Færslur: Krabbameinsfélag Íslands

Viðtal
Landlæknir: Myndi ekki hika við að mæta í skimun
Alma Möller landlæknir sagði í sjónvarpsfréttum að skjal sem Sjúkratryggingar fundu í gær séu óklárað vinnuskjal þar sem gæti misskilnings. Þar sé einnig að finna atriði sem Krabbameinsfélag Íslands hefði leiðrétt ef það hefði fengið tækifæri til þess. Hún sagði að aðstoða þyrfti þær konur sem kynnu að hafa orðið fyrir skaða vegna mistaka við krabbameinsleit en ítrekaði um leið mikilvægi þess að konur færu í skimun.
Krabbameinsfélagið krefst að fréttir verði fjarlægðar
Krabbameinsfélagið krefst þess að fréttir, þar sem starfsmaður, sem gerði mistök við greiningu leghálssýnis, er nafngreindur verði fjarlægðar. Starfsmaðurinn kom fram undir nafni í viðtali við Mannlíf í gær og birtist fréttin í kjölfarið í fleiri fjölmiðlum. Mistökin urðu til þess að leghálskrabbamein konu á fimmtugsaldri greindist ekki og er það nú ólæknandi. 
Viðtal
Segir Krabbameinsfélagið hafa viljað óbreytt skipulag
Sjúkratryggingar Íslands vissu vel af áhyggjum sérfræðinga um að um of hefði verið vikið frá evrópskum leiðbeiningum um hvernig standa ætti að skimun eftir krabbameini. Þetta sagði Kristján Oddsson, fyrrverandi yfirlæknir leitarsviðs Krabbameinsfélagsins í Kastljósi í kvöld.
07.09.2020 - 20:04
Viðtal
Ræða nýfundið skjal við landlækni og Krabbameinsfélagið
Sjúkratryggingar Íslands fundu síðdegis í dag skjal sem kann að varpa ljósi á orð Tryggva Björns Stefánssonar skurðlæknis sem sagði í Kastljósi í síðustu viku að gæðaeftirlit Krabbameinsfélags Íslands hefði verið í lamasessi árið 2017. María Heimisdóttir, forstjóri Sjúkratrygginga, sagði í kvöldfréttum í sjónvarpi að fara yrði yfir tilurð skjalsins, hverjir hefðu séð það og í hvaða ferli það hefði farið.
Vildu auka eftirlit með krabbameinsskimunum
Skimunarráð lagði til við heilbrigðisráðherra fyrir einu og hálfu ári að krabbameinsskimun hér á landi yrði í samræmi við Evrópustaðla og að óháðir aðilar hefðu eftirlit með henni. Ekki var farið að tillögunum og eftirlit var ekki aukið.
Myndskeið
Segir augljóst að félagið beri ábyrgð á mistökum
Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélags Íslands, segir augljóst að félagið beri ábyrgð á mistökum við skimun við leghálskrabbameini. Ein kona sem fór í skimun er nú með ólæknandi krabbamein. Framkvæmdastjórinn segir að ef til séu gögn um að starfsemin uppfylli ekki skilyrði þá sé það alvarlegur trúnaðarbrestur. Hún hafi ekki áður heyrt um þau gögn.
06.09.2020 - 19:44
Kannast ekki við mat um hæfni Krabbameinsfélagsins
Starfsmenn Krabbameinsfélagsins kannast ekki við að í vinnu við endurskoðun kröfulýsinga fyrir leitarstöðina árið 2017 hafi farið fram mat á því hvort Krabbameinsfélagið væri hæft til að skima fyrir krabbameinum eins og fram kom í Kastljósi í gær. Krabbameinsfélagið sendi frá sér yfirlýsingu í dag þar sem þetta kemur fram.
  •