Færslur: Krabbameinsfélag Íslands

Segir ákvörðun Krabbameinsfélagsins óheppilega
Forstjóri Landspítala segir óheppilegt að Krabbameinsfélag Íslands hafi dregið til baka hátt í hálfs milljarðs króna styrk sem ætlaður var nýrri dagdeild blóð og krabbameinslækninga.  Hann hyggst ræða við forsvarsmenn félagsins.
Krabbameinsfélagið afturkallar 450 milljóna styrkboð
Krabbameinsfélag Íslands hefur dregið til baka 450 milljóna króna styrk til Landspítalans sem ætlaður var nýrri dagdeild blóð- og krabbameinslækninga. Sett var skilyrði fyrir fjárveitingunni á aðalfundi félagsins í fyrra að stjórnvöld gengju fram í að leysa vanda deildarinnar. Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins, segir að stjórnvöld hafi hingað til hvorki  sýnt verkefninu  áhuga né sett það í farveg. 
Styrkleikar Krabbameinsfélagsins haldnir í fyrsta sinn
Styrkleikar Krabbameinsfélags Íslands eru haldnir í fyrsta sinn í dag. Leikarnir eru alþjóðlegir, haldnir á yfir fimm þúsund stöðum í yfir 30 löndum og er áætlað að þátttakendur séu 10 milljónir talsins. Tilgangur Styrkleikanna er að styðja við, heiðra eða minnast þeirra sem hafa fengið krabbamein.
Tugir milljóna í bætur vegna mistaka við leghálsskimun
Krabbameinsfélagið greiðir tugi milljóna króna í bætur til konu, sem fékk ranga greiningu á leghálssýni vegna mistaka við skimun hjá félaginu. Konan er með ólæknandi og banvænt krabbamein, sem hefði verið hægt að bregðast við ef það hefði uppgötvast fyrr.
Krabbameinsfélagið lofar fjárframlagi með skilyrðum
Krabbameinsfélag Íslands hyggst leggja Landspítala til myndarlega fjárhæð til byggingar nýrrar göngudeildar fyrir krabbameinssjúklinga. Gjöfin er bundin því skilyrði að stjórnvöld leggist á árar með félaginu og spítalanum við að leysa vanda deildarinnar.
Margir hætti að leita læknis ef milligöngu verður hætt
Deila sérgreinalækna og stjórnvalda bitnar á sjúklingum, segir formaður Öryrkjabandalagsins. Hætti læknar milligöngu um niðurgreiðslu kostnaðar sjúklinga muni margir veigra sér við því að leita læknis. „Það er alveg ljóst að það mun veigra sér við að sækja læknisþjónustu og fullt af fólki sem mun ekki treysta sér til að fara sjálft upp á Vínlandsleið til Sjúkratrygginga,“ segir Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalagsins.
Sex konur vilja skaðabætur frá Krabbameinsfélaginu
Enn bætist í hóp þeirra kvenna sem leita réttar síns vegna þess að þær telja sig hafa fengið ranga greiningu í skimun við leghálskrabbameini hjá Krabbameinsfélaginu. Farið hefur verið fram á skaðabætur í málum sex kvenna, bótaskylda í máli einnar hefur verið viðurkennd  og unnið er að fleiri slíkum kröfum.
Ytra og innra eftirlit hefði mátt vera virkara
Leitarstöð Krabbameinsfélags Íslands hefði getað notað ákveðinn hluta innra gæðaeftirlits síns betur. Þá hefði virkara eftirlit Landlæknisembættisins mögulega haft jákvæð áhrif á gæða- og umbótastarf hjá Leitarstöðinni.
Búið að senda öll sýnin til Danmerkur
Öll tvö þúsund sýnin sem átti eftir að greina þegar skimun vegna leghálskrabbameins fluttist frá Krabbameinsfélagi Íslands til stjórnvalda um áramót hafa verið send danskri rannsóknarstofu til greiningar. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra greindi frá þessu á Alþingi í dag og sagði seinni skammtinn hafa verið sendan til Danmerkur í dag. Um 400 sýni sem tekin voru í kringum áramót verða send út eftir helgi.
Kastljós
Telur að Krabbameinsfélagið hefði átt að klára sýnin
Kristján Oddsson, svæðisstjóri og fagstjóri lækninga hjá heilsugæslunni í Hamraborg, sagði í Kastljósi í kvöld að Krabbameinsfélagið hefði átt að ljúka við greiningu á þeim krabbameinssýnum sem samningar sögðu til um, en svo hafi ekki verið gert. Tímastjórnun félagsins hefði átt að vera betri.
Um tvö hundruð konur þurfa að fara aftur í sýnatöku
Kristján Oddsson, svæðisstjóri og fagstjóri lækninga hjá heilsugæslunni í Hamraborg segir að tíu til 15 prósent þeirra kvenna sem áttu leghálssýni í geymslu verði kallaðar í sýnatöku á ný vegna þess að rannsóknarstofa í Danmörku, sem samið hefur verið við um greiningu á þeim, getur ekki notað eldri sýnin til að frumugreina þau. Það eru á milli tvö og þrjú hundruð konur.
Myndskeið
Tók spretthlaup yfir Austurvöll og náði móður í pontu
Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Miðflokksins, átti góðan sprett í dag þegar hann var staddur á fimmtu hæð nefndarsviðs Alþingis og áttaði sig allt í einu á að hann væri næstur á mælendaskrá í störfum þingsins. Þorsteinn hljóp út af nefndarsviði, yfir Austurvöll, inn í þinghúsið og upp í pontu til að taka þátt í umræðunum og náði að flytja erindi sitt, þótt móður væri, enda mátti hann engan tíma missa.
Segja LSH hafa burði til að greina leghálssýni
Félag íslenskra rannsóknarlækna lýsa yfir furðu sinni yfir þeirri ákvörðun stjórnvalda að senda sýni úr leghálsskimun erlendis. Sýni liggi órannsökuð í kössum á meðan ekki sé búið að semja við rannsóknarstofu í Danmörku. Þá sé tækjabúnaður til staðar á Landspítala til að greina sýnin. Heilbrigðisráðuneyti segir sýnin send utan til að tryggja öryggi og gæði rannsókna og stytta svartíma.
Ekki hægt að segja til um hvort bótaskylda gefi fordæmi
Krabbameinsfélagið fagnar því að tryggingafélag þeirra hafi viðurkennt bótaskyldu í máli konu sem fékk ranga greiningu vð skimun. Framkvæmdastjóri félagsins segir þó ekki hægt að segja til um hvort það gefi fordæmi í málum fleiri kvenna sem telja sig hafa fengið ranga greiningu hjá félaginu.  
Krabbameinsfélagið greiðir tugmilljónir vegna mistaka
Krabbameinsfélagið hefur viðurkennt bótaskyldu í máli konu vegna rangrar greiningar í skimun við leghálskrabbameini hjá félaginu. Málum ellefu kvenna sem telja sig hafa fengið ranga greiningu hjá Krabbameinsfélaginu hefur verið vísað til Embættis landlæknis og í málum fjögurra þeirra hefur verið farið fram á skaðabætur.
Allt að fjögurra mánaða bið hjá Krabbameinsfélaginu
Bíða þarf allt að fjóra mánuði frá leghálskrabbameinsskimun þangað til niðurstaða fæst. Yfirlæknir Leitarstöðvar Krabbameinsfélagsins segir þetta óvenjulanga bið og hún skýrist af miklu álagi við að endurskoða eldri sýni. 
Endurskoðun sýna hjá Krabbameinsfélaginu lokið
Endurskoðun sýna í kjölfar alvarlegs atviks á Leitarstöð Krabbameinsfélagsins er lokið. Þetta kemur fram í frétt á vef félagsins. Alls voru 4.950 sýni endurskoðuð, en í upphafi var áætlað að endurskoða þyrfti sex þúsund sýni. 209 konur voru kallaðar inn til frekari skoðunar, eða 4,2 prósent tilfella.
Krabbameinsfélag Akureyrar í erfiðleikum
Krabbameinsfélag Akureyrar og nágrennis leitar nú leiða til þess að tryggja áframhaldandi rekstur þjónustumiðstöðvar en félagið á í miklum rekstrarerfiðleikum vegna áhrifa af heimsfaraldrinum. Ef fer sem horfir mun rekstrarfé félagsins klárast í febrúar.
166 konur þurfa í skoðun og enn þriðjungur sýna eftir
Krabbameinsfélagið hefur endurskoðað 4.000 sýni vegna mistaka sem komu upp á leitarstöð félagsins. Alls á að endurskoða sex þúsund sýni, en nú þegar er komið í ljós að kalla þarf 166 konur aftur inn til nánari skoðunar. Þeim á því líklega eftir að fjölga og verða fleiri en reiknað var með.
Landlæknir óskar gagna um skimun konu
Landlæknir sendi Leitarstöð Krabbameinsfélagsins erindi í dag þar sem óskað var eftir gögnum í máli konu sem fór þar í skimun fyrir leghálskrabbameini. Á fjórða þúsund sýni sem tekin voru frá 2017 og fram á þetta ár hafa verið endurskoðuð. Ágúst Ingi Ágústsson yfirlæknir Leitarstöðvarinnar segir ekki tilefni til að skoða eldri sýni og segir ekki hægt að gera þá kröfu að skimanir séu óskeikular.
Þarf að kalla fleiri konur í nánari skoðun en talið var
Krabbameinsfélagið þarf að kalla fleiri konur inn til frekari skoðunar en í fyrstu var talið, vegna endurskoðunar á um sex þúsund sýnum vegna mistaka sem komu upp á leitarstöð félagsins.
Málum fimm kvenna vísað til Landlæknis
Málum tveggja kvenna verður vísað til Embættis landlæknis til skoðunar og frekari rannsóknar eftir helgi vegna grunsemda um mistök í skimun fyrir leghálskrabbameini hjá Krabbameinsfélagi Íslands. Þar með verða fimm slík mál á borði landlæknis, tveimur hefur þegar verið vísað þangað og í dag eða á morgun stendur til að vísa því þriðja til embættisins.
Andláti 24 ára konu vísað til landlæknis
Ættingjar konu sem lést 24 ára að aldri úr krabbameini, eftir að hafa farið í krabbameinsskimun sem gaf tilefni til nánari skoðunar sem ekki var gerð, hafa vísað máli hennar til landlæknis. Konan lést fyrir þremur árum en hún hafði farið í skimun fyrir leghálskrabbameini hjá Krabbameinsfélaginu árið 2013.
Fleiri konur vilja koma í skimun
Álag hefur aukist hjá Leitarstöð Krabbameinsfélags Íslands undanfarna daga og vikur eftir að málefni félagsins komust til umfjöllunar. Þetta segir Sigríður Sólan Guðlaugsdóttir upplýsingafulltrúi Krabbameinsfélagsins. Hún segir að þegar málefni Leitarstöðvarinnar séu til umræðu aukist ásókn kvenna í skimun.
Óháður aðili þarf að kanna hvort mistök hafi orðið
Fullt tilefni er til að landlæknisembættið fái óháðan aðila til að kanna hvort mistök hafi átt sér stað við greiningu sýna hjá Krabbameinsfélaginu lengra aftur í tímann en til 2018.