Færslur: Kosningalög

Hætti við framboð vegna nýrra kosningalaga
Rúnar Björn Herrera Þorkelsson, formaður NPA-miðstöðvarinnar, gat ekki tekið 23. sæti á lista Pírata í Reykjavík eins og til stóð vegna nýrra kosningalaga. Frændi Rúnars á sæti í yfirkjörstjórn í Reykjavíkurborg og þótt Rúnar segi að samskipti þeirra frænda séu afar lítil hafi annar þeirra þurft að víkja. 
Segir nauðsynlegt að breyta kosningalögum
Aldís Hafsteinsdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir að nýjar hæfisreglur kjörstjórnarmanna hafi sett kosningaundirbúning í mörgum sveitarfélögum í algjört uppnám. Hún telur að mistök hafi verið gerð þegar kosningalögum var breytt.
Karl Gauti kærir lögregluna á Vesturlandi
Karl Gauti Hjaltason hefur kært lögreglustjórann á Vesturlandi til ríkissaksóknara fyrir að hætta rannsókn á hendur yfirkjörstjórn á Vesturlandi vegna talningar atkvæða í Borgarnesi að loknum alþingiskosningum í haust.
Kjörstjórnarfólk má ekki eiga systkin eða mág í kjöri
Það er orðið töluvert flóknara að skipa kjörstjórnir með nýjum lögum. Fulltúi í kjörstjórn má ekki eiga maka, fyrrverandi maka, núverandi eða fyrrverandi sambýlismann eða -konu, foreldri, barn, systkin, mág eða mágkonu sem eru í framboði. Þá ná nýju reglurnar líka yfir systkinabörn, barnabörn, afa, ömmu og systkini foreldra. Nýr framkvæmdastjóri landskjörstjórnar segir sveitarstjórnir hafa talsvert hringt og beðið um útskýringar á hæfisreglunum.
31.03.2022 - 22:16
Spegillinn
Kosningabíll einn af fylgifiskum nýrra kosningalaga
Breytingar á kosningalögum hafa í för með sér að nú er leyfilegt að bjóða upp á færanlega kjörstaði og ekki þarf að aka með atkvæði um eins langan veg frá kjörstöðum að talningarstað. Völd landskjörstjórnar aukast nokkuð frá fyrri lögum.
Sonur Kings hvetur til samþykkis nýrra kosningalaga
Sonur og nafni mannréttindafrömuðarins Martins Luther King yngri ávarpaði fjöldagöngu í Washington, höfuðborg Bandaríkjanna, í dag þar sem hann hvatti Bandaríkjaþing til að samþykkja frumvarp til breytinga á kosningalögum.
Biden fundar með öldungadeildarþingmönnum
Joe Biden Bandaríkjaforseti fundar í kvöld með tveimur öldungadeildarþingmönnum Demókrataflokksins sem lýst hafa efasemdum um að breyta leikreglum við atkvæðagreiðslur innan deildarinnar.
McConnell segir Biden hafa hellt olíu á eld sundrungar
Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings, sakar Joe Biden forseta um að ætla sér að efna til óvinafagnaðar með fyrirætlunum um tímabundna breytingu á reglum um atkvæðagreiðslur innan deildarinnar.
Biden segir brýnt að gera umbætur á kosningakerfinu
Joe Biden Bandaríkjaforseti segir brýnt að koma á umbótum í kosningakerfinu sem tryggi aukna þátttöku svartra og annarra stuðningsmanna Demókrataflokksins. Til að svo geti orðið gæti þurft að breyta reglum um atkvæðagreiðslu í öldungadeild Bandaríkjaþings tímabundið.
Höfða mál á hendur Texasríki vegna nýrra kosningalaga
Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna höfðaði í dag mál gegn Texasríki vegna nýlegra laga sem alríkisstjórnin telur að hamli kosningaþátttöku. Lögin voru samþykkt í september og yfirlýstur tilgangur þeirra er að endurnýja kosningakerfi ríkisins og að koma í veg fyrir kosningasvindl.
Spegillinn
Áfram talið fram á rauðamorgun
Á tíunda tímanum á sunnudagsmorgni lauk talningu í síðasta kjördæminu, Norðausturkjördæmi. Þá voru nærri 12 klukkustundir liðnar frá því að talning hófst. En spurningin er hvers vegna tekur talning atkvæða svo langan tíma. Hjá nágrönnum okkar í Evrópu tekur þetta mun styttri tíma þó að við séum þá að bera okkur saman við talsvert fjölmennari lönd.
28.09.2021 - 17:00
Höfða mál gegn Georgíu vegna kosningalaga
Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna ætlar að höfða mál gegn Georgíuríki vegna nýrra kosningalaga ríkisins. Lögin þykja hefta aðgengi svartra kjósenda í ríkinu.
25.06.2021 - 17:24
Nýtt kosningalagafrumvarp til bóta
Birgir Ármannsson þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir jákvætt að sameina löggjöf um allar kosningar í einn lagabálk. Hann er hins vegar andvígur því að leggja niður yfirstjórnir kjördæma og að færa talningu frá einum stað í hverju kjördæmi út í sveitarfélögin. Kjördæmin séu grunneining í alþingiskosningum og kerfið eigi að miðast við það. 
Segja ekki hægt að taka upp ný kosningalög fyrir haust
Of skammur tími er til að innleiða nýtt fyrirkomulag kosninga fyrir Alþingiskosningarnar sem haldnar verða í lok september. Þetta kemur fram í umsögnum um frumvarp um breytingar á kosningalögum, en stefnt er að þvi að það verði að lögum í vor.
Spegillinn
Brýnt að afgreiða ný kosningalög
Forseti Alþingis vonar að ný kosningalög verði afgreidd á yfirstandandi þingi, annað væri sóun á tíma og kröftum í mikilvægu verkefni sem varði grunnstoðir lýðræðisins. Um miðjan desember mælti Steingrímur J. Sigfússon, fyrir frumvarpi til kosningalaga. Þar steypt saman í einn bálk fernum lögum, það er lögum um kosningar til Alþingis, til sveitarstjórna, lögum um framboð og kjör forseta íslands og um framkvæmd þjóðaratkvæðagreiðslna.
Spegillinn
Jöfnunarsæti þyrftu að vera fleiri
Fyrirkomulag og úthlutun þingsæta miðað við gildandi kosningalög dugir ekki til að tryggja jöfnuð milli þingflokka. Jöfnunarsætin eru of fá, að mati Ólafs Þ. Harðarsonar prófessors í stjórnmálafræði. Hann telur að breytingar á kosningalögum sem lagðar voru til í vetur séu til bóta í mörgu en þar sé ekki tekið á þessum vanda.
Stjórnarskrártillögur og kosningalög stórmál þingvetrar
Stjórnarskrártillögur verða stórmál á komandi þingi en ekki verður síður að fróðlegt að sjá hvernig fer með ný kosningalög. Þetta sagði Ólafur Þ. Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði, í kvöldfréttum Sjónvarpsins.