Færslur: Krár

Framtíð afskekktasta öldurhúss Bretlandseyja tryggð
Fastagestum afskekktasta öldurhúss á Bretlandseyjum tókst að safna nægu fé til að tryggja áframhaldandi rekstur þess. Framtíð The Old Forge í Skotlandi var óráðin eftir að fyrri eigandi ákvað að selja.
03.04.2022 - 02:00
Verðhækkana að vænta hjá drykkjarfangaframleiðanda
Danski ölframleiðandinn Carlsberg varar viðskiptavini sína við að verðhækkana sé að vænta á árinu. Með því er brugðist við mikilli hækkun nauðsynlegra hráefna við framleiðsluna.
„Janúar sá versti í manna minnum“
„Janúarmánuður er sá versti í manna minnum", segir veitingamaður sem horfir fram á þriðju mánaðamótin í röð án þess að greiðslur komi frá ríkinu. Hann segir að aðgerðapakki ríkisstjórnarinnar dugi ekki til og vill alvöru styrk frá stjórnvöldum.
28.01.2022 - 18:09
Grænland
Samkomutakmarkanir auknar og áfengissölubanni komið á
Samkomutakmarkanir voru enn hertar á Grænlandi í gær auk þess sem tímabundið bann var sett við sölu áfengis í þremur sveitarfélögum. Kórónuveirufaraldurinn fer mikinn í landinu.
Slakað á sóttvarnatakmörkunum í Hollandi
Hollensk stjórnvöld hafa ákveðið að slaka á sóttvarnareglum í ljósi þess að sjúkrahúsinnlögnum hefur fækkað þrátt fyrir mikla útbreiðslu omíkron-afbrigðisins í landinu.
Viðtal
„Erum fegin að fá að hafa opið“
Eigendum bara og kráa lýst ekki sérstaklega vel á hertar sóttvarnaraðgerðir, en segjast þó fegin að fá að hafa opið. Það er mikið af stórum viðburðum í skemmtanalífinu á dagskrá um helgina að sögn Arnars Þórs Gíslasonar, í félagi bar- og kráareigenda. Hann býst þó við að margir afboði viðburði eða kjósi að mæta ekki, þrátt fyrir að hertar samkomutakmarkanir taki ekki gildi fyrr en í næstu viku.
Sjö byrlunarmál til rannsóknar í höfuðborginni
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur sjö mál til rannsóknar eftir síðustu helgi þar sem grunur er um að fólki hafi verið byrluð ólyfjan. Þetta kemur fram í svari lögreglunnar við skriflegri fyrirspurn fréttastofu. Fólkið var flutt á slysadeild, en þau voru öll stödd á skemmtistöðum eða krám í miðborg Reykjavíkur.
Skora á sóttvarnalækni að skýra strangar aðgerðir
Framtíðarsýn sóttvarnalæknis er eins og blaut tuska framan í stóran hluta veitingamarkaðarins, segir í yfirlýsingu frá Samtökum fyrirtækja á veitingamarkaði. Markaðurinn hafi verið nánast óstarfhæfur frá því í upphafi faraldursins og þurfi áfram að lúta ströngum sóttvarnaaðgerðum án þess færð séu fyrir því séu haldbær rök að því er fram kemur í yfirlýsingunni. Samtökin skora á sóttvarnalækni að skýra þessar ströngu aðgerðir.
Bareigendur á fullu að bóka tónlistarmenn fyrir kvöldið
Kráareigendur eru í óða önn að bóka tónlistarmenn fyrir kvöldið og helgina og ráða inn starfsfólk. Allar sóttvarnareglur innanlands falla úr gildi á miðnætti. Arnar Þór Gíslason, framkvæmdastjóri og einn eigenda Lebowski bars, Kalda bars, Enska barsins, The Irishman Pub og Dönsku kráarinnar í miðbæ Reykjavíkur, segir að fyrirvarinn sé lítill en hann kvarti ekki. Viðbúið sé að það taki um tvö ár að ná sama dampi og var á rekstrinum áður en heimsfaraldurinn braust út. 
Öllu skellt í lás við skemmtistaðagötu í Álaborg
Jomfru Ane Gade í Álaborg verður lokuð um hálfsmánaðar skeið svo draga megi úr útbreiðslu kórónuveirusmita í borginni. Sóttvarnarnefnd danska þingsins ákvað þetta í dag.
02.06.2021 - 13:03
Myndskeið
Skaðabótakröfur viðbúnar vegna COVID-reglna
Lögmaður líkamsræktarstöðvanna World Class segir sóttvarnasjónarmið ekki hafa ráðið ákvörðun um aðgerðir sem taka gildi á miðnætti þar sem liðsmönnum íþróttafélaga verður heimilt að lyfa lóðum en líkamsræktarstöðvar verða að vera lokaðar. Fyrirtæki hjóti að ígrunda skaðabótamál vegna sóttvarnaaðgerða.
Allar líkur á málshöfðun á hendur ríkinu á næstunni
Stjórnarmaður hjá Samtökum fyrirtækja á veitingamarkaði segir allar líkur á að einhverjir höfði mál á hendur stjórnvöldum á næstunni vegna sóttvarnaaðgerða. Samtökin hafa látið vinna lögfræðiálit og nokkrir kráareigendur og veitingahúsaeigendur hafa haft samband við lögmenn.
Lokun vínveitingastaða aflétt með skilyrðum
Öllum vínveitingastöðum verður gert að ábyrgjast að sæti séu fyrir alla gesti frá og með mánudeginum 28. september. Tímabundinni lokun verður aflétt með því skilyrði að gestir sitji kyrrir í sætum sínum líkt og tíðkast á veitinga- og kaffihúsum.
Myndskeið
Gærkvöldið „til fyrirmyndar“ í miðbænum
Rólegt var um að litast í miðbæ Reykjavíkur í gærkvöldi en lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði eftirlit með lokun skemmtistaða og kráa, og með sóttvörnum á samkomustöðum. Fréttastofa slóst í för með Stefáni, varðstjóra hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, í eftirlitsferð um miðbæ Reykjavíkur.