Færslur: Kristinn Hrafnsson
Tilfinningaþrungin stund þegar dómarinn las úrskurðinn
Talsmaður Wikileaks segir það hafa verið tilfinningaþrungna stund þegar breskur dómari las upp úrskurð sinn í morgun um að Julian Assange skuli ekki framseldur til Bandaríkjanna. Ástæðan er slæm andleg heilsa Assange, sem er talinn í sjálfsvígshættu. Bandarísk stjórnvöld ætla að áfrýja úrskurðinum.
04.01.2021 - 19:40
Úrskurðað í framsalsmáli Assanges í dag
Dómari í Lundúnum úrskurðar í dag hvort Julian Assange, stofnandi Wikileaks, skuli framseldur til Bandaríkjanna þar sem hann hefur verið ákærður fyrir njósnir. Sakarefnið er birting þúsunda leynilegra skjala frá bandaríska hernum tengdum hernaði í Írak og Afganistan fyrir rúmum áratug.
04.01.2021 - 04:01