Færslur: Kristín Jónsdóttir

Áhugaverð og óvenjuleg skjálftavirkni undan Jökli
Óvenjuleg og áhugaverð skjálftavirkni hefur greinst í hafinu vesturundan Snæfellsjökli. Kristín Jónsdóttir hópstjóri náttúruvár hjá Veðurstofunni, vekur athygli á þessu á Twitter.
Sprungur á hreyfingu en engin kvika
Um það bil þrjú hundruð jarðskjálftar hafa mælst á Vesturlandi, í nágrenni Húsafells, frá því skömmu fyrir jól. Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvárvöktunar hjá Veðurstofu Íslands, segir engin merki um kvikusöfnun
Allt heldur með rólegra móti á Reykjanesskaga í nótt
Frá því um miðnætti hafa mælst um áttatíu jarðskjálftar á Reykjanesskaga en sá stærsti mældist um 2,2 að stærð en er óyfirfarinn. Náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands segir þó að staðan sé æsispennandi.
Sjónvarpsfrétt
Auknar líkur á öðru eldgosi við Fagradalsfjall
Kristín Jónsdóttir, eldfjalla- og jarðskjálftafræðingur, metur stöðuna á Reykjanesskaga svo, að líkur á eldgosi hafi aukist. Atburðarásin er að mörgu leyti svipuð þeirri sem varð í aðdraganda síðasta eldgoss, en skjálftarnir nú hafi ekki verið alveg jafn öflugir og mældust þá.
Jarðskjálfti 3,7 að stærð suðsuðvestur af Keili
Jarðskjálfti af stærðinni 3,7 reið yfir þegar klukkan var sjö mínútur gengin í þrjú í nótt. Upptökin eru 1,2 kílómetra suðsuðvestur af Keili en viðlíka stórir skjálftar undanfarinna daga eiga upptök sín þar. Engin merki eru um óróa.
Engin glóð í gosinu
Engin glóð er sýnileg í aðalgíg eldgossins í Geldingadölum. Kristín Jónsdóttir hópstjóri náttúruvár hjá Veðurstofunni segir það nokkur tíðindi en þó sé ekki hægt að lýsa því yfir að gosi sé lokið. Hugsanlega er allt á fullu undir yfirborðinu.
Eldgosið þriggja mánaða: Svo margt hefur komið á óvart
Eldgosið í Geldingadölum fagnar þriggja mánaða afmæli í dag, 19. júní, en það hófst að kvöldi föstudagsins 19. mars og hefur ekki slegið af síðan. Eldsumbrotin hafa tekið á sig ýmsar myndir og ekki allar eftir bókinni. Reyndar er það aðeins eitt sem jarðvísindamenn treysta sér til að segja um með nokkurri vissu - að gosinu er hvergi nærri að ljúka.
Ræður fólki frá að fara með ung börn að gosstöðvum
Enn streymir hraun niður í Nátthaga á Reykjanesskaga. Dalbotninn í Nátthaga er nú þakinn hrauni og styttist í að dalurinn fyllist. Þaðan er stysta leið hraunsins að Suðurstrandarvegi.
Viðtal
Rýna þarf betur í gögn til að átta sig á stöðu gossins
Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvárvöktunar á Veðurstofunni segir í samtali við fréttastofu að skyndilegrar breytingar hafi orðið vart í gosinu um klukkan eitt í nótt. Endurmeta á stærð hættusvæðisins í Geldingadölum eftir breytingarnar. Nú stíga kvikustrókarnir reglulega allt að 300 metra upp í loftið. 
Myndskeið
Þetta hefur gerst í Geldingadölum í dag
Á meðfylgjandi myndbandi má sjá upptöku úr vefmyndavél RÚV í Geldingadölum allt frá því að nýju gossprungurnar opnuðust undir hádegi í morgun.
Viðtal
Gefið í skyn að hún væri ekki ráðin vegna verðleika
„Það var aðeins annað hljóð í honum þegar ég var búin að birta fimm greinar sem doktorsnemi,“ segir Kristín Jónsdóttir doktor í jarðeðlisfræði hjá Veðurstofunni. Þegar hún var ráðin í stöðu doktorsnema hjá háskólanum í Uppsala minnti prófessor hana á það hefði líklega hjálpað til að deildin fengi meira borgað fyrir hana því hún væri kona.
30.03.2021 - 11:27
Kristín Jónsdóttir - King Gizzard og Jethro Tull
Gestur þáttarins að þessu sinni er Kristín Jónsdóttir nátt­úru­vár­sér­fræðing­ur hjá Veður­stofu Íslands. Hún mætir með uppáhalds ROKKplötuna kl. 21.00. 
„Ég er dálítið misheppnuð poppstjarna“
Kristín Jónsdóttir jarðskjálftafræðingur hefur því sem næst verið daglegur gestur á skjám landsmanna síðan skjálftahrinan á Reykjanesskaga hófst. Áður en hún gerðist jarðhræringastjarna átti hún þátt í að skapa eina af fallegri dægurlagasmíðum 10. áratugarins.
07.03.2021 - 13:14
„Við teljum að þetta verði ekki hamfaragos“
Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvárvöktunar á Veðurstofu Íslands segir í samtali við Sigríði Hagalín fréttamann að ákafinn í hrinunni hafi komið henni á óvart. Víðir Reynisson, deildarstjóri deildarstjóri almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra, ítrekar að fólk skuli halda áfram lífi sínu.