Færslur: Kósóvó

Kósóvó krefst þess að FIFA refsi Serbum
Aganefnd alþjóðaknattspyrnusambandsins FIFA ætlar að skoða hvort refsa beri serbneska knattspyrnusambandinu fyrir fána sem hengdur var upp í klefa landsliðsins fyrir leik þess gegn Brasilíu á HM í Katar.
27.11.2022 - 22:06
Pattstaða í deilu Serbíu og Kósóvó
Samningamönnum Evrópusambandsins tókst ekki í gær að lægja öldurnar í alvarlegri deilu um notkun serbenskra skráningarnúmera bifreiða í Kósóvó. Málið er sagt í pattstöðu vegna afstöðu Kósóvómanna, sem segja deiluna rista dýpra.
Hætta störfum vegna deilna um skráningarnúmer
Opinberir starfsmenn af serbneskum uppruna í norðanverðri Kósóvó hyggjast leggja niður störf í mótmælaskyni vegna harðra deilna um skráningarnúmer bifreiða. Pólítískur leiðtogi Serba greindi frá þessu í gær.
Samkomulag um frjálsa för milli Kósóvó og Serbíu
Stjórnvöld í Serbíu og Kósóvó hafa gert samkomulag um fría för fólks á milli landanna tveggja. Josep Borrell, utanríkismálastjóri Evrópusambandsins, greindi frá þessu í dag.
Serbar fá háþróaðan kínverskan loftvarnabúnað afhentan
Serbar fengu háþróaðan kínverskan loftvarnabúnað afhentan um helgina en leiðtogar Vesturlanda eru uggandi um aukna vopnauppbyggingu á Balkanskaga. Óttast er að vegna stríðsins í Úkraínu kunni hún að ógna viðkvæmum friði á svæðinu.
Heimskviður
Danska ríkið leigir fangelsi í Kósóvó
Í lok árs 2021 settust fulltrúar danska ríkisins að samningaborðinu með ríkisstjórn Kósóvó. Dönsk stjórnvöld segja að dönsk fangelsi séu að verða yfirfull og því ætla þau að leigja 300 fangaklefa í Kósóvó. Fulltrúar ríkjanna skrifuðu undir pólitíska yfir­­­lýsingu í vikunni fyrir jól þar sem fram kemur að samningurinn eigi að gilda í fimm til tíu ár.
31.01.2022 - 17:50
Þrjú féllu er bófar skutu á fulla rútu af táningum
Þrennt fórst og einn særðist þegar grímuklæddir byssumenn skutu á rútu fulla af táningum í Kósóvó í gær, samkvæmt upplýsingum lögreglu. Árásin var gerð í bænum Gilogjan, um níutíu kílómetra vestur af höfuðborginni Pristina. Bílstjóri rútunnar og tvö ungmenni úr hópi farþega týndu lífi í árásinni og eitt ungmenni særðist.
27.11.2021 - 06:22
Tíu létust í rútuslysi í Króatíu
Minnst tíu létu lífið og tugir slösuðust þegar rúta fór út af þjóðvegi í Króatíu og valt á hliðina. Slysið varð um sexleytið að morgni sunnudags á þjóðveginum frá höfuðborginni Zagreb að landamærum Serbíu. Haft er eftir lögreglu að bílstjórinn hafi að öllum líkindum sofnað undir stýri.
26.07.2021 - 01:11
Dularfullt skjal sagt ógna friði á Balkanskaga
Embættismenn á Balkanskaga eru uggandi vegna skjals sem sagt er komið á borð Evrópusambandsins. Í skjalinu er mælt með því að Bosníu og Hersegóvínu verði skipt upp. 
23.04.2021 - 04:45
Stórsigur stjórnkerfisandstæðinga í Kósóvó
Vinstriflokkurinn Vetevendosje, eða Sjálfsákvörðunarflokkurinn, vann stórsigur í þingkosingum í Kósóvó. Þegar búið er að telja um 80 prósent atkvæða hefur flokkurinn hlotið 48 prósent þeirra. Það er nærri tvöfalt meira fylgi en í þingkosningunum áirð 2019.
14.02.2021 - 23:37
Önnur ákæra fyrir Kósóvó-dómstól í Haag
Yfirmaður hóps uppgjafahermanna í Kósóvóstríðinu var handtekinn í gær og sendur fyrir dóm í Haag. Hann er grunaður um að hafa reynt að hafa áhrif á vitni. Fyrrum hermenn í Kósóvó greindu öryggislögreglu Evrópusambandsins frá því að þeir hafi fengið ómerkta böggla sem innihéldu trúnaðarupplýsingar frá rannsakendum í Haag. Upplýsingarnar voru um vitni sem lúta sérstakri vernd og komandi ákærur, hefur AFP fréttastofan eftir þeim.
26.09.2020 - 01:24
Fyrsta ákæran fyrir stríðsglæpi í Kósóvó
Fyrrverandi herforingi í frelsisher Kósóvó, KLA, varð í gær fyrstur til að vera handtekinn af saksóknurum alþjóðlegs dómstóls vegna stríðsglæpa í borgarastríðinu í Kósóvó. Salih Mustafa er ákærður fyrir morð, pyntingar, að halda fólki nauðugu og grimmilega meðferð á fólki, að sögn AFP fréttastofunnar.
Faraldur fellir ríkisstjórn Kósóvó
Ríkisstjórn Kósóvó var kosin frá völdum í gær þegar vantrauststillaga gegn henni var samþykkt með 82 atkvæðum af 120. Stjórnin var aðeins 50 daga við völd, en situr áfram til bráðabirgða, þar til önnur verður mynduð. Forsætisráðherrann fær tvær vikur til þess að reyna að mynda nýja stjórn. Ef það tekst ekki verður boðað til nýrra kosninga.
26.03.2020 - 04:21
Stjórnarandstaðan sigraði í Kósóvó
Tveir stærstu stjórnarandstöðuflokkarnir í Kósóvó unnu sigur í þingkosningum þar í landi í dag. Vetëvendosje eða Sjálfstjórnarflokkurinn og Lýðræðisfylkingin fá hvor um sig rétt ríflega fjórðung atkvæða. Ríkisstjórnarflokkur Ramush Haradinajs, Framtíðarbandalagið, uppskar tæp 12 prósent en samstarfsflokkur þess í fráfarandi ríkisstjórn, Demókrataflokkurinn, er þriðji stærsti flokkurinn á þingi eftir þessar kosningar, með 21 prósent atkvæða.
07.10.2019 - 03:11
Fjórir handteknir vegna gruns um sölu líffæra
Lögreglan í Kósovó hefur handtekið tvær konur og tvo karlmenn vegna gruns um líffærastuld og sölu líffæra. Fólkið var handtekið á einkalæknastofu í nágrenni höfuðborgarinnar Pristína.
17.05.2019 - 16:45
Serbar og Kósóvóar taka upp viðræður að nýju
Serbar og Kósóvóar samþykktu í gær að taka upp viðræður að nýju eftir þrýsting frá Emmanuel Macron Frakklandsforseta og Angelu Merkel Þýskalandskanslara. AFP greinir frá. Þau Macron og Merkel segja ríkin verða að leysa úr ágreiningi sínum til þess að koma samskiptum þeirra við Evrópusambandið í gott horf. 
30.04.2019 - 05:13
Hótar hernaðarinngripi í Kósóvó
Ana Brnabic, forsætisráðherra Serbíu, segir líklegt að Serbar grípi til hernaðaraðgerða gegn Kósóvó ef stofnaður verður her í landinu. Deutsche Welle hefur eftir Brnabic að hún hafi áhyggjur af því að stjórnvöld í Kósóvó nýti herinn til þess að þjarma að þeim Serbum sem eru í norðurhluta landsins.
06.12.2018 - 04:56
Kósovó leggur refsitolla á Serbíu
Stjórnvöld í Kósovó lögðu 100% refsitolla á serbneskar vörur í gær. Kósovóar segja Serba hafa komið í veg fyrir að ríkið fái að vera með í samstarfi alþjóðalögreglunnar Interpol. Serbar segja ákvörðunina eiga eftir að setja öll viðskipti á milli ríkjanna á ís. Evrópusambandið krefst þess að Kósovóar dragi tollana þegar í stað til baka. 
22.11.2018 - 04:55
Pólitískar deilur seinka evrópskum klukkum
Truflanir á sameiginlegu raforkuflutningsneti fjölda Evrópuþjóða hafa leitt til þess að rafknúnum klukkum hefur víða seinkað um allt að sex mínútur á síðustu vikum. Vandinn í flutningskerfinu er rakinn til harðvítugra, pólitískra deilna milli Serbíu og Kósóvó. Kósóvóbúar nota töluvert meira rafmagn en þeir framleiða og Serbar, sem samkvæmt samningum eiga að sjá þessum nágrönnum sínum fyrir því rafmagni sem upp á vantar, hafa ekki staðið við sitt síðustu vikurnar.
08.03.2018 - 06:30

Mest lesið