Færslur: Kristín Ómarsdóttir

Gagnrýni
Hreint ævintýri fyrir lesendur
Kristín Ómarsdóttir sýnir meistaratakta í frumlegri beitingu tungumálsins í sagnasafninu Borg bróður míns, segir Gauti Kristmannsson gagnrýnandi.
Tengivagninn
„Þau myndu gefa mér fingurinn ef ég segði þetta“
„Ég sakna þeirra mjög mikið en þau forðast mig núna, ég finn það algjörlega,“ segir Kristín Ómarsdóttir um ljóðin sem eru henni kær. Í fjarveru ljóðanna setti hún saman smásagnasafnið Borg bróður míns sem kemur út í haust.
„Skil ekki af hverju fólk þarf aðra til að níðast á“
Kristín Ómarsdóttir ljóðskáld segist vera skapi næst að eyðileggja samfélagið enda sé það óréttlátt og misskiptingin algjör. „Það er ekkert jafnrétti. Fólk er á svimandi háum launum og aðrir fá 200.000 krónur til að lifa. Það getur það enginn,“ segir hún. Skáldið sendi nýverið frá sér ljóðasafn sem geymir átta ljóðabækur og er hvergi nærri hætt að skrifa.
27.08.2020 - 12:26
Gagnrýni
Bjartsýn bölsýni Svanafólksins
Kristínu Ómarsdóttur tekst „með stílgaldri og fullkominni sannfæringu að leiða lesendur inn í draumaheim sem er svo raunverulegur að við vitum ekki hvort þetta er martröð eða skelfileg martröð,“ segir Gauti Kristmannsson gagnrýnandi um nýjustu bók rithöfundarins, Svanafólkið.
Víðsjá
Minna kvíðin eftir að hún fann Guð og svanafólkið
Guð almáttugur, mannálftir og gyðjur verða óvænt örlagavaldar í lífi Elísabetar sem starfar hjá innanríkisráðuneytinu í dularfullu furðuríki. Kristín Ómarsdóttir höfundur Svanafólksins segir að persónurnar og sögurnar komi til hennar og hún hafi sjálf litla stjórn á þeim.
24.11.2019 - 10:47
Kristín Ómars og Kristín Eiríks tilnefndar
Kristín Eiríksdóttir og Kristín Ómarsdóttir eru tilnefndar til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2019, fyrir bækurnar Elín, ýmislegt og Kóngulær í sýningargluggum.
Kóngulær í sýningargluggum - Kristín Ó.
„Ég skrifa þessi ljóð úr samtímanum,“ segir skáldið Kristín Ómarsdóttir um nýja ljóðabók sína Kóngulær í sýningargluggum, sem er bók vikunnar á rás 1 þessa viku. Hér má heyra Kristínu lesa nokkur ljóð úr bókinni sem og viðtal við hana um bókina.
Kristín Ómarsdóttir fær Maístjörnuna
Maístjörnuna fyrir ljóðabók ársins 2017 hlýtur Kristín Ómarsdóttir fyrir bókina Kóngulær í sýningargluggum. Verðlaunin eru á vegum Rithöfundasambands Íslands og Landsbókasafns en þau voru veitt í annað sinn við hátíðlega athöfn í Þjóðarbókhlöðunni í dag.
29.05.2018 - 18:12
Beittur kjarninn stendur einn eftir
„Í ljóðheimi Kristínar er ekkert eins og maður heldur,“ segir Steinunn Inga Óttarsdóttir, gagnrýnandi, um nýjustu ljóðabók Kristínar Ómarsdóttur, Kóngulær í sýningargluggum.
Feykilega magnaður vefur sem glitrar
Kristínu Ómarsdóttur tekst alltaf að koma lesendum sínum á óvart segja gagnrýnendur Kiljunnar, og henni bregst ekki bogalistin í ljóðabókinni Kóngulær í sýningargluggum.
Peð í heiminum
Kristín Ómarsdóttir sendi frá sér nýja ljóðabók á dögunum, hennar fyrstu í tæplega áratug. Bókin er tileinkuð foreldrum Kristínar, en hún er fyrsta verkið sem hún gefur út eftir fráfall þeirra.
Esseyjuröð Rásar 1
Og hvað svo?
Rithöfundurinn Kristín Ómarsdóttir fjallar um óvissuna. Það sem er væntanlegt. Það sem er yfirvofandi. Það sem gerist. Eða mun ekki gerast.
14.04.2017 - 12:55
Flækingurinn - Kristín Ómarsdóttir
Bók vikunnar að þessu sinni er Flækingurinn, nýjasta skáldsaga Kristínar Ómarsdóttur. Hér má hlusta á Kristínu lesa úr bókinni auk þess sem rætt er við Kristínu um bókina, sögusvið hennar og persónur.
Gagnrýni: Prósi sem hægt er að ánetjast
Flækingar og útigangsmenn koma ekki fyrst upp í hugann þegar menn velta fyrir sér söguhetjum, en þeir eru algengari í bókmenntasögunni en ætla mætti.
Kristín Ómarsdóttir þolir ekki ryksuguhljóð
Kristín Ómarsdóttir var í öndvegi í Kiljunni í gær og mætti þar í heldur óvenjulegt viðtal við Egil Helgason. Í þessu opinskáa spjalli kom eitt og annað forvitnilegt um rithöfundinn í ljós:
16.04.2015 - 13:06
Kristín Ómarsdóttir segir frá Flækingnum
Það er alveg að koma út ný skáldsaga eftir Kristínu Ómarsdóttur. Sagan heitir Flækingurinn og fjallar um utangarðsfólk í Reykjavík, fólk sem heldur sína stundaskrá upp á hvern dag, aflar sér vista og vímuefna, hugsar til foreldra og gamalla vina og langar til að eignast barn.