Færslur: Kortavelta

Tveir milljarðar fyrir skipulagðar utanlandsferðir
Metfjöldi Íslendinga verður á Tenerife um páskana. Tölur um kortaveltu sýna að utanlandsferðir hafa tekið yfir pallagerð og aðrar framkvæmdir sem Íslendingar voru iðnir við þegar covid-bylgjan reis hve hæst.
10.04.2022 - 19:00
Neysla orðin meiri en fyrir faraldur
Kortavelta Íslendinga var 8% meiri í júní í ár en á sama tíma í fyrra. Þá var neyslan 9% meiri en í júní 2019. Neysla hefur því mælst meiri en hún var fyrir faraldurinn en hún fer í auknu mæli fram innanlands. Það má skýra með færri ferðalögum Íslendinga erlendis sökum faraldursins.
23.07.2021 - 09:44
Erlend kortavelta tvöfaldast milli mánaða
Augljós batamerki eru á íslenskri ferðaþjónustu að svo miklu leyti sem erlend kortavelta er vísbending þar um. Erlendri kortaveltu vex hratt ásmegin eftir langvarandi niðursveiflu vegna kórónuveirufaraldursins og mældist aukning hennar á milli apríl og maí 2021 heil 95%. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Rannsóknasetri verslunarinnar.
Fimmföld aukning í kaupum á ferðaþjónustu
Íslendingar voru í ferðahug í apríl og greiddu rúmlega fimmfalt meira fyrir ferðaþjónustu í ár en í fyrra. Landsbankinn telur góða framvindu í bólusetningum fyrir COVID-19 og afléttingar takmarkana skýra þennan aukna ferðavilja.
Kortavelta eykst þrátt fyrir fjölgun smita
Kortavelta landsmanna innanlands jókst í september og var meiri en í september á síðasta ári. Í nýrri Hagsjá hagfræðideildar Landsbankans segir að fjölgun kórónuveirusmita virðist ekki hafa haft mikil áhrif á neysluvenjur fólks.
16.10.2020 - 11:39