Færslur: Kosningaréttur í 100 ár

Samhengið við eigið samfélag
Skipuleggjendur jafnréttisráðstefnunnar Í kjölfar Bríetar á Ísafirði telja samhengið við eigið samfélag mjög mikilvægt. Þær telja að fáir þeirra sem sóttu ráðstefnuna, sem var haldin í Ísafjarðarbæ, hefðu sótt sambærilega ráðstefnu annarsstaðar.
Hvað er svona merkilegt við það?
Ný sýning var opnuð í Bogasal Þjóðminjasafns Íslands á föstudag, þegar fagnað var 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna á Íslandi. Sýningin ber yfirskriftina Hvað er svona merkilegt við það? Störf kvenna í 100 ár.
24.06.2015 - 09:59
Femínismi ekki bundinn við vinstri vænginn
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir yfirmaður UN Women í Tyrklandi segir að femínismi sé ekki eitthvað eitt kenningakerfi sem bundið er við vinstri vænginn í pólitík heldur sjónarhorn á tilveruna.
23.06.2015 - 12:08
Þú getur skúrað seinna væna
Edda Jónsdóttir og Sigrún Stefánsdóttir voru að senda frá sér bókina Frú ráðherra. Þar eru viðtöl við konur sem hafa gengt ráðherraembætti og tilefnið er auðvitað 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna.
23.06.2015 - 10:41
Lestrarfélag kvenna Reykjavíkur
Ári eftir að Kvenréttindafélag íslands var stofnað að heimlili Bríetar Bjarnhéðinsdóttur hvatti hún til til stofnunar lestofu innan félagsins. Nauðsynlegt væri að efla lestur kvenna og aðgengi þeirra að bókum. í þættinum segir Brynhildur Heiðar - og Ómarsdóttir frá þessu félagi.
Konur skáldskapar
Að gefnu tilefni var í þættinum Orð*um bækur hugað að konum og bókmenntum. Konum sem skrifa bækur og konur sem skrifað er um í bókmenntum. Fyrsta bókin sem út kom á Íslandi eftir konu var ljóðabókin Stúlka eftir Júlíönu Jónsdóttur frá árið 1876.
Skiptir stærðin máli?
... eða öllu heldur skiptir fjöldinn máli; skiptir það máli hversu stór hluti bókanna á myndinni er eftir konur og um konur. Flestar bækur heimsins eru skrifaðar af körlum og um karla. Er það að breytast? Eða er bókum eftir karla og um karla enn hampað talsvert meira en bókum eftir konur og um konur
Allar þessar konur...
Höfundur óþekktur og meira í Rokklandi
Afmælissýning á Alþingi í dag
Sýning í tilefni af 100 ára afmæli kosningarréttar kvenna verður opin almenningi í Alþingishúsinu í dag. Sýningin er tileinkuð konum á Alþingi og kosningarrétti kvenna. Þarna gefst fólki meðal annars tækifæri til að sjá undirskriftalista frá 1913 þar sem krafist er þess að konur fái að kjósa.
20.06.2015 - 10:55
„Falið misrétti í skólakerfinu“
Hvernig má ná fram jafnrétti á stjórnmálasviðinu. Þær Una Hildardóttir, talskona Femínistafélags Íslands, og Steinunn Stefánsdóttir, varaformaður Kvenréttindafélags Íslands, ræða það í Spegli dagsins.
19.06.2015 - 17:49
„Bjartsýni eykur okkur kjark“
„Allir feður og allir bræður vita að dætur þeirra og systur eru jafnklárar og þeir en þeir verða að hafa hugfast að það á ekki aðeins við um þeirra eigin dætur og systur,“ sagði Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, í ræðu sinni á hátíðardagskrá á Austurvelli í dag.
19.06.2015 - 17:17
Styttan afhjúpuð við Alþingi
Stytta af Ingibjörgu H. Bjarnason var afhjúpuð við hátíðlega athöfn fyrir utan Alþingishúsið í dag.
19.06.2015 - 16:41
Fimm fyrstu þingkonurnar
Konur fjörutíu ára og eldri fengu kosningarétt og jafnframt kjörgengi 19. júní 1915. Engu að síður liðu sjö ár þar til fyrsta konan, Ingibjörg H. Bjarnason, tók sæti á þingi. Næsta röskan aldarfjórðung bættust aðeins fjórar konur við á skrá yfir konur á þingi.
19.06.2015 - 16:37
Leikin kvikmynd í fullri lengd !
Kristín Jóhannesdóttir leikstjóri var í kvikmyndanámi í París þegar hún fékk hugmyndina að fyrstu myndinni sinni, Á hjara veraldar. Á þeim tíma voru margar áhrifamiklar konur í Evrópu leikstjórar og framleiðendur, svo Kristínu fannst meira en sjálfsagt að stefna á eigin leikna mynd í fullri lengd.
19.06.2015 - 16:25
Vald og ímyndir
Á ráðstefnu í Háskóla Íslands var 100 ára afmæli kosningaréttar íslenskra kvenna minnst með ráðstefnunni, Vald og lýðræði á Íslandi – 100 árum síðar. Þar var meðal annars fjallað um Valds- og lýðræðisrannsóknina.
19.06.2015 - 16:10
Kosningaréttur og konur á Dalvík
Það voru ekki eingöngu konur sem fengu kosningarétt árið 1915 heldur líka sá hluti vinnumanna sem hafði setið eftir þegar kosningalögum var breytt 1903. En ákveðnir hópar samfélagsins fengu þó ekki kosningarétt fyrr en 1934.
19.06.2015 - 15:51
Fóru prjónandi um götur - myndband
Soroptimistaklúbbur Austurlands fagnaði því að 100 ár eru liðin frá því að konur fengu kosningarétt með því að fara í prjónagöngu á Egilsstöðum. Konurnar lögðu af stað prjónandi úr fjórum áttum inn í Egilsstaðaþorp og sameinuðust við Egilsstaðakirkju.
19.06.2015 - 15:04
„Þakka fyrir það sem vel er gert“
Fjölmenni kom saman í Hólavallagarði í Reykjavík í dag til að minnast baráttukonunnar Bríetar Bjarnhéðinsdóttur en hún var ein af fjórum konum sem fyrstar settust í bæjarstjórn á Íslandi.
19.06.2015 - 14:45
„Kvennalistinn var ævintýri lífs míns“
100 ár, heil öld er liðin frá því að 12 þúsund konur fertugar og eldri og rúmlega tvö þúsund eignalausir vinnumenn, fengu kosningarétt til Alþingis. Rétt sem bæði karlar og konur höfðu barist fyrir um áratuga skeið. Karlarnir innan þings og konurnar utan þess eins og gefur að skilja.
19.06.2015 - 14:14
Jafnréttissjóður samþykktur - einn á móti
Stofnun Jafnréttissjóðs Íslands var samþykkt á sérstökum hátíðarþingfundi á Alþingi í morgun í tilefni af 19. júní og þar með hundrað ára afmæli kosningaréttar kvenna. Markmið sjóðsins er að fjármagna og styrkja verkefni sem ætlað er að stuðla að frekari framþróun á sviði jafnréttismála.
Píndist þú, móðurættin mín
Elías Halldór Ágústsson spurði okkur á Facebook áðan hvort þessi þáttur, Píndist þú, móðurættin mín? væri til í safninu. Við fundum hann og dustuðum nýfallið ryk af ÓskaRÚV í kjölfarið í tilefni dagsins.
19.06.2015 - 12:26
Trúðu varla að stelpa gæti trommað
Fyrir 33 árum fannst fólki ótrúlegt að stelpa gæti spilað á trommur, hvað þá að stelpnahljómsveit gæti spilað kraftmikið rokk. Síðan þá hefur margt breyst eins og sést í nýrri heimildamynd um Dúkkulísurnar sem sýnd verður á RÚV í kvöld.
19.06.2015 - 11:18
Femínismi framtíðar
Í dag er sigrum fortíðar fagnað. Hundrað ár eru liðin frá því að konur hlutu kosningarétt á Íslandi. Víðsjá veltir fyrir sér stöðu femínisma og kvenréttindabaráttu í samtímanum og veltir enn fremur fyrir sér hverju komandi kynslóðir munu vonandi geta fagnað að öðru árhundraði liðnu.
19.06.2015 - 11:14
Júlíana Sveinsdóttir á Kjarvalsstöðum
Víðsjá ræddi við Hrafnhildi Schram og Ingibjörgu Jónsdóttur sem hvorar fyrir sig eru sýningarstjórar á sýningum sem opna á Kjarvalsstöðum í dag.
19.06.2015 - 09:56
Konur um konur frá konum til kvenna
Gleðilega hátíð! Í dag spilum við eingöngu konur, Einar Þorsteinsson í forsíður blaðanna, Húrra fyrir Kidda, Jón Jónsson og Friðrik Dór taka lag eftir konu og Dj flugvél og geimskip á plötu vikunnar.
19.06.2015 - 08:58

Mest lesið