Færslur: krabbameinsskimun

Sjónvarpsfrétt
„Það er ekki eitt - heldur allt“
Kona sem bíður niðurstaðna úr skimun fyrir brjóstakrabbameini segir slæmt að bíða í óvissu. Hún er ein af tólf hundruð konum sem nú bíða niðurstaðna sinna. Ekki hefur verið lesið úr brjóstamyndum á Landspítala síðan í júlí vegna læknaskorts.
1.200 konur bíða eftir niðurstöðum brjóstaskimana
Um 1.200 konur bíða nú eftir niðurstöðum skimunar á brjóstakrabbameini, en vegna læknaskorts á Landspítala hefur ekki verið lesið úr neinum röntgenmyndum úr brjóstaskimunum í rúman mánuð. Sviðsstjóri á rannsóknarsviði spítalans segir þetta ekki gott innlegg í umræðuna um krabbameinsskimanir, en verkefnið hafi verið flókið og tekið lengri tíma en búist var við þegar spítalinn tók við því.
Myndskeið
Engar brjóstamyndir hafa verið greindar í um mánuð
Ekki hefur verið lesið úr myndum úr skimunum á brjóstakrabbameini í rúman mánuð. Ástæðan er læknaskortur á Landspítala, en nú hafa erlendir læknar verið fengnir til starfa. Yfirlæknir Samhæfingarstöðvar krabbameinsskimana segir að þetta geti valdið kvíða hjá konum. 
Fá loks svar úr leghálsskimun eftir sjö mánaða bið
Fjögur þúsund konur, sem höfðu beðið í allt að sjö mánuði eftir að fá niðurstöður úr leghálsskimun, fengu svör í dag. Yfirlæknir Samhæfingarstöðvar krabbameinsskimana segir að þær konur, sem eitthvað athugavert fannst hjá, hafi þegar verið látnar vita. Hann segir skýringuna vera tæknilega.
Telja skýrslu Haraldar ófullnægjandi
Stjórn Félags íslenskra rannsóknalækna hefur sent frá sér ályktun þar sem stjórnin gerir margvíslegar athugasemdir við skýrslu heilbrigðisráðuneytisins um breytingar á skipulagi og framkvæmd skimunar fyrir krabbameini í leghálsi. Skýrslan er ófullnægjandi að mati stjórnar FÍR.
Yfirfærslan var flóknari en áætlað var
Heilbrigðisyfirvöld hafa aðeins haft heilsufarlega hagsmuni kvenna að leiðarljósi við breytingar á framkvæmd skimunar fyrir krabbameini í leghálsi og  með hvaða hætti væri best hægt að tryggja öryggi þeirra og gæði rannsókna sýna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Yfirfærsla verkefnisins hafi reynst flóknari en áætlað var.
Myndskeið
Of stuttur tími og mörg flækjustig
Landlæknir segir að mörg flækjustig hafi komið upp við breytingar á skipulagi skimana fyrir krabbameini í leghálsi og að of lítill tími hafi verið til stefnu. Það sé áhyggjuefni að konur hiki við að fara í skimun. 
Kastljós
Handunnið úr gögnum leghálssýnatöku
Handvinna þarf úr upplýsingum í tengslum við sýnatöku leghálskrabbameinsskimana. Ekki er hægt að samkeyra upplýsingar um fyrri niðurstöður úr gömlum úr sér gengnum gagnagrunni. Forstjóri heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segir að ekki verði hægt að laga kerfið fyrr en á seinni hluta ársins.
Býst við svörum frá heilsugæslunni í vikunni
Heilbrigðisráðherra segir að leghálssýni kunni að verða rannsökuð hér á landi í stað þess að senda þau til Danmerkur. Þetta kom fram í máli ráðherra í sérstakri umræðu á Alþing síðdegis i um breytingar á fyrirkomulagi skimunar fyrir legháls- og brjóstakrabbameini.
Vilja skýrslu frá ráðherra um leghálsskimanir
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir þingmaður Viðreisnar og 25 aðrir þingmenn allra stjórnarandstöðuflokkanna nema Flokks fólksins hafa lagt fram beiðni á Alþingi um skýrslu frá heilbrigðisráðherra um breytingar á skipulagi og framkvæmd skimunar fyrir krabbameini í leghálsi.
Myndskeið
Fyrirkomulag leghálsskimana „aðför að heilsu kvenna“
Varaformaður Læknaráðs Landspítala segir það fyrirkomulag að senda leghálssýni úr landi til greiningar vera aðför að heilsu kvenna. Læknaráð sjái sig knúið til að vekja athygli á því að stórslys sé í uppsiglingu. Þúsund leghálssýni sem tekin voru í janúar og febrúar hafa enn ekki verið send til greiningar í Danmörku.
20.02.2021 - 18:18
Hefur efasemdir um breytt krabbameinseftirlit
Reynir Tómas Geirsson fyrrverandi prófessor og forstöðulæknir kvennadeildar Landspítalans hefur efasemdir um þær breytingar sem gerðar voru um áramótin á legháls- og brjóstakrabbameinsleit. Hann óttast að með greiningu sýna í Danmörku glatist mikilvæg þekking hérlendis.
05.02.2021 - 15:56