Færslur: Kosta Ríka

Lögðu hald á 4,3 tonn af kókaíni
Lögregla og tollayfirvöld á Kosta Ríka lögðu í vikunni hald á 4,3 tonn af kókaíni þegar fulltrúar þeirra réðust til uppgöngu á flutningaskip á leið frá Kólumbíu til Evrópu. Er þetta sagður næst-stærsti kókaínfarmur sem kostarísk yfirvöld hafa komið höndum yfir til þessa. Aukinn kraftur hefur verið settur í baráttu gegn eiturlyfjasmygli og -viðskiptum í Kosta Ríka að undanförnu og í fyrra gerðu þarlend yfirvöld rúmlega 71 tonn af fíkniefnum hvers konar upptæk.
Bólusetning hefst í Kosta Ríka og Mexíkó
Kosta Ríka og Mexíkó hefja bólusetningu fyrir kórónuveirunni í dag fyrst ríkja í Rómönsku-Ameríku. Fyrstu 9.750 skammtarnir af bóluefni frá Pfizer-BioNTech bárust til Kosta Ríka í gærkvöld og verður hafist handa strax í dag, hafa heilbrigðisstarfsmenn og aldraðir forgang.
24.12.2020 - 09:11
Minnst tólf látnir í óveðri í Mið-Ameríku
Stormurinn Eta, sem fer nú yfir Mið-Ameríku í formi hitabeltislægðar, hefur orðið minnst tólf manns að bana. Heimili þúsunda í Níkaragva, Hondúras og Gvatemala voru hrifsuð á brott í aurskriðum af völdum óveðursins.
06.11.2020 - 01:24
Eitraður landi kostaði 20 mannslíf í Kosta Ríka
Tuttugu hafa dáið úr metanóleitrun í Costa Rica undanfarna daga, eftir að hafa drukkið metanólblandað áfengi. Heilbrigðisyfirvöld á Costa Rica greina frá þessu. Yfir 50 manns hafa leitað sér læknishjálpar vegna eitrunareinkenna síðustu daga. Sjúklingarnir eiga það sameiginlegt að hafa drukkið landa sem bruggaður er og eimaður úr sykurreyr og gengur undir heitinu guaro.
Fimm tonn af kókaíni í gámi í Kosta Ríka
Lögreglan í Kosta Ríka lagði hald á yfir fimm tonn af kókaíni í gær. AFP fréttastofan greinir frá. Fíkniefnin fundust í gámi sem átti að sigla til Hollands. Kókaínið var falið innan um vörusendingu af blómaskreytingum í höfninni í Limon.
Meintir hryðjuverkamenn handteknir í Níkaragva
Fjórir karlmenn sem grunaðir eru um aðild að hryðjuverkasamtökunum sem kenna sig við íslamskt ríki voru handteknir í Níkaragva í dag er þeir komu yfir landamærin frá Kosta Ríka.
26.06.2019 - 15:51
Ætlar að leiða Kosta Ríka inn í 21. öldina
Carlos Alvarado verður næsti forseti Kosta Ríka. AFP fréttastofan greinir frá. Hann hlaut rúmlega 60 af hundraði atkvæða að sögn kjörstjórnar í landinu. Alvarado er fyrrverandi ráðherra úr röðum vinstri-miðjulfokks. Hann hafði betur gegn Farbicio Alvarado, íhaldssömum presti úr röðum hægri manna. 
02.04.2018 - 05:13
Tóku 3,3 tonn af kókaíni og 21 fanga
Lögregla í fimm Mið- og Suður-Ameríkulöndum lagði hald á 3,3 tonn af kókaíni og handtók 21 mann í víðtækri, samræmdri lögregluaðgerð í gær. Meirihluti kókaínsins átti að fara á markað í Mið-Ameríku og í Bandaríkjunum, að sögn kólumbískra lögregluyfirvalda, sem stjórnuðu aðgerðum í samvinnu við eiturlyfjadeild bandarísku alríkislögreglunnar, FBI, en stjórnvöld og lögregla í Gvatemala, Ekvador, Kosta Ríka og Panama tóku einnig þátt í aðgerðunum.
12 fórust í flugslysi í Kosta Ríka
12 manns fórust þegar lítil farþegaflugvél hrapaði í skógi vöxnu fjalllendi í norðvesturhluta Kosta Ríka í dag. Eldur kom upp í vélinni þegar hún skall til jarðar, skömmu eftir flugtak. Yfirvöld staðfesta að allir sem í vélinni voru, tíu bandarískir ferðamenn og tveggja manna áhöfn, létu lífið í slysinu.
31.12.2017 - 23:16
Níu látnir vegna óveðurs í Kosta Ríka
Minnst níu eru látnir af völdum hitabeltisstormsins Ottós sem reið yfir Kosta Ríka í gær og fyrradag. Rúmlega fimm þúsund þurftu að flýja heimili sín. Luis Guillermo Solis, forseti landsins, lýsti yfir þriggja daga þjóðarsorg.
26.11.2016 - 05:17
Neyðarástand í Kosta Ríka vegna Ottós
Forseti Kosta Ríka hefur lýst yfir neyðarástandi í landinu vegna fellibylsins Ottós sem stefnir á landið. Öllum opinberum skrifstofum verður lokað í dag og á morgun.
24.11.2016 - 02:54
Kosta Ríka
Stefán Pálsson, sagnfræðingur, fræðir hlustendur Rásar 2 um þátttökulöndin 32 á HM 2014. Hér má heyra umfjöllun um Kosta Ríka.
20.06.2014 - 10:40