Færslur: Kristilegir demókratar

Armin Laschet kjörinn formaður Kristilegra demókrata
Armin Laschet var rétt í þessu kosinn formaður Kristilegra demókrata í Þýskalandi á stafrænum landsfundi flokksins. Hann hlaut 522 atkvæði og tekur þar með við af Annegret Kramp-Karrenbauer sem formaður flokksins.
16.01.2021 - 11:02
Arftaki Merkel í leiðtogastól CDU
Annegret Kramp-Karrenbauer, framkvæmdastjóri CDU, Kristilegra Demókrata, stærsta stjórnmálaflokks Þýskalands var í dag valin sem nýr leiðtogi flokksins, og arftaki Angelu Merkel, sem gengt hefur þessu embætti undanfarin 18 ár. Kramp-Karrenbauer sigraði naumlega í annarri umferð kosningar sem haldin var á landsfundi flokksins í Hamborg í dag; hún fékk 51,7 prósent atkvæða á 48,2 atkvæðum Friedrich Merz, fyrrum þingflokksformanns Kristilegra Demókrata.
07.12.2018 - 16:18
Fréttaskýring
Samið um nýja „Große Koalition" í Þýskalandi
Loksins, loksins hefur sjálfsagt einhver sagt í Þýskalandi í morgun þegar tilkynnt var að samkomulag hefði tekist um myndun nýrrar samsteypustjórnar, rúmum fjórum mánuðum eftir að Þjóðverjar kusu nýtt þing. Angela Merkel verður áfram kanslari. Það hefur ekki gengið þrautalaust að mynda nýja stjórn enda kom upp flókin staða eftir kosningarnar í lok september. Stjórnarflokkarnir, Kristilegir og Jafnaðarmenn, þeir sömu og ætla nú að mynda stjórn, töpuðu verulegu fylgi.