Færslur: krapaflóðin

Hættan á öðru krapaflóði minnkar — „Allt á réttri leið“
Vatnshæð við brúna yfir Jökulsá á Fjöllum hefur lækkað töluvert síðustu daga. Líklegt þykir að áin sé hægt og rólega að éta sig í gegnum krapaflóðið, segir Gunnar Sigurðsson, hópstjóri vatnamælikerfa hjá Veðurstofunni.
08.02.2021 - 11:19
Myndskeið
„Það er bara veðrið sem ræður þessu“
Enn er hætta á að krapastíflur bresti við brúna yfir Jökulsá á Fjöllum. Ekki má aka yfir brúna nema í björtu, og stöðugt eftirlit er á svæðinu. Töluverðar skemmdir urðu á mælitækjum í krapaflóði í síðustu viku.
01.02.2021 - 19:53
Ætla að rétta skúrinn af við Jökulsá á Fjöllum
Reyna á að laga mæla Veðurstofunnar við Jökulsá á Fjöllum og eru tveir vatnamælingamenn Veðurstofunnar lagðir af stað norður. Vatnshæðin hefur verið nokkuð stöðug um helgina í rúmum fimm metrum. 
Vatnsborðið hækkaði um tæpa tvo metra á einni mínútu
Óvissustig Almannavarna er í gildi vegna krapastíflu og flóðahættu í Jökulsá á Fjöllum. Þá hefur umferð um brúna verið takmörkuð og er hún aðeins opin milli níu og átján næstu þrjá daga. Sérfræðingur hjá Veðurstofunni segir að aðstæður geti breyst hratt.
29.01.2021 - 11:41
Myndir
Búið að opna þjóðveg eitt yfir Jökulsá á Fjöllum
Búið er að opna þjóðveg eitt við brúna yfir Jökulsá á Fjöllum sunnan við Grímsstaði. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Norðurlandi eystra. Þar segir að veginum verði haldið opnum í dag en aftur lokað þegar dimmir í kvöld.
27.01.2021 - 13:24
„Þau grófu upp vini og ættingja og fóru svo heim“
Fjórir létust og nítján hús skemmdust í snjóflóðunum sem féllu á Patreksfirði með skömmu millibili 22. janúar árið 1983. Flestir bæjarbúar voru að hafa sig til fyrir þorrablót sem átti að fara fram um kvöldið þegar skelfingin dundi yfir. Egill Fjelsted man glögglega eftir þeim atburðum enda alinn upp á Patreksfirði. Á meðal þeirra sem létust var systir vinar Egils en sjálfur slapp hann naumlega.
24.11.2020 - 13:51