Færslur: Kosningalög

Höfða mál gegn Georgíu vegna kosningalaga
Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna ætlar að höfða mál gegn Georgíuríki vegna nýrra kosningalaga ríkisins. Lögin þykja hefta aðgengi svartra kjósenda í ríkinu.
25.06.2021 - 17:24
Nýtt kosningalagafrumvarp til bóta
Birgir Ármannsson þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir jákvætt að sameina löggjöf um allar kosningar í einn lagabálk. Hann er hins vegar andvígur því að leggja niður yfirstjórnir kjördæma og að færa talningu frá einum stað í hverju kjördæmi út í sveitarfélögin. Kjördæmin séu grunneining í alþingiskosningum og kerfið eigi að miðast við það. 
Segja ekki hægt að taka upp ný kosningalög fyrir haust
Of skammur tími er til að innleiða nýtt fyrirkomulag kosninga fyrir Alþingiskosningarnar sem haldnar verða í lok september. Þetta kemur fram í umsögnum um frumvarp um breytingar á kosningalögum, en stefnt er að þvi að það verði að lögum í vor.
Spegillinn
Brýnt að afgreiða ný kosningalög
Forseti Alþingis vonar að ný kosningalög verði afgreidd á yfirstandandi þingi, annað væri sóun á tíma og kröftum í mikilvægu verkefni sem varði grunnstoðir lýðræðisins. Um miðjan desember mælti Steingrímur J. Sigfússon, fyrir frumvarpi til kosningalaga. Þar steypt saman í einn bálk fernum lögum, það er lögum um kosningar til Alþingis, til sveitarstjórna, lögum um framboð og kjör forseta íslands og um framkvæmd þjóðaratkvæðagreiðslna.
Spegillinn
Jöfnunarsæti þyrftu að vera fleiri
Fyrirkomulag og úthlutun þingsæta miðað við gildandi kosningalög dugir ekki til að tryggja jöfnuð milli þingflokka. Jöfnunarsætin eru of fá, að mati Ólafs Þ. Harðarsonar prófessors í stjórnmálafræði. Hann telur að breytingar á kosningalögum sem lagðar voru til í vetur séu til bóta í mörgu en þar sé ekki tekið á þessum vanda.
Stjórnarskrártillögur og kosningalög stórmál þingvetrar
Stjórnarskrártillögur verða stórmál á komandi þingi en ekki verður síður að fróðlegt að sjá hvernig fer með ný kosningalög. Þetta sagði Ólafur Þ. Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði, í kvöldfréttum Sjónvarpsins.