Færslur: kristján gunnar valdimarsson

Rannsókn lokið á máli Kristjáns Gunnars
Rannsókn á máli Kristjáns Gunnars Valdimarssonar lögmanns og fyrrverandi lektors í skattarétti við HÍ er nú lokið. Þetta segir Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Hann segir að málið sé nú hjá ákærusviði lögreglunnar þar sem ákvörðun verður tekin um ákæru.
Mál Kristjáns Gunnars er enn til rannsóknar
Mál Kristjáns Gunnars Valdimarssonar, lögmanns og fyrrverandi lektors í skattarétti við Háskóla Íslands er enn í rannsókn. Þetta segir Hulda Elsa Björgvinsdóttir sviðstjóri ákærusviðs lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. 
Niðurstaðan hefur áhrif en rannsókn í fullum gangi
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir að rannsókn á máli Kristjáns Gunnars Valdimarssonar sé í fullum gangi og að henni miði vel. Landsréttur hafnaði kröfu lögreglunnar um að Kristján Gunnar sæti fjögurra vikna gæsluvarðhaldi.
Kristján Gunnar ekki í gæsluvarðhald
Landsréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um að hafna gæsluvarðhaldskröfu á hendur Kristjáni Gunnari Valdimarssyni.
Landsréttur úrskurðar í máli lektors
Landsréttur úrskurðar um áframhaldandi gæsluvarðhald yfir Kristjáni Gunnari Valdimarssyni lögmanni og lektor í dag. Farið er fram á fjögurra vikna gæsluvarðhald yfir honum.
Viðtal
Segir brotalamir í aðgerðum lögreglu við Aragötu
Réttargæslumaður einnar konunnar sem lagt hefur fram kæru á hendur Kristjáni Gunnari Valdimarssyni segir að brotalamir hafi verið í aðgerðum og upplýsingagjöf frá lögreglu til þeirra sem aðild eiga að málinu.
Myndskeið
Hætta á áframhaldandi brotum
Farið hefur verið fram á fjögurra vikna gæsluvarðhald yfir Kristjáni Gunnari Valdimarssyni sem grunaður er um frelsissviptingu og kynferðisbrot gegn þremur konum. Dómari úrskurðar um kröfuna á morgun. Lögreglan hafnar því alfarið að Kristján Gunnar hafi fengið sérmeðferð vegna stöðu sinnar.
Skýrslutökum yfir Kristjáni Gunnari ólokið
Ákvörðun um framlengingu gæsluvarðhalds yfir Kristjáni Gunnari Valdimarssyni verður tekin á morgun. Rannsókn málsins er í fullum gangi en skýrslutöku yfir Kristjáni Gunnari er ekki lokið.
Kristján Gunnar laus úr einangrun
Réttargæslumaður eins brotaþola í máli Kristjáns Gunnars Valdimarssonar gagnrýnir að lögregla hafi ekki látið hann vita þegar Kristján var látinn laus úr einangrun í gær.
Grunaður um brot gegn tveimur konum á jólanótt
Réttargæslumenn þolenda í máli Kristjáns Gunnars Valdimarssonar, sem situr í gæsluvarðhaldi grunaður um frelsissviptingu, kynferðisbrot og líkamsárás, gagnrýna harðlega að hann hafi verið látinn laus að morgni aðfangadags. Hann er sakaður um að hafa beitt tvær aðrar konur grófu ofbeldi á jólanótt, eftir að hann var látinn laus.