennings á því.
Félagskerfi bænda einfaldað á Búnaðarþingi
Tillaga nefndar um félagskerfi bænda gerir ráð fyrir að aðildarfélögum að Bændasamtökum Íslands verði fækkað og að búnaðarsambönd sameinist með það að markmiði að einfalda kerfið. Búnaðarþing var formlega sett í hádeginu í dag.
Óttast að trúverðugleiki nefndarinnar hafi beðið hnekki
Fulltrúi Sjálfstæðisflokks í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis óttast að trúverðugleiki nefndarinnar hafi beðið hnekki eftir að þrír þingmenn hennar samþykktu að hefja frumkvæðisathugun á því hvernig sjávarútvegsráðherra metur hæfi sitt gagnvart Samherja. Miklar deilur spruttu upp á fundi nefndarinnar þegar þetta var samþykkt.
Hefur skilning á ákvörðun Japana
Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra segir ákvörðun Japana ekki snerta Íslendinga á neinn hátt. Hann segir þetta ekki setja fordæmi fyrir Ísland og ekki hafi komið til tals hér á landi að gera slíkt hið sama. Kristján Þór segist ekki hafa skoðun á því hvort úrsögn Japana úr Alþjóðahvalveiðiráðinu sé alvarlegt mál.
26.12.2018 - 12:30
Fækkun nemenda veldur erfiðleikum
Bregðast þarf við fækkun nemenda í framhaldsskólum og styttingu náms til stúdentsprófs, segir í svari Kristjáns Þórs Júlíussonar, mennta- og menningarmálaráðherra, í dag við fyrirspurn frá Andrési Inga Jónssyni, þingmanni VG, um áform um sameiningar framhaldsskóla. Afar brýnt sé að skoða starfsumhverfi framhaldsskólakerfisins og hvernig styrkja megi það með því að ýta undir aukið samstarf eða sameiningu skólastofnana. 
Millifærsla frá sjúklingum til sjúklinga
Kristján Þór Júlíusson, heilbrigðisráðherra, boðar miklar breytingar á greiðslukerfi í heilbrigðisþjónustu og segir að horfið verði frá ómannúðlegu kerfi. Rúnar Vilhjálmsson, prófessor í félagsfræði við hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands, segir ýmislegt jákvætt við nýja kerfið en hann sér líka alvarlega galla við það. Útfærslan hefði að hans mati átt að vera önnur.