Færslur: Kosningaréttur í 100 ár

Hvetja starfsfólk til að fagna í dag
Fjöldi stofnana og fyrirtækja um land allt hefur gefið starfsfólki sínu frí eftir hádegi í dag svo það geti tekið þátt í hátíðarhöldum í tilefni af því að í dag eru 100 ár liðin frá því konur fengu kosningarétt hér á landi.
19.06.2015 - 08:24
Fjölbreytt dagskrá um land allt í dag
Í dag, 19. júní, eru 100 ár liðin frá því að Kristján tíundi Danakonungur staðfesti stjórnarskipunarlögin sem veittu konum 40 ára og eldri kosningarétt. Fimm árum síðar var stjórnarskránni breytt og þá varð kosningaréttur karla og kvenna jafn. Dagurinn er haldinn hátíðlegur um land allt.
19.06.2015 - 07:21
Konur allsstaðar!
Í Konsert kvöldsins eru konur í aðalhlutverki
19. júní gerð góð skil á RÚV
RÚV fagnar 100 ára kosningarafmæli kvenna með metnaðarfullri dagskrá í öllum miðlum. Öll dagskrá er undirlögð konum úr öllum áttum. Konur í evrópskri listasögu, rokkkonur, kjarnakonur í Bandaríkjunum og íslenskir kvenflytjendur og höfundar hljóma allan daginn í útvarpinu.
Kvennabaráttan í söngvum
Saga kvenréttindasöngva frá upphafi til okkar tíma verður rakin í þáttaröðinni "Kvennabaráttan í söngvum".
Þöggun og áhugaleysi á réttindum karla
Það ríkti þöggun og áhugaleysi í kringum þann hóp íslenskra karla sem fékk kosningarétt á sama tíma og íslenskar konur fyrir einni öld, árið 1915. Þetta kemur fram í rannsóknum Sigríðar Dúnu Kristmundsdóttur doktors í mannfræði við Háskóla Íslands. Hún ræddi við Síðdegisútvarpið.
Ingibjörg Bjarnason komin á sinn stall
Það hefur verið mikið að gera framan við Alþingishúsið í morgun, nánar tiltekið fyrir utan Skála þingsins. Þar var búið að reisa stall og í morgun var þar komið fyrir styttu eftir Ragnhildi Stefánsdóttur myndhöggvara af Ingibjörgu H. Bjarnason, fyrstu konunni sem tók sæti á Alþingi árið 1923.
16.06.2015 - 11:20
Öldin hennar: Stúlka í sókn
Eftir kreppuna miklu árið 1929 rýrnuðu kjör verkafólks í landinu. Meðalvinnuvika verkakvenna var 72 til 84 klukkustundir á viku og laun höfðu lækkað. Sex ungar verkakonur ákváðu að taka málin í sínar hendur og stofna sitt eigið stéttafélag.
12.06.2015 - 15:15
Öldin hennar: Hulda hagkerfið
Í lok 19. aldar fluttist fólk í auknum mæli á mölina í leit að betri kjörum og nýrri atvinnu. Konur höfðu alla tíð unnið mikið og þrátt fyrir annan lífsstíl í bæjum varð á því lítil breyting.
12.06.2015 - 15:08
Öldin hennar: Frú Forseti
Árið 1980 vakti Vigdís Finnbogadóttir leikhússtjóri og frönskukennari mikla athygli þar sem hún varð fyrst allra kvenna í heiminum til þess að hljóta lýðræðislega kosningu til embættis forseta.
12.06.2015 - 13:53
Baráttukonur og brautryðjendur
Sinfóníuhljómsveit Íslands efnir til Kvennatónleika í kvöld, í tilefni af 100 ára afmælis kosningaréttar kvenna á Íslandi. Kona stjórnar, kona er einleikari, tónlistin er öll eftir konur, þær Önnu Þorvaldsdóttur, Jórunni Viðar og Amy Beach. Bein útsending á Rás 1 að vanda.
Fjölbreytt forysta í atvinnulífinu
Margt hefur breyst með tilkomu kynjakvóta í stjórnum íslenskra fyrirtækja og lífeyrissjóða. Breytingarnar hafa ekki aðeins átt sér stað við stjórnarborðið heldur eru þær einnig fólgnar í viðtækum viðhorfsbreytingum. Á dagskrá Rásar 1, 19. júní kl. 15:03.
Kona eða Karl?
Kannski meira karl var svar MagnusarMariu sem er höfuðpersóna í nýrri óperu eftir Karólínu Eiríksdóttur. Óperan fjallar um hlutskipti kvenna og ekki síður um stöðu samkynhneigðra og transfólks. Sagan byggir á sönnum atburðum sem áttu sér stað á Álandseyjum fyrir 300 árum.
09.06.2015 - 12:06
Fyrsta konan sem tók sæti á Alþingi
Konur á Íslandi hlutu kosningarétt og kjörgengi til Alþingis með stjórnarskrárbreytingu sem staðfest var 19. júní 1915. Ingibjörg H. Bjarnason af Kvennalista, kennari og skólastjóri, settist á Alþingi fyrst kvenna, árið 1923.
23.03.2015 - 10:09
  •