Færslur: Krabbameinsfélagið

Benda á rangfærslur í skýrslu heilbrigðisráðherra
Öllum mátti vera ljóst að breytingar á rannsóknum á leghálssýnum úr skimunum við krabbameini kölluðu á endurforritun hugbúnaðarkerfa, skimunarskrár auk umfangsmikillar upplýsingagjafar til kvenna og sérfræðilækna. Þetta kemur fram í athugasemdum Krabbameinsfélag Íslands við nýbirta skýrslu Haraldar Briem, fyrrverandi sóttvarnalæknis, um ákvörðun heilbrigðisráðherra um að flytja leghálssýni úr krabbameinskimunum úr landi til greiningar.
Engin sýni sem send eru út hafa týnst eða eyðilagst
Engin sýni sem send hafa verið til Danmerkur til skimunar fyrir leghálskrabbameini hafa týnst eða eyðilagst. Heilbrigðisráðherra segir að ferlið gangi betur með hverri vikunni sem líður, en þingmaður Viðreisnar segir málið allt einkennast af flani.
Sex konur vilja skaðabætur frá Krabbameinsfélaginu
Enn bætist í hóp þeirra kvenna sem leita réttar síns vegna þess að þær telja sig hafa fengið ranga greiningu í skimun við leghálskrabbameini hjá Krabbameinsfélaginu. Farið hefur verið fram á skaðabætur í málum sex kvenna, bótaskylda í máli einnar hefur verið viðurkennd  og unnið er að fleiri slíkum kröfum.
Ráðherra afhentar undirskriftir vegna leghálsskimana
Hópur kvenna afhenti heilbrigðisráðherra síðdegis undirskriftir þar sem þess er krafist að greining sýna úr skimun fyrir leghálskrabbameini verði gerð á Íslandi og að öryggi og heilsa kvenna verði tryggð með ábyrgum hætti. Undirskriftirnar voru tæplega 5.500, segir Erna Bjarnadóttir, sem er í forsvari fyrir hópinn.
Um helmingur sýna hefur nú borist frá Danmörku
Óskar Reykdalsson, forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir að nú hafi borist niðurstöður helmings þeirra leghálssýna sem send voru til Danmerkur eftir að Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins tók við skimun af Krabbameinsfélaginu um áramótin.
16 þúsund núlifandi Íslendingar hafa fengið krabbamein
Dánartíðni af völdum krabbameina á Íslandi hefur dregist saman um meira en 60 prósent hjá báðum kynjum á síðustu tuttugu árum. Í dag er alþjóðlegi krabbameinsdagurinn og Laufey Tryggvadóttir, forstöðumaður rannsókna- og skráningarseturs Krabbameinsfélagsins, segir að hollara mataræði og aukin hreyfing hafi átt stóran þátt í því að draga úr dánartíðni - en að nú þurfi átak til að draga úr ofþyngd og áfengisneyslu. 
04.02.2021 - 17:54
Myndskeið
Kraftur: Tafirnar vekja óhug hjá konum
Tafir við greiningu leghálssýna vekja óhug hjá konum, segir framkvæmdastjóri Krafts. Ekki hafi verið staðið nógu vel að flutningi þjónustunnar til heilsugæslunnar, en heilbrigðisráðherra segir eðlilegt að hann taki tíma.
29.01.2021 - 19:49
Krabbameinsfélagið segir ranga greiningu mjög fátíða
Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins, segir að röng greining á leghálssýnum sé mjög fátíð og að árangurinn hér á landi sé góður. Fréttastofa birti í gær viðtal við Hönnu Lind Garðarsdóttur sem fékk ranga greiningu úr leghálsskimun hjá Leitarstöð Krabbameinsfélagsins í nóvember.
Vissi að hún væri með krabbamein en greindist ekki
„Konur eiga að geta treyst því að leghálssýnin séu skoðuð nógu vel,“ segir Hanna Lind Garðarsdóttir, sem greindist með leghálskrabbamein um miðjan nóvember eftir að kvensjúkdómalæknirinn hennar fann sepa í leghálsi sem var sendur til greiningar hjá Landspítalanum. Á sama tíma fann Leitarstöð Krabbameinsfélagsins ekkert óeðlilegt við leghálssýni úr Hönnu Lind.
Lofar styttri bið og árangursríkari skimun
Forstjóri Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu lofar því að biðtími eftir niðurstöðu úr leghálsskimun styttist og skimunin verði árangursríkari en áður. Konur sem bíða niðurstöðu úr leghálsskimun fái svar innan mánaðar. 
Vilja opinn fund með yfirvöldum um krabbameinsskimanir
Forsvarsmenn Krabbameinsfélagsins og Krafts, félags ungs fólks með krabbamein, gagnrýna harðlega þær breytingar sem urðu um áramót á skimunum fyrir brjóstakrabbameini. Þær kalla eftir opnum fundi með heilbrigðisyfirvöldum þar sem breytingarnar verði rökstuddar. Brjóstakrabbamein er algengasta tegund krabbameins hjá konum.
12.01.2021 - 11:02
Myndskeið
Telja þjónustu ekki skerta með hækkun skimunaraldurs
Lágmarksaldur kvenna sem geta farið í brjóstakrabbameinsskimun hefur hækkað úr 40 árum í 50, og skimun við leghálskrabba er gerð á fimm ára fresti í stað þriggja, eftir að opinberar stofnanir tóku við þeim af Krabbameinsfélaginu. Formaður skimunarráðs segir að þjónustan hafi þó ekki verið skert.
08.01.2021 - 19:41
Ekki hægt að segja til um hvort bótaskylda gefi fordæmi
Krabbameinsfélagið fagnar því að tryggingafélag þeirra hafi viðurkennt bótaskyldu í máli konu sem fékk ranga greiningu vð skimun. Framkvæmdastjóri félagsins segir þó ekki hægt að segja til um hvort það gefi fordæmi í málum fleiri kvenna sem telja sig hafa fengið ranga greiningu hjá félaginu.  
Krabbameinsfélagið greiðir tugmilljónir vegna mistaka
Krabbameinsfélagið hefur viðurkennt bótaskyldu í máli konu vegna rangrar greiningar í skimun við leghálskrabbameini hjá félaginu. Málum ellefu kvenna sem telja sig hafa fengið ranga greiningu hjá Krabbameinsfélaginu hefur verið vísað til Embættis landlæknis og í málum fjögurra þeirra hefur verið farið fram á skaðabætur.
Allt að fjögurra mánaða bið hjá Krabbameinsfélaginu
Bíða þarf allt að fjóra mánuði frá leghálskrabbameinsskimun þangað til niðurstaða fæst. Yfirlæknir Leitarstöðvar Krabbameinsfélagsins segir þetta óvenjulanga bið og hún skýrist af miklu álagi við að endurskoða eldri sýni. 
Auðskilið mál
Þrjár konur krefjast bóta frá Krabbameinsfélaginu
Þrjár konur ætla að fara fram á skaðabætur frá Krabbameinsfélaginu. Konurnar telja að þær hafi fengið ranga niðurstöðu úr krabbameinsleit.
Þrjár konur fara fram á skaðabætur vegna skimana
Þrjár konur, sem telja sig hafa fengið ranga niðurstöðu úr leghálsskimun hjá Krabbameinsfélaginu, hyggjast fara fram á skaðabætur frá Krabbameinsfélaginu. Lögmaður kvennanna hefur nú á sínu borði mál þriggja kvenna sem telja sig hafa fengið rangar niðurstöður úr brjóstaskimun. 
Fékk ekki niðurstöðuna fyrr en sjö árum síðar
Kona, sem fór í leghálsskimun hjá Leitarstöð Krabbameinsfélagsins árið 2013 án athugasemda, greindist með krabbamein í legi tveimur árum síðan. Nýverið bað hún um að sjö ára gamalt sýni sitt yrði endurskoðað en í því voru frumubreytingar. Henni var sagt að ekki hefði náðst í hana á sínum tíma til að láta hana vita af niðurstöðunum.
Smit hjá Krabbameinsfélaginu – 11 í sóttkví
Smit hefur greinst hjá starfsmanni Krabbameinsfélagsins og eru ellefu í sóttkví í tengslum við það. Smitið hefur þó engin áhrif á starfsemi Leitarstöðvarinnar né heldur aðra starfsemi félagsins.
02.10.2020 - 13:02
Endurskoðun sýna hjá Krabbameinsfélaginu lokið
Endurskoðun sýna í kjölfar alvarlegs atviks á Leitarstöð Krabbameinsfélagsins er lokið. Þetta kemur fram í frétt á vef félagsins. Alls voru 4.950 sýni endurskoðuð, en í upphafi var áætlað að endurskoða þyrfti sex þúsund sýni. 209 konur voru kallaðar inn til frekari skoðunar, eða 4,2 prósent tilfella.
166 konur þurfa í skoðun og enn þriðjungur sýna eftir
Krabbameinsfélagið hefur endurskoðað 4.000 sýni vegna mistaka sem komu upp á leitarstöð félagsins. Alls á að endurskoða sex þúsund sýni, en nú þegar er komið í ljós að kalla þarf 166 konur aftur inn til nánari skoðunar. Þeim á því líklega eftir að fjölga og verða fleiri en reiknað var með.
Landlæknir óskar gagna um skimun konu
Landlæknir sendi Leitarstöð Krabbameinsfélagsins erindi í dag þar sem óskað var eftir gögnum í máli konu sem fór þar í skimun fyrir leghálskrabbameini. Á fjórða þúsund sýni sem tekin voru frá 2017 og fram á þetta ár hafa verið endurskoðuð. Ágúst Ingi Ágústsson yfirlæknir Leitarstöðvarinnar segir ekki tilefni til að skoða eldri sýni og segir ekki hægt að gera þá kröfu að skimanir séu óskeikular.
Myndskeið
„Þyngra en tárum taki“ að kerfið hafi brugðist
Málum tveggja kvenna, sem létust úr krabbameini eftir að hafa farið í krabbameinsskimanir sem gáfu tilefni til nánari skoðunar en ekki fór fram, á að vísa til Landlæknis. Málin ná aftur til ársins 2013.
Andláti 24 ára konu vísað til landlæknis
Ættingjar konu sem lést 24 ára að aldri úr krabbameini, eftir að hafa farið í krabbameinsskimun sem gaf tilefni til nánari skoðunar sem ekki var gerð, hafa vísað máli hennar til landlæknis. Konan lést fyrir þremur árum en hún hafði farið í skimun fyrir leghálskrabbameini hjá Krabbameinsfélaginu árið 2013.
Fleiri konur vilja koma í skimun
Álag hefur aukist hjá Leitarstöð Krabbameinsfélags Íslands undanfarna daga og vikur eftir að málefni félagsins komust til umfjöllunar. Þetta segir Sigríður Sólan Guðlaugsdóttir upplýsingafulltrúi Krabbameinsfélagsins. Hún segir að þegar málefni Leitarstöðvarinnar séu til umræðu aukist ásókn kvenna í skimun.