Færslur: Krabbameinsfélagið

65 konur kallaðar inn til frekari greiningar
Leitarstöð Krabbameinsfélags Íslands heldur áfram að rannsaka sýni sem þörf þykir á að greina nánar eftir að upp komst um mistök við greiningu á leitarstöðinni. Búið er að rannsaka 2.500 sýni. Það hefur leitt í ljós vægar breytingar í frumumyndun sem kallar á að 65 kvennanna verði teknar til frekari skoðunar.
Viðtal
Landlæknir: Myndi ekki hika við að mæta í skimun
Alma Möller landlæknir sagði í sjónvarpsfréttum að skjal sem Sjúkratryggingar fundu í gær séu óklárað vinnuskjal þar sem gæti misskilnings. Þar sé einnig að finna atriði sem Krabbameinsfélag Íslands hefði leiðrétt ef það hefði fengið tækifæri til þess. Hún sagði að aðstoða þyrfti þær konur sem kynnu að hafa orðið fyrir skaða vegna mistaka við krabbameinsleit en ítrekaði um leið mikilvægi þess að konur færu í skimun.
Landlæknir: Skjalið var ófullbúið vinnugagn
Það er mat landlæknis eftir sameiginlega yfirferð með Sjúkratryggingum Íslands og Krabbameinsfélaginu að engar upplýsingar séu í níu blaðsíðna gagni sem unnið var í desember árið 2017 af greiningardeild Sjúkratrygginga og varðar mælingar og markmið þjónustusamnings við Krabbameinsfélagið sem kalli á viðbrögð heilbrigðisyfirvalda umfram þá skoðun sem þegar er hafin hjá embætti landlæknis.
Hafa farið yfir þriðjung sýnanna 6.000
Leitarstöð Krabbameinsfélags Íslands hefur nú farið yfir rúman þriðjung af þeim 6.000 sýnum sem ákveðið var að endurskoða eftir að í ljós kom að mistök höfðu verið gerð við greiningu hluta þeirra. 
Krabbameinsfélagið krefst að fréttir verði fjarlægðar
Krabbameinsfélagið krefst þess að fréttir, þar sem starfsmaður, sem gerði mistök við greiningu leghálssýnis, er nafngreindur verði fjarlægðar. Starfsmaðurinn kom fram undir nafni í viðtali við Mannlíf í gær og birtist fréttin í kjölfarið í fleiri fjölmiðlum. Mistökin urðu til þess að leghálskrabbamein konu á fimmtugsaldri greindist ekki og er það nú ólæknandi. 
Telur forstjóra SÍ hafa eytt óvissu um hæfi
Krabbameinsfélagið telur að forstjóri Sjúkratrygginga Íslands hafi í fréttum RÚV og Stöðvar 2 í kvöld eytt óvissu um hæfi Leitarstöðvarinnar til að framkvæma skimanir.
07.09.2020 - 20:47
Sjúkratryggingar hafa ekki afhent gögnin
Sjúkratryggingar Íslands hafa ekki afhent Krabbameinsfélaginu gögn sem vísað var til í Kastljósi RÚV síðastliðið fimmtudagskvöld. Þar sagði Tryggvi Björn Stefánsson læknir og fulltrúi Sjúkratrygginga að gæðaeftirliti og gæðaskráningu í leitarstarfi félagsins hefði verið verulega ábótavant. Krabbameinsfélagið krafðist þess um helgina að fá gögnin afhent í síðasta lagi á hádegi í dag að öðrum kosti hefði það veruleg áhrif á starfsemi Leitarstöðvarinnar.
Segir viðbrögðin skelfileg og siðlaus
Viðbrögð forsvarsmanna Krabbameinsfélags Íslands við mistökum við skimun eru skelfileg og siðlaus, að mati Álfheiðar Ingadóttur, fyrrum heilbrigðisráðherra.
Harmar afdrifarík mistök leitarstöðvarinnar
Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, harmar mistök hjá Leitarstöð Krabbameinsfélags Íslands í yfirlýsingu frá ráðuneytinu í dag. Hún segir mistökin alvarleg og afdrifarík en segir mikilvægt að konur treysti áfram á þjónustu Krabbameinsfélags Íslands og sinni boðum um reglubundnar skimanir.
„Ábyrgðin liggur hjá Leitarstöð Krabbameinsfélagsins“
„Eftir á að hyggja hefðum við sennilega átt að grípa til aðgerða fyrr,“ segir Ágúst Ingi Ágústsson, yfirlæknir og sviðsstjóri leitarsviðs Krabbameinsfélags Íslands. „Ábyrgðin liggur hjá Leitarstöð Krabbameinsfélagsins.“
03.09.2020 - 20:17
Telja alvarlegasta málið einangrað atvik
Krabbameinsfélag Íslands hefur endurskoðað sex þúsund sýni eftir að í ljós kom að mistök voru gerð við greiningu árið 2018. 45 konur hafa verið kallaðar inn í frekari skoðun í framhaldinu. Frumubreytingar hefðu átt að vera greinanlegar í sýni sem var tekið 2018. Þær voru þó ekki greindar og er viðkomandi kona með ólæknandi leghálskrabbamein. Krabbameinsfélagið segir að önnur sýni sem gáfu tilefni til frekari skoðunar hafi ekki verið jafn alvarleg, því sé mál konunnar líklega einangrað atvik.
03.09.2020 - 17:31
Mál sjö kvenna á borði Sævars
Sævar Þór Jónsson, lögmaður konu sem hyggur á skaðabótamál við Krabbameinsfélagið vegna rangrar niðurstöðu úr leghálssýnatöku, hefur fengið sjö fyrirspurnir vegna sambærilegra mála. Tvær þeirra eru frá aðstandendum kvenna sem látist hafa úr krabbameini og ein frá aðstandendum konu sem er langt leidd af krabbameini.
„Skiljanlega hefur málið vakið upp ótta meðal margra“
Fjöldi kvenna hefur haft samband við Leitarstöð Krabbameinsfélagsins síðustu daga, eftir að í ljós kom að fjölmargar konur fengu ranga niðurstöðu um frumubreytingar í leghálsskoðun hjá félaginu árið 2018. Þetta kemur fram í tilkynningu sem Krabbameinsfélagið sendi frá sér í kvöld. Þar segir að verið sé að kalla inn auka starfsfólk til að flýta vinnu við að endurskoða sýni. Skiljanlegt sé að málið hafi vakið upp ótta meðal margra.
Mikilvægt að konur haldi áfram að fara í skimanir
Það er eðlilegt að upp hafi komið ótti og óöryggi hjá konum eftir að fréttir bárust af því að að minnsta kosti 30 konur hefðu fengið ranga niðurstöðu í skimun á leghálskrabbameini. Mikilvægt sé að þær konur, sem hafi farið í leghálsskimun, og vantreysti niðurstöðunum, leiti sér aðstoðar. Þetta segir Hulda Hjálmarsdóttir framkvæmdastjóri Krafts, stuðningsfélags fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein.
Tugir kvenna fengu ranga niðurstöðu úr leghálsskoðun
Að minnsta kosti 30 konur fengu ranga niðurstöðu um frumubreytingar í leghálsskoðun hjá Krabbameinsfélaginu árið 2018. Málið er rakið til mistaka starfsmanns sem uppgötvuðust í sumar eftir að kona um fimmtugt greindist með ólæknandi krabbamein. Koma hefði mátt í veg fyrir það ef konan hefði fengið rétta niðurstöðu fyrir tveimur árum. Krabbameinsfélagið vinnur nú að því að endurskoða um 6.000 sýni.
Ekkert rof verður í brjóstaskimunum
Skimanir fyrir brjóstakrabbameini munu ekki falla niður og ekkert rof verður í þjónustu að því er fram kemur í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu og Landspítalanum.
Óttast að brjóstaskimanir falli niður í fjóra mánuði
Allt stefnir í að skimanir fyrir brjóstakrabbameinum falli niður tímabundið í að minnsta kosti fjóra mánuði frá næstu áramótum. Á þetta er bent í ályktun sem samþykkt var á ársþingi Krabbameinsfélags Íslands í morgun. Þar var meðal annars rætt um grafalvarlega stöðu brjóstaskimana.
Bíða 35 daga eftir klínískri brjóstaskoðun
Konur sem grunur leikur á að séu með krabbamein í brjóstum þurftu að bíða að meðaltali þrjátíu og fimm daga á síðasta ári eftir klínískri rannsókn á Landspítalanum. Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins segir að biðlistarnir séu á köflum allt of langir
25.05.2020 - 13:49
Spegillinn
„Leik mér ekki að því að vera opinn fyrir vírusnum“
Margir óttast COVID-19 veiruna sem nú er komin til landsins en sumir hafa meiri ástæðu til að óttast en aðrir. Eldra fólk og fólk með undirliggjandi sjúkdóma á að sögn Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar frekar á hættu að veikjast alvarlega. Dánartíðni þessara hópa virðist margföld á við aðra. Dæmi eru um að sjúklingar hafi læst útidyrahurðinni og hyggist halda sig heima næstu vikur. Yfirlæknir á smitsjúkdómalækningadeild Landspítalans, segir fólk í áhættuhópum ekki þurfa að loka sig af.
Hormónalyf auka líkur á krabbameini
Sterkt samband er milli notkunar tíðahvarfahormóna og brjóstakrabbameins, samkvæmt niðurstöðum rannsóknar vísindamanna innan Oxford háskóla á Englandi. Því lengur sem konur nota tíðahvarfahormóna því meiri verður hætta á brjóstakrabbameini. Hormónarnir eru ætlaðir til að draga úr óþægilegum áhrifum sem fylgja breytingaskeiði kvenna.
Leit og skimun áfram hjá Krabbameinsfélaginu
Leitarstöð Krabbameinsfélags Íslands sér áfram um leit að krabbameini í leghálsi og brjóstum. Samningur Sjúkratrygginga Íslands og leitarstöðvarinnar hefur verið framlengdur til 2020.
02.07.2019 - 16:21
Fleiri mæta í skimun þegar hún er ókeypis
Fjöldi 23 ára kvenna sem koma í fyrsta sinn í leghálsskimun og 40 ára kvenna sem koma í brjóstaskimun í fyrsta sinn hefur rúmlega tvöfaldast með nýju tilraunaverkefni Krabbameinsfélagsins. Skimunin hefur verið ókeypis í ár.
29.06.2019 - 18:17
Einungis fimmtungur kom í krabbameinsskimun
Aðeins fimmtungur kvenna í Vestmannaeyjum sem boðaðar voru í brjóstakrabbameinsskimun á vegum Krabbameinsfélagsins í síðustu viku bókuðu tíma og mættu í skimun.
Börn skortir stuðning í kjölfar krabbameins
Náið samstarf heilbrigðisstarfsfólks og kennara er ein besta leiðin til að styðja við börn og unglinga sem glíma við afleiðingar krabbameins. Þetta kom fram á málþingi sem haldið var um þetta málefni á Akureyri í gær. Litlar rannsóknir virðast til um andlega líðan barna sem greinast með krabbamein og þar skortir faglegan stuðning.
26.04.2019 - 09:28
Krabbameinsfélagið sinnir skimun út 2019
Þjónustusamningur Sjúkratrygginga Íslands og Krabbameinsfélags Íslands um skimun fyrir krabbameinum var í gær framlengdur til ársloka 2019. Þetta er í sjöunda sinn sem samningurinn er framlengdur.
27.09.2018 - 10:19